Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 6

Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 6
PENINGAMÁL 2002/1 5 birta ekki ársfjórðungsspá heldur mánaðarleg gildi sem eru umreiknuð yfir í ársfjórðungsspá. Á fyrri hluta tímabilsins ofspáði Ráðgjöf og efnahagsspár verð- bólgu að meðaltali, eða um 0,26% á árunum 1995- 2000 en vanspáðu verðbólgu um 0,05% á árunum 1999-2001. Síðasta ár er það eina frá því 1995 sem Ráðgjöf og efnahagspár hafa vanspáð verðbólgu einn ársfjórðung fram í tímann eða að meðaltali um 0,4% sem dreifist nokkuð jafnt yfir árið. Á meginhluta tíma- bilsins var meðalskekkjan í spám Seðlabankans mun minni eða 0,06% á árunum 1995-2000 en -0,11% á árunum 1999-2001. Seðlabankinn vanspáði einnig verðbólgu einn ársfjórðung fram í tímann á síðasta ári, eða um 0,3% að meðaltali sem er þó heldur minni skekkja en hjá Ráðgjöf og efnahagsspám. Þar munar mest um 1% vanspá á öðrum ársfjórðungi þegar vísi- tala neysluverðs hækkaði um 3,5% á milli ársfjórðun- ga. Meðalskekkja hinna þriggja ársfjórðunganna var ásættanleg eða um 0,1% vanspá. Staðalfrávik í spám frá Ráðgjöf og efnahagsspám er heldur hærra en staðalfrávik í spám frá Seðlabankanum sé litið yfir allt tímabilið, þótt ekki muni þar miklu. Á seinni hluta tímabilsins þ.e. á árunum 1999-2001 er þó staðalfrávik í spám frá Ráðgjöf og efnahagsspám 0,41% sem er lægra en 0,53% hjá Seðlabankanum á sama tímabili. Að síðustu voru spár Seðlabankans fjóra ársfjórð- unga fram í tímann skoðaðar. Gögnin ná yfir tímabilið 1998:1-2001:4, þó með þeim undantekningum að spár sem ná til fyrri tveggja ársfjórðunga áranna 1999 og 2000 eru ekki til þar sem spár fjóra ársfjórðunga fram í tímann voru ekki birtar fyrir þessa ársfjórðunga. Mælingarnar eru því tólf, meðalskekkja er -0,6% og staðalfrávik 1,9%. Hér munar miklu um spá sem gerð var í janúar 2001 fjóra ársfjórðunga fram í tímann en hún var fyrir utan 90% öryggisbil spárinnar. Sé þessari spá sleppt er meðalskekkja -0,3% og staðalfrávik 1,6%. Ef verðbólguspá sem birt er nú gengur eftir eða verður of lág, þá mun spá sem nær fjóra ársfjórðunga fram í tímann til fyrsta fjórðungs þessa árs einnig vera fyrir utan 90% öryggisbil. Helsta ástæða þess að spá- skekkjur stækkuðu á síðasta ári er sú að í forsendum spánna er jafnan gert ráð fyrir óbreyttu gengi krón- unnar út spátímabilið. Á síðasta ári lækkaði gengi krónunnar um tæp 15% yfir árið. Samkvæmt rann- sóknum um áhrif gengis á verðlag, hækkar verðlag til langs tíma um 0,4%, að óbreyttum launum, þegar gengi lækkar varanlega um 1%. Verði ofangreind gengislækkun varanleg ætti hún því að öllu öðru óbreyttu að valda tæplega 6% hækkun verðlags til lengri tíma litið. Ársspár Seðlabanka Íslands og annarra 1994-20011 % 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 Seðlabanki Íslands ........................... 1,4 2,5 2,4 2,1 2,6 1,9 5,0 4,3 Þjóðhagsstofnun ............................... 2,5 2,5 2,5 2,5 2,7 2,5 3,9 5,8 Ráðgjöf og efnhagsspár ................... 1,3 3,0 2,9 2,3 3,2 2,3 5,0 3,7 Íslandsbanki hf.2 ............................... . . . . . 1,7 4,9 4,4 Landsbanki Íslands hf....................... . . . . . . . 3,5 Kaupþing hf. ..................................... . . . . . . . 3,6 Verðbólga tímabilsins ...................... 1,5 1,7 2,3 1,8 1,7 3,4 5,0 6,7 1. Breytingar milli ársmeðaltala í vísitölu neysluverðs. Notaðar eru spár sem gerðar eru sem næst áramótum hvers árs. 2. Notaðar eru spár FBA fyrir sameiningu Íslandsbanka og FBA nema hvað ársspá ársins 1999 er frá Íslandsbanka. Samanburður á ársfjórðungsspám % Staðalfrávik Meðalskekkja Seðlabanki Íslands 1995:1-2001:4 ................... 0,44 0,00 1995:1-2000:4 ................... 0,42 0,06 1999:1-2001:4 ................... 0,53 -0,11 Ráðgjöf og efnhagsspár 1995:1-2001:4 ................... 0,45 0,16 1995:1-2000:4 ................... 0,45 0,26 1999:1-2001:4 ................... 0,41 -0,05
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.