Peningamál - 01.08.2001, Síða 48

Peningamál - 01.08.2001, Síða 48
PENINGAMÁL 2001/3 47 hefur að vísu samningsbundinn aðgang að skamm- tímalánum sem nema tugum milljarða króna, en það hefði verið túlkað sem veikleikamerki, jafnt innan- lands sem á alþjóðavettvangi, að láta hreina gjald- eyrisstöðu verða neikvæða. Því virtist stefna í að ekki yrði hægt að verja vikmörkin nema með óhóflegum tilkostnaði. Sjómannaverkfall og niðurskurður afla- heimilda sem síðar kom til hefðu gert það nánast útilokað. Hefði tilraun til slíks ekki borið árangur hefði verið hætta á mjög öfgakenndum viðbrögðum á gjaldeyrismarkaði, líkt og fjölmörg dæmi eru um í öðrum löndum á undanförnum árum. Gengi krón- unnar hefði þá líklega fallið mun meira en nú er orðið og það án þess að önnur traust umgjörð um peningastefnuna hefði verið til staðar. Af framansögðu má vera ljóst að ekki er hægt að kenna breyttri umgjörð peningastefnunnar um að gengi krónunnar hefur fallið svo sem raun ber vitni. Gengislækkunin sem fylgdi í kjölfarið er fyrst og fremst afleiðing ójafnvægis sem myndast hafði í þjóðarbúskapnum á undanförnum árum. Seðlabank- inn gerði sér grein fyrir að hætta væri á að uppsöfn- uð spenna í þjóðarbúskapnum leystist úr læðingi við þessar breytingar og að bankinn myndi ekki geta haft veruleg áhrif á þá þróun til skamms tíma. Þess vegna voru þolmörkin ákveðin tiltölulega há í byrjun, þó ekki svo há að þau yrðu til þess að veikja aðhald peningastefnunnar til skamms tíma. Verðlagsþróun að undanförnu Verðbólga hefur aukist hratt sl. þrjá mánuði og má að mestu rekja það til lækkunar á gengi krónunnar. Breytingar á verði olíu og bensíns á heimsmarkaði og hækkun á verði þjónustu á almennum markaði hafa einnig haft nokkur áhrif, en hvað þjónustuna áhrærir gætir sennilega bæði gengislækkunar og umtals- verðra launahækkana. Húsnæði hefur lagt minna til hækkunar vísitölunnar á undanförnum mánuðum og í júní urðu þau umskipti að markaðsverð á húsnæði lækkaði. Tafla 1 sýnir skýrt þau umskipti sem hafa orðið á sl. einu ári varðandi undirþætti verðlagsþróunarinnar. Í meginatriðum felast þau í tvennu. Í fyrsta lagi skýra verðhækkanir á innfluttum vörum án bensíns nú rúman þriðjung af hækkun vísitölu neysluverðs undanfarið ár og heldur meira ef litið er á hækkun verðlags frá áramótum. Á sama tíma í fyrra var fram- lag þessa liðar neikvætt, þ.e.a.s. lækkun á verði inn- fluttrar vöru án bensíns vó á móti áhrifum liða sem hækkuðu. Í öðru lagi vegur hækkun á húsnæðis- kostnaði mun minna nú en í fyrra. Fyrir ári skýrði húsnæðisliðurinn allt að helmingi af hækkun vísitölu neysluverðs en nú er framlag þessa liðar til verð- bólgunnar u.þ.b. 10%. Gengislækkun krónunnar hefur sem fyrr segir átt stærstan hlut í aukinni verðbólgu á síðustu mánuð- um. Innfluttar vörur alls hafa hækkað í verði um 8,5% undanfarna tólf mánuði og um 8% frá áramót- um. Þessar verðhækkanir hafa leitt til 3% og 2,8% hækkunar vísitölu neysluverðs, sem er tæpur helm- ingur hækkunar hennar undanfarna tólf mánuði og tæplega 2/3 hlutar hækkunarinnar frá áramótum. Þær innfluttu vörutegundir sem hækkað hafa hvað mest eru mat- og drykkjarvörur, nýir bílar og varahlutir og bensín. Þessir liðir hafa hækkað um 8-15% frá ára- mótum og 11-12% undanfarna tólf mánuði. Verð- hækkanir á mat- og drykkjarvörum og bílum og varahlutum má að mestu rekja til gengislækkunar. Af þessum þremur liðum hefur bensín hækkað mest, en því veldur bæði gengislækkun og hækkun eldsneytis- verðs á heimsmarkaði á fyrri hluta ársins. Framvirkt bensínverð á heimsmarkaði bendir til lækkunar ben- sínverðs á seinni helmingi ársins í átt til þess sem það var í ársbyrjun. Það ætti að leiða til lækkunar bensín- verðs hér á landi um 6-7 krónur á lítra til ársloka haldist gengi gagnvart Bandaríkjadal óbreytt. Verð þjónustu á almennum markaði hefur hækkað nokkuð ört sl. ár. Í júní hafði almenn þjón- usta hækkað um 7,8% á tólf mánuðum og skýrir sú Tafla 1. Hlutfallslegt framlag (%) undirliða til hækkunar vísitölu neysluverðs Hækkun 12 mán. hækkun frá áramótum Júní Júní Júní Júní Allar tölur eru í % 2001 2000 2001 2000 Innlendar vörur....................... 17,4 14,7 17,8 12,0 Innfluttar vörur án bensíns..... 34,9 -0,6 41,2 -11,0 Bensín..................................... 8,7 16,9 15,3 19,8 Húsnæði ................................. 12,8 37,8 9,8 49,1 Opinber þjónusta .................... 3,2 12,5 0,0 1,9 Önnur þjónusta....................... 23,0 18,7 15,9 28,2 Samtals ................................... 100,0 100,0 100,0 100,0 Hækkun vísitölunnar .............. 6,8 5,5 5,0 1,8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.