Peningamál - 01.08.2001, Side 5

Peningamál - 01.08.2001, Side 5
4 PENINGAMÁL 2001/3 tíma jókst verðbólga í helstu viðskiptalöndum Íslands úr 2,4% í 2,7%. Á 12 mánuðum til júlíbyrjunar hækkaði vísitala neysluverðs um 7%. Rúmlega helmingur þeirrar hækkunar átti sér stað síðustu 3 mánuðina. Af heildar- hækkun vísitölunnar skýra innfluttar vörur alls 2,9% af hækkuninni undanfarna 12 mánuði og 2% af hækk- uninni yfir 3 mánuði. Síðustu 3 mánuðina munaði mest um 8,1% verðhækkun á bílum og varahlutum, en hækkun á bensínverði um 7% og 7,2% verðhækkun innfluttra mat- og drykkjarvara höfðu einnig veruleg áhrif. Aðrar innfluttar vörur hækkuðu nokkru minna. Frá aprílmánuði hækkuðu innlendar mat- og drykkjar- vörur aðrar en búvörur og grænmeti um 5,9%, eða meira en vísitalan hækkaði í heild. Þótt innlend mat- væli hafi hækkað minna í verði en innflutt, vega þau þyngra í vísitölunni og hafa því meiri áhrif. Verulega dró úr hækkun húsnæðisverðs síðustu 3 mánuðina. Húsnæðisliður vísitölunnar hækkaði um 1,9%, þ.e.a.s. töluvert minna en vísitalan í heild. Verð þjónustu á almennum markaði hefur hækk- að um tæp 8% á 12 mánuðum og opinber þjónusta hefur einnig hækkað töluvert í verði nýlega. Á tólf mánuðum til júlíbyrjunar hækkaði þjónusta á al- mennum markaði um 7,8%, þar af um 5,2% frá ára- mótum og 3,3% undanfarna 3 mánuði. Þessar hækk- anir má að miklu leyti rekja til launahækkana, en lækkun á gengi krónunnar hefur einnig töluverð áhrif á verð sumrar þjónustu, t.d. ferðaþjónustu og sam- gangna. Í ljósi þess að töluverður tími er liðinn frá hækkun launa í janúar, má ætla að dragi úr verð- hækkun þjónustu á næstunni. Undanfarið ár hefur verð opinberrar þjónustu hækkað mun minna en verð annarrar þjónustu, eða um 3½%. Í júlí varð breyting þar á þegar opinber þjónusta hækkaði um 1½%. Þá hækkun má einkum rekja til verðhækkunar á rafmagni, en einnig hækk- uðu leikskólagjöld á nokkrum stöðum. Gera má ráð fyrir áframhaldandi verðhækkunum opinberrar þjón- ustu á næstu mánuðum. Í ágúst munu t.d. leikskóla- gjöld í Reykjavík hækka. Nýlokið er kjarasamn- ingum nokkurra stéttarfélaga við hið opinbera, sem kann að leiða til verðhækkana á næstunni. Húsnæðisverð lækkaði að raunvirði á öðrum árs- fjórðungi, en nafnverð hefur þó hækkað Í júlíbyrjun hafði markaðsverð íbúðarhúsnæðis, eins og það er reiknað í vísitölu neysluverðs, hækkað um 6,6%, en vísitala neysluverðs um 7%. Að raungildi hafði húsnæðisverð því lækkað um 0,4% á einu ári. Þessi lækkun átti sér fyrst og fremst stað á öðrum árs- Mynd 2 J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J 1998 1999 2000 2001 0 1 2 3 4 5 6 7 8 % Verðbólguþróun 1998-2001 12 mánaða breytingar Helstu viðskiptalönd Íslands Ísland: Neysluverðsvísitala Ísland: Samræmd vísitala neysluverðs Heimild: Hagstofa Íslands. Tafla 1 Framlag undirliða til hækkunar vísitölu neysluverðs 1999-2000 Vísitölubreyting Hlutfallslegt (á ársgrundvelli) framlag til hækk- síðastliðna unar vísitölu Allar tölur eru í % 6 m. 12 m. 6 m. 12 m. (1) Búvörur án grænmetis ..... 7,7 5,6 4,1 5,2 (2) Grænmeti ......................... 15,6 -0,4 1,2 -0,1 (3) Aðrar innlendar mat- og drykkjarvörur ................... 18,5 8,9 9,9 8,2 (4) Aðrar innlendar vörur ...... 6,1 7,5 2,4 5,1 (5) Innfluttar mat- og drykkjarvörur ................... 29,8 14,7 7,8 6,6 (6) Nýr bíll og varahlutir ....... 19,1 11,5 14,6 15,2 (7) Bensín .............................. 25,8 5,0 10,1 3,4 (8) Aðrar innfluttar vörur ...... 13,5 5,4 16,3 11,3 (9) Áfengi og tóbak ............... 12,5 8,0 3,3 3,7 (10) Húsnæði ........................... 8,5 6,7 9,8 13,4 (11) Opinber þjónusta ............. 3,1 3,5 3,1 6,0 (12) Önnur þjónusta ................ 10,6 7,8 17,3 21,9 Samtals ..................................... 12,0 7,0 100,0 100,0 Innlendar vörur (1-4) ............... 11,3 6,9 17,7 18,4 Búvörur og grænmeti (1-2)....... 8,7 4,8 5,4 5,1 Innlendar vörur án búvöru og grænmetis (3-4) ........................ 13,1 8,2 12,3 13,3 Innfluttar vörur alls (5-9) ......... 18,0 8,1 52,1 40,2 Heimild: Hagstofa Íslands.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.