Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 5

Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 5
4 PENINGAMÁL 2002/1 því ytra ójafnvægi sem gróf um sig í þjóðarbúinu á árunum 1998-2000. Munurinn á verðbólgu á Íslandi og í helstu viðskiptalöndum jókst eins og nærri má geta. Í helstu viðskiptalöndum Íslands minnkaði verðbólga að meðaltali úr 2,7% í júní 2001 í 1,8% í desember sl. Á EES-svæðinu var meðalverðbólga 2% í desember sl. miðað við tólf mánaða hækkun sam- ræmdrar vísitölu neysluverðs á EES-svæðinu. Á Íslandi hafði samræmda vísitalan hækkað um 9,1% í desember og hafði 12 mánaða hækkun hennar verið meiri en 8% frá því í ágúst sl. Meginástæða þess að samræmda vísitalan sýnir nú meiri verðbólgu en vísi- tala neysluverðs er að með ólíkum hætti er farið með húsnæðiskostnað í vísitölunum. Hækkun vísitölu neysluverðs á liðnum ársfjórðungi varð ívið meiri en Seðlabankinn spáði í nóvember Seðlabankinn spáði því í nóvember sl. að vísitala neysluverðs yrði 8,1% hærri að meðaltali á 4. árs- fjórðungi 2001 en á 4. ársfjórðungi 2000. Raunin varð 8,5%. Spáskekkjan var því 0,4% sem er innan tölfræðilegra skekkjumarka. Bankinn spáði því einnig á sama tíma að hækkun vísitölu neysluverðs yfir árið 2001 yrði 8,5%. Raunin varð 9,4%, eins og fram er komið. Mikil hækkun vísitölu neysluverðs í byrjun janúar, um samtals 0,9%, á stóran þátt í þessu fráviki. Hækkunin í janúar var mun meiri en þeir sem opinberlega spá mánaðarlegum hækkunum vísitölu neysluverðs höfðu reiknað með. Að meðaltali höfðu þeir spáð 0,3% hækkun. Að hluta til skýrist frávikið af óvæntum hækkunum á grænmæti og ávöxtum vegna slæms tíðarfars í Evrópu (0,2% hækkun vísi- tölu) og meiri áhrifum opinberra hækkana en margir virðast hafa reiknað með. Spáskekkjan er mun meiri og umfram skekkju- mörk ef miðað er við verðbólguspá Seðlabankans í janúarmánuði sl. árs, en þá spáði bankinn 4,6% verðbólgu innan ársins 2001, eða u.þ.b. helmingi Í Peningamálum 2001/1 var samantekt á skekkjum í verðbólguspám Seðlabanka Íslands og annarra sem spá fyrir um verðbólgu hér á landi. Skekkjurnar hafa nú verið metnar á ný. Mikilvægt er fyrir Seðlabankann að fylgjast með skekkjum í verðbólguspám sínum enda eru verðbólguspár orðnar einn af mikilvægustu þáttum í starfsemi bankans eftir að peningastefnunni var breytt á síðasta ári. Ásamt annarri greiningu á efnahagslífi gegna spárnar lykilhlutverki við ákvarðanir banka- stjórnar í peningamálum. Hér á eftir fer mat og saman- burður á árs- og ársfjórðungsspám Seðlabankans og sambærilegum spám annarra. Við mat á verðbólguspám er horft á meðalskekkju (bjögun) og staðalfrávik spáskekkju. Meðalskekkja sýnir meðalfrávik spánna frá eiginlegri verðbólgu og þar með hvort verðbólgu hefur kerfisbundið verið of- eða vanspáð. Staðalfrávikið er mælikvarði á hversu langt spágildið er frá réttu gildi að meðaltali. Í töflu 1 er birt yfirlit yfir ársspár Seðlabankans og annarra aðila og eiginlega verðbólgu áranna 1994- 2001. Að jafnaði er miðað við spár sem birtar voru sem næst ársbyrjun viðkomandi árs og í flestum tilfellum eftir að vísitala neysluverðs fyrir janúar hafði verið birt. Miðað er við breytingu vísitölu neysluverðs milli ársmeðaltala. Til og með 1998 var tilhneiging til þess að ofspá verðbólgu en hún snerist við á seinni hluta tímabilsins þegar allir spáðu minni verðbólgu á árunum 1999 og 2001. Spár fyrir 2000 voru í takti við endanlega verðbólgu á árinu. Til síðasta árs höfðu árs- spár Seðlabankans bæði lægsta staðalfrávikið og minnstu skekkjuna en eftir stórt frávik á síðasta ári eru spár Þjóðhagsstofnunar með lægsta staðalfrávikið en tölugildi skekkjunnar er u.þ.b. það sama hjá öllum. Yfir allt tímabilið er staðalfrávik í ársspám Seðlabank- ans 1,1%, 0,9% hjá Þjóðhagsstofnun og 1,4% hjá Ráð- gjöf og efnahagsspám. Meðalskekkja Seðlabankans er -0,2%, 0,1% hjá Þjóðhagsstofnun og -0,1% hjá Ráð- gjöf og efnahagsspám. Hjá Íslandsbanka voru aðeins þrjár ársspár og því hæpið að draga ályktanir af því. Aðrir birtu enn færri spár. Tafla 2 sýnir samanburð á ársfjórðungsspám Seðla- bankans og Ráðgjafar og efnahagsspáa. Íslandsbanki var með í þessum samanburði fyrir ári en hefur ekki birt ársfjórðungsspár um tíma og er því sleppt nú. Aðrir hafa ekki birt ársfjórðungsspár svo vitað sé. Hér er borið saman tímabilið frá 1995 til 2001 þar sem litið er á mislöng tímabil, en spár frá Ráðgjöf og efnahags- spám ná ekki lengra aftur. Ráðgjöf og efnahagsspár Rammi 1 Spáskekkjur í verðbólguspám Seðlabanka Íslands og annarra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.