Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 43

Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 43
vera staðgengill formanns bankastjórnar í fjarveru hans. Formaður bankastjórnar Seðlabankans kallar bankastjórn saman til fundar. Ávallt skal boðað til fundar þegar annar hinna bankastjóranna óskar. Fundurinn er ályktunarhæfur ef meiri hluti banka- stjórnar situr hann. Afl atkvæða ræður úrslitum við afgreiðslu mála. Falli atkvæði jafnt ræður atkvæði formanns bankastjórnar. Ákvarðanir bankastjórnar skulu skráðar og árit- aðar af bankastjórn. Bankastjórn setur starfsreglur sem bankaráð staðfestir um undirbúning, rökstuðn- ing og kynningu ákvarðana sinna í peningamálum. Opinberlega skal gerð grein fyrir ákvörðunum bankastjórnar í peningamálum og forsendum þeirra. 25. gr. Bankastjórum Seðlabanka Íslands er óheimilt að sitja í stjórnum stofnana og atvinnufyrirtækja utan bank- ans eða taka þátt í atvinnurekstri að öðru leyti nema slíkt sé boðið í lögum eða um sé að ræða stofnun eða atvinnufyrirtæki sem bankinn á aðild að. Rísi ágrein- ingur um ákvæði þessarar greinar gagnvart banka- stjórum skal ráðherra skera úr. Með samþykki banka- ráðs setur bankastjórn reglur um þátttöku annarra starfsmanna í stjórnum stofnana og atvinnufyrirtækja utan bankans, sbr. 28. gr. 26. gr. Kjósa skal bankaráð Seðlabanka Íslands að loknum kosningum til Alþingis. Bankaráð skipa sjö fulltrúar kjörnir hlutbundinni kosningu af Alþingi ásamt jafn- mörgum til vara. Eigi má kjósa stjórnendur eða starfsmenn lánastofnana eða annarra fjármálastofn- ana sem eiga viðskipti við bankann til setu í banka- ráði. Umboð bankaráðs gildir þar til nýtt bankaráð hefur verið kjörið. Láti bankaráðsmaður af störfum tekur varamaður sæti hans þar til Alþingi hefur kosið nýjan aðalmann til loka kjörtímabils bankaráðsins. Bankaráð velur formann og varaformann úr eigin röðum. Ráðherra ákveður þóknun bankaráðs sem greidd er af Seðlabankanum. 27. gr. Formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands kallar bankaráð saman til fundar. Ætíð skal þó halda banka- ráðsfund þegar tveir bankaráðsmenn óska þess. Fundur bankaráðs er ályktunarhæfur ef meiri hluti bankaráðs situr fund. Afl atkvæða ræður úrslitum við afgreiðslu mála. Falli atkvæði jafnt ræður atkvæði formanns. Á fundum bankaráðs skal halda gerðabók. Bankastjórar sitja fundi bankaráðs og taka þátt í umræðum. Þeir skulu þó víkja af fundi ef bankaráð ákveður. 28. gr. Bankaráð hefur eftirlit með því að Seðlabanki Íslands starfi í samræmi við lög sem um starfsemina gilda. Bankastjórn skal jafnan upplýsa bankaráð um helstu þætti í stefnu bankans og um reglur sem hann setur. Að öðru leyti skal bankaráð sérstaklega sinna eftir- töldum verkefnum: a. Staðfesta tillögur bankastjórnar um höfuðþætti í stjórnskipulagi bankans. b. Ákveða laun og önnur starfskjör bankastjóra, þ.m.t. rétt til biðlauna og eftirlauna og önnur atriði sem varða fjárhagslega hagsmuni þeirra. c. Hafa umsjón með innri endurskoðun við bankann og ráða aðalendurskoðanda. d. Staðfesta starfsreglur sem bankastjórn setur um undirbúning, rökstuðning og kynningu ákvarðana í peningamálum, sbr. 24. gr. e. Staðfesta reglur sem bankastjórn setur um umboð starfsmanna bankans til þess að skuldbinda bankann, sbr. 23. gr. f. Staðfesta kjarasamninga við starfsmenn bankans, fjalla um reglur um lífeyrissjóð þeirra og stað- festa skipun fulltrúa í stjórn hans þegar svo ber undir. g. Staðfesta tillögu Seðlabankans til forsætisráð- herra um reglur um reikningsskil og ársreikning bankans, sbr. 32. gr. h. Veita forsætisráðherra umsögn um reglugerð um framkvæmd einstakra þátta laga þessara þegar svo ber undir, sbr. 39. gr. i. Staðfesta ársreikning bankans, sbr. 32. gr. j. Staðfesta áætlun um rekstrarkostnað bankans sem bankastjórn leggur fram í upphafi hvers starfsárs. k. Hafa eftirlit með eignum og rekstri bankans og staðfesta ákvarðanir um meiri háttar fjárfestingar. l. Staðfesta reglur sem bankastjórn setur um viður- lög í formi dagsekta, sbr. 37. gr. m. Staðfesta reglur sem bankastjórn setur um heim- ild starfsmanna bankans til setu í stjórnum stofn- ana og atvinnufyrirtækja utan bankans, sbr. 25. gr. 42 PENINGAMÁL 2001/3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.