Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 3

Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 3
opinberir sjóðir áformi erlendar lántökur í ár umfram afborganir sem eru ríflega það sem þarf til að fjár- magna áætlaðan viðskiptahalla ársins og útstreymi vegna beinnar fjárfestingar og verðbréfafjárfestingar. Þetta byggist á þeirri forsendu að lífeyrissjóðir og aðrir fari sér hægt í slíkri fjárfestingu á næstunni. Fjármögnun áætlaðs viðskiptahalla á þessu ári virðist því að óbreyttu vera borgið hvort sem kemur til sérstakrar erlendrar lántöku ríkissjóðs eða ekki. Til lengri tíma litið ræðst gengisþróunin af því hvernig til tekst að ná niður verðbólgu og innlendum kostnaðarhækkunum. Samningur Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins frá 13. desember sl. um frestun á endurskoðun kjarasamninga vegna verðlagsákvæða þar til í maí var jákvætt skref til að draga úr óvissu í launa- og verðlagsmálum og styrkja þannig forsendur fyrir hærra gengi. Það dró úr líkum á víxlhækkun launa, erlends gjaldeyris og verðlags, sem hefur verið ein mesta ógnunin við að verðbólgumarkmið næðist á næstu misserum. Að- gerðir margra til að reyna að tryggja að verðlagsvið- miðun samnings ASÍ og Samtaka atvinnulífsins náist í maí, þrátt fyrir mikla hækkun vísitölu neysluverðs í byrjun janúar, geta stuðlað að lægra verðlagi um hríð og/eða flýtt fyrir áhrifum hærra gengis. Þær hafa hins vegar ekki umtalsverð áhrif á verðbólgu til lengri tíma litið, en hún ræðst af aðhaldi peningastefnunnar í samspili við eftirspurn í þjóðarbúskapnum. Samkvæmt verðbólguspánni sem birt er í þessu hefti Peningamála hafa horfur um verðbólgu á þessu ári batnað frá því í nóvember og er nú spáð 3% verðbólgu yfir árið í stað rúmlega 4% þá. Ástæðan er styrking gengisins annars vegar og horfur um verð- lækkun í alþjóðaviðskiptum hins vegar. Á móti kemur meira launaskrið á síðasta ári og væntanlegar kostnaðarhækkanir vegna samnings ASÍ og Samtaka atvinnulífsins í desember. Samkvæmt spánni eru líkur á að verðlagsviðmiðun kjarasamninga í maí náist ekki. Frávikið verður þó lítið og markmiðið gæti náðst ef gengi krónunnar styrkist frekar og/eða átak til lækkunar verðlags skilar marktækum árangri. Horfur um verðbólgu á næsta ári hafa hins vegar að óbreyttum forsendum versnað nokkuð. Stafar það m.a. af því að spár gera ráð fyrir að verðlag í alþjóða- viðskiptum hækki umtalsvert á ný þegar heims- búskapurinn réttir úr kútnum og að launakostnaður mun hækka nokkru meira en áður var talið. Verð- bólga verður í kringum 3% út spátímabilið og mark- mið um 2½% verðbólgu 2003 næst því ekki að óbreyttu. Þá er það einnig umhugsunarefni varðandi verðlagshorfur á þessu og næsta ári að líkön sem byggjast á langtímasamböndum verðlags við kostn- aðarþætti og taka tillit til þróunar framleiðsluspennu benda til að verðbólguhjöðnunin gæti gengið hægar fyrir sig en hér er reiknað með. Eins og nú horfir virðist því sem frekari hækkun gengis eða meiri framleiðsluslaka á næstu misserum en nú er fyrir- séður þurfi til að ná markmiði um 2½% verðbólgu á næsta ári. Seðlabanki Íslands telur í ljósi aðstæðna ekki til- efni til að lækka vexti að sinni. Verðbólga hefur verið mikil að undanförnu. Mikilvægt er að grafa ekki undan gengi krónunnar til að tryggja framgang verð- lagsmarkmiðs kjarasamninga og verðbólgumarkmiðs Seðlabankans. Útlit er fyrir að hagvöxtur hafi verið meiri á síðasta ári en áður var talið og horfur eru á að landsframleiðsla dragist minna saman í ár en spáð var í desember sl. Framleiðsluspenna mun því slakna hægar en áður var talið. Þá bendir verðbólguspá til að aðhaldsstig peningastefnunnar megi ekki slakna um of á næstunni. Forsendur gætu hins vegar breyst tiltölulega hratt. Þar mun þróun gengis og verðlags á næstu vikum og mánuðum hafa mikið að segja. 2 PENINGAMÁL 2002/1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.