Peningamál - 01.08.2001, Síða 46

Peningamál - 01.08.2001, Síða 46
PENINGAMÁL 2001/3 45 Hinn 27. mars sl. var umgjörð peningastefnunnar hér á landi breytt á þann veg að í stað markmiðs um að halda gengi innan tiltekinna marka var Seðlabanka Íslands sett verðbólgumarkmið, sem birt var í sam- eiginlegri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Seðla- banka Íslands 27. mars sl. Samkvæmt því skal að því stefnt að verðbólga, mæld sem hækkun vísitölu neysluverðs yfir 12 mánuði, sé því sem næst 2½%. Skilgreind voru þolmörk sem leyfa 1½% frávik til hvorrar áttar frá verðbólgumarkmiðinu árið 2003 og framvegis. Til loka ársins og á næsta ári verða þolmörkin þó rýmri. Á þessu ári má verðbólgan verða allt að 6% og 4½% á því næsta. Fari verð- bólgan út fyrir þolmörkin skal Seðlabankinn, eins og kveðið er á um í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og bankans, senda ríkisstjórninni greinargerð um ástæð- ur þess að verðbólgan fór út fyrir mörkin, hvernig bankinn hyggst bregðast við og hve langan tíma hann telur að það muni taka að ná verðbólgunni inn fyrir mörkin að nýju. Greinargerðin skal gerð opinber. Jafnframt er í yfirlýsingunni ákvæði um að bankinn skuli leitast við að ná verðbólgunni svo fljótt sem auðið er inn fyrir þolmörkin. Miðvikudaginn 13. júní sl. birti Hagstofa Íslands vísitölu neysluverðs fyrir júnímánuð. Hafði hún hækkað um 1,5% frá fyrra mánuði og samtals um 6,8% á tólf mánuðum. Með hækkun vísitölu neyslu- verðs í júní voru þolmörkin því rofin. Eftirfarandi greinargerð var samin með hliðsjón af framansögðu. Fyrst er fjallað um aðdraganda þess að umgjörð stefnunnar í peningamálum var breytt 27. mars sl. Þá er fjallað um verðlagsþróunina að undanförnu og meginástæður þess að verðbólga fór út fyrir þolmörkin. Því næst er fjallað um launa- þróun, en hækkun launa langt umfram vöxt fram- leiðni hefur á undanförnum misserum átt veiga- mikinn þátt í vaxandi verðbólgu. Hækkun launa, ofþensla, óhóflegur viðskiptahalli og ytri áföll eru helstu skýringar gengislækkunar krónunnar á undan- förnu ári. Fjallað er um gengisþróun í sérstökum kafla greinargerðarinnar. Þá gerir bankinn grein fyrir verðbólguhorfum í ljósi síðustu verðbólguspár bank- ans og framvindunnar síðan hún var birt. Ekki verður þó birt ný verðbólguspá fyrr en í byrjun ágúst. Hins vegar er gerð grein fyrir því hvenær bankinn telur líklegt að verðbólga komist inn fyrir þolmörk að nýju. Að lokum er fjallað um stefnuna í peninga- málum og aðrar hugsanlegar aðgerðir til að bregðast við þeirri stöðu sem nú er upp komin. Seðlabanki Íslands mun næst gera ítarlega grein fyrir mati sínu á stöðu og horfum í efnahags- og peningamálum og birta verðbólguspá í ágústhefti árs- fjórðungsrits síns, Peningamála, og síðan ársfjórð- ungslega þar eftir. Það er því skilningur bankans að ný greinargerð af þessu tagi sé ekki nauðsynleg nema verðbólga fari aftur út fyrir þolmörk eftir að hafa verið innan þeirra. Meginniðurstöður greinargerðarinnar eru eftir- farandi: 1. Forsenda þess að markmið um 2½% verðbólgu á árinu 2003 náist er að komið verði í veg fyrir víxlhækkanir verðlags, launa og erlends gjald- eyris. Komi ekki til breytinga á núgildandi kjara- samningum eru því enn horfur á að verðbólga verði nálægt 2½% um mitt ár 2003, jafnvel þótt gengi krónunnar hækki ekki frá því sem nú er. Þar sem raungengi krónunnar er nú mjög lágt eru góðar líkur á að gengi krónunnar geti hækkað þegar verðbólguvæntingar hjaðna. 2. Mánaðarlegar hækkanir vísitölu neysluverðs hafa líklega náð hámarki komi ekki til frekari lækk- unar á gengi krónunnar. Tólf mánaða hækkanir munu hins vegar halda áfram að aukast, a.m.k. Greinargerð til ríkisstjórnarinnar vegna verðbólgumarkmiðs Send ríkisstjórn 20. júní og birt 22. júní 2001.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.