Peningamál - 01.05.2000, Blaðsíða 20

Peningamál - 01.05.2000, Blaðsíða 20
fjárstöðu innlánsstofnana sem stafar af árstíðabundn- um breytingum á stöðu ríkissjóðs gagnvart Seðla- bankanum og árstíðabundnu gjaldeyrisútstreymi. Heildarfjárhæð útistandandi samninga endurhverfra viðskipta 25. apríl sl. var um 35 ma.kr., sem er lítið eitt lægri staða en um síðustu áramót. Á þessu ári hafa þó verið nokkrar sveiflur í stöðu þessara samn- inga. Í byrjun febrúar var fjárhæð útistandandi samn- inga um 40 ma.kr., um miðjan mars tæplega 21 ma.kr. en hefur síðan farið vaxandi sem meðal annars má rekja til góðrar lausafjárstöðu ríkissjóðs. Að undanförnu hafa nokkrar lánastofnanir notað endur- hverf viðskipti Seðlabankans að staðaldri og bendir það til þess að þær eigi í lausafjárerfiðleikum sem þær hafa ekki náð að leysa. Slík notkun þessarar fyrirgreiðslu er Seðlabankanum ekki að skapi enda ekki að því stefnt að endurhverf viðskipti séu viðvar- andi fjármögnun fyrir lánastofnanir. Hækkandi ávöxtun á skuldabréfamarkaði Fremur rólegt hefur verið yfir viðskiptum á skulda- bréfamarkaði. Uppkaup ríkisverðbréfa hjá Lánasýsl- unni og húsbréfa hjá Íbúðalánasjóði hafa dregið enn frekar úr viðskiptum á þessum markaði. Vaxtabil hefur aukist og fjármálastofnanir virðast sjá lítinn ávinning af að mynda markað fyrir þessi bréf. Veruleg hækkun varð á ávöxtunarkröfu skulda- bréfa á eftirmarkaði í mars og fyrstu viku apríl. Á fimm vikum hækkaði ávöxtunarkrafa spariskírteina- flokksins með lengsta líftímann um 0,8 prósentustig og á helstu markflokkum húsbréfa og húsnæðisbréfa um 0,45-0,65 prósentustig. Frá 7. apríl hefur ávöxtun helstu flokka lítið breyst. Nokkur hækkun hefur þó verið á ávöxtun spariskírteina en ávöxtun húsbréfa lækkað lítið eitt. Ávöxtunarkrafa helstu flokka húsnæðisbréfa og 5 og 15 ára spariskírteina hefur ekki verið jafnhá síðan um mitt árið 1997. Krafan á húsbréfaflokknum, sem er á gjalddaga árið 2021, fór hæst í 5,83% 4. apríl sem er sú hæsta frá því í febrúar 1996. Athygli vekur að hækkunin varð á sama tíma og uppkaup spariskír- teina og húsbréfa áttu sér stað. Ástæður hækkana langtímavaxta eru meðal annars aukinn áhugi stofn- anafjárfesta á innlendum hlutabréfum og erlendum verðbréfum á kostnað ríkistryggðra skuldabréfa. Ennfremur hefur útgáfa húsbréfa aukist verulega á árinu. Fyrstu þrjá mánuðina var hún 6,5 ma.kr. (á meðalmarkaðsverði mánaðar) samanborið við 4,6 ma.kr. sama tímabil 1999. Einnig hafa fjárfestar í vaxandi mæli flutt eignir sínar úr eignarskattfrjálsum langtímasjóðum, meðal annars í hlutabréfasjóði og skammtímasjóði, þar sem ávöxtun í sjóðum sem fjár- festa í verðtryggðum langtímabréfum hefur versnað á sama tíma og gengi hlutabréfa hefur hækkað mikið og ávöxtun skammtímasjóða farið hækkandi. Sveiflur á hlutabréfamarkaði Úrvalsvísitalan, sem mælir verðbreytingar þeirra 15 fyrirtækja, sem mest viðskipti eru með á Verðbréfa- þingi Íslands, náði sögulegu hámarki 17. febrúar. Hún var þá 1.889 stig, hafði hækkað um 85% frá október 1998, þar af um 17% frá síðustu áramótum. Hinn 18. febrúar urðu umskipti í þróun hluta- bréfaverðs hér á landi. Á aðeins tveimur vikum lækkaði úrvalsvísitala VÞÍ um 10%, í 1.692 stig. Hún hefur sveiflast síðan á bilinu 1.700-1.850 stig og var PENINGAMÁL 2000/2 19 Mynd 7 Endurhverf verðbréfakaup Seðlabankans 2000 Vikuleg uppboð 2 8 . d es 1 1 . ja n 1 8 . ja n 2 5 . ja n 1 . fe b 8 . fe b 1 5 . fe b 2 2 . fe b 2 9 . fe b 7 . m ar 1 4 . m ar 2 1 . m ar 2 8 . m ar 4 . ap r 1 1 . ap r 1 8 . ap r 2 5 . ap r 0 5 10 15 20 25 30 35 40 Ma.kr. Samþykkt tilboð Útistandandi fjárhæð 1999 2000 Mynd 8 Dagleg þróun ávöxtunarkröfu á nokkrum markflokkum húsbréfa og spariskírteina frá ársbyrjun 1999 J F M A M J J Á S O N D J F M A 3,5 4,0 4,5 5,0 5,5 6,0 % RS15-1001/K (Spariskírteini, 15,4 ár að gjalddaga) RS05-0410/K (Spariskírteini, 5,0 ár að gjalddaga) BH37-1215/H (Húsbréf, 37,7 ár að gjalddaga) BH21-0115/H (Húsbréf, 20,7 ár að gjalddaga)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.