Peningamál - 01.05.2000, Blaðsíða 36

Peningamál - 01.05.2000, Blaðsíða 36
PENINGAMÁL 2000/2 35 ára í 1,9%. Hlutfallslegur hreinn hagnaður eftir skatta lækkaði lítið eitt milli ára. Einnig lækkaði hlutfallslegt veltufé frá rekstri nokkuð, úr 6,6% í 5,3% árið 1999. Þessi lítilsháttar lakari afkoma á seinasta ári, ásamt mikilli hækkun eignaliða (26%), olli því að arðsemi eigna dróst saman, arðsemi heild- areigna (rekstrarhagnaður/heildareignir) lækkaði, svo og arðsemi eigin fjár sem lækkaði úr 8,2% í 6,8%. Eiginfjárhlutfallið lækkaði úr 35,1% árið 1998 í 33,1% á seinasta ári. Skuldsetning þessara fyrir- tækja jókst nokkuð þar sem hlutfallið milli langtíma- skulda og eigin fjár hækkaði úr 0,96 1998 í 1,02 á seinasta ári. Af ofansögðu má sjá að heildarafkomumyndin er nokkru lakari en árið 1998, þótt breytingin sé ekki mikil. Munurinn liggur fyrst og fremst í því að fram- legðin (rekstrarafkoma fyrir afskriftir og fjármagns- liði) og rekstrarhagnaður hefur lækkað. Mestu veldur að þrjú stór sjávarútvegsfyrirtæki og eitt fyrirtæki í iðnaði í þessum hópi sýndu mun lakari rekstrar- niðurstöðu á seinasta ári en árið áður. Nemur verri rekstrarniðurstaða þessara fjögurra fyrirtækja milli áranna 1998 og 1999 alls tæplega 3 ma.kr. Á móti kemur að fjármagnskostnaður lækkaði mjög milli áranna 1998 og 1999. Hreinn fjármagnskostnaður var tæplega 5 ma.kr. árið 1998 en nam aðeins 1,2 ma.kr. á seinasta ári. Þetta samsvarar því að hreinn fjármagnskostnaður hafi lækkað um þrjá fjórðu milli ára, sem er mjög athyglisverð niðurstaða þar sem langtímalán hækkuðu um 26% á sama tíma. Hér fer saman að gengi íslensku krónunnar hækkaði yfir árið um 2,8% en verulegur hluti langtímalána er í erlend- um gjaldmiðli og greinilegt er að fyrirtækin á VÞÍ hafa beitt virkri og árangursríkri stýringu á peninga- legum eignaliðum og skuldaliðum. Heildarafskriftir voru um 12 ma.kr. 1998 en 13,8 ma.kr. á liðnu ári sem er óbreytt hlutfall af veltu frá fyrra ári. Af þeim 53 atvinnufyrirtækjum, sem þessi at- hugun nær til, skiluðu 32 fyrirtæki betri afkomu á seinasta ári en 1998. Mikill munur er á afkomu ein- stakra fyrirtækja eða allt frá u.þ.b. 20% hagnaði af veltu í rúmlega 35% tap. Er breiddin í afkomu fyrir- tækja á VÞÍ meiri en áður hefur verið. Nokkur munur er á afkomu einstakra atvinnu- greina á seinasta ári. Í heild sinni var rekstur sjávar- útvegsfyrirtækja í járnum, en allgóður og batnandi rekstrarárangur var í öðrum atvinnugreinum. Hlutfall HARS af veltu (sama hlutfall á árinu 1998 sýnt í sviga) var hæst hjá olíufyrirtækjunum, um 5,9% (4,1%), 3,5% hjá iðnfyrirtækjum (5,2% án Íslenska járnblendifélagsins en 3,9% 1998), 3,5% hjá flutn- ingafyrirtækjum (1,1%), 3,2% hjá hugbúnaðar- fyrirtækjum (2,2%) og 2,1% hjá ýmsum verslunar- og þjónustufyrirtækjum (0,1%). Sjávarútvegsfyrirtæki Nú eru alls 19 sjávarútvegsfyrirtæki skráð á hluta- bréfamarkaði, einu fyrirtæki færra en var um ára- mótin 1998/99. Velta þessara fyrirtækja nam alls tæplega 53 ma.kr. á árinu 1999, sem er um 7,4% minni velta en var árið 1998. Þessi velta samsvarar um 51% af heildarútflutningsveltu sjávarútvegsins á seinasta ári. Veltuminnkunin milli ára skýrist aðal- lega af mun minni veltu þeirra sjávarútvegsfyrirtækja sem veiða og vinna uppsjávarafla. Ástæðan er verð- lækkun bræðsluafurða, en meðalverð á mjöli og lýsi var um 46% lægra á árinu 1999 en 1998. Verðlag á öðrum sjávarafurðum, svo sem botnfiskafurðum, var Tafla 1 Úr reikningum hlutafélaga á VÞÍ 1999 Öll hlutafélög, 1999 1998 %-br. önnur en fjármálafyrirtæki m.kr. m.kr. ´98/99 Velta ................................................ 286.922 251.662 14,0 Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði .............................. 20.293 21.988 -7,7 Hagnaður fyrir fjármagnsliði .......... 6.530 9.839 -33,6 Hagnaður af reglulegri starfsemi (HARS) ........................... 5.369 4.901 9,6 Hreinn hagnaður eftir skatta ........... 6.648 6.805 -2,3 Niðurstaða efnahags ........................ 295.999 234.951 26,0 Eigið fé ............................................ 97.942 82.503 18,7 Langtímaskuldir .............................. 99.555 79.209 25,7 Veltufé ............................................. 15.098 16.653 -9,3 Kennitölur Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði/velta (%) ................... 7,1 8,7 . Hagnaður fyrir fjármagnsliði/velta (%) ................... 2,3 3,9 . HARS/velta (%) .............................. 1,9 1,9 . Hreinn hagnaður/velta (%) ............. 3,2 3,4 . Arðsemi heildarfjármuna (%) ......... 2,2 4,2 . Eiginfjárhlutfall (%) ........................ 33,1 35,1 . Arðsemi eigin fjár (%) .................... 6,8 8,2 . Velta/heildareignir ........................... 0,97 1,07 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.