Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 18

Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 18
fyrir tilstilli nafngengishækkunar krónunnar eða vegna meiri verðbólgu en í viðskiptalöndunum. Verðtryggð innlend verðbréf verða álitlegur fjárfest- ingarkostur hvort sem aðlögun raungengis að lang- tímajafnvægi verður í formi nafngengishækkunar eða verðbólgu. Kraftur hefur verið í útflutningsframleiðslu og ýmsum öðrum rekstri en velta í innanlandsgreinum er byrjuð að dragast saman Aflabrögð á seinasta ári voru allgóð og má ætla að útflutningsverðmæti hafi verið um 120 ma.kr. sem er um 27% aukning frá árinu áður. Vöxturinn skýrist að stórum hluta af u.þ.b. 20% hækkun á útflutnings- vegnu verði erlendra gjaldmiðla en nokkur verð- hækkun varð einnig á erlendum mörkuðum, nýting afurða batnaði og virðisauki framleiðslunnar jókst. Ætla má að útflutningur sjávarafurða hafi aukist um 2% að magni. Þar áttu landfrystar afurðir (fryst síld), síldarsöltun, mjöl og lýsi stærstan hlut að máli. Horfur á þessu ári eru allgóðar þrátt fyrir nokkurn samdrátt í þorskveiðiheimildum á yfirstandandi fiskveiðiári (1. september 2001 til 31. ágúst 2002) sem fer að segja til sín á almanaksárinu. Markaðsástand er gott fyrir nær allar afurðir. Verð er fremur hátt og engin merki um að það sé að breytast. Loðnukvóti og aflaheimildir í botnfiski hafa nýlega verið auknar. Það gæti þýtt 8 til 10 ma.kr. aukningu útflutningsverðmætis. Framleiðsla á áli jókst umtalsvert á liðnu ári, líklega á bilinu 15% til 17%. Á þessu ári er fyrirsjáanlegt að álframleiðslan aukist um 7% vegna stækkunar hjá Norðuráli. Verð lækkaði hins vegar og var nýlega u.þ.b. 5% lægra en meðalverð seinasta árs. Líkur eru taldar á að álverð muni hækka undir lok þessa árs. Breytingar veltu afar mismunandi eftir atvinnu- greinum Mjög skiptir í tvö horn varðandi vöxt veltu á sl. ári. Annars vegar jókst velta verulega í útflutningsgrein- um og samkeppnisgreinum en stöðnun eða samdráttur blasir við í flestum innanlandsgreinum (heildsala, smásala, þjónustustarfsemi, veitinga- og gistihús, byggingariðnaður). Nokkrar atvinnugreinar skera sig úr þegar litið er til veltuaukningar á fyrstu 10 mán- uðum seinasta árs. Í mat- og drykkjarvöruiðnaði jókst raunveltan um tæp 11%, en þessi iðnaður vegur 13,5% heildarveltu. Mest jókst velta í samgöngum og ferðaskrifstofurekstri, eða um 27% að raungildi. Tölu- verð raunaukning átti sér stað í byggingastarfsemi, en mjög dró úr þeim vexti undir lok ársins. Á hinn bóginn var um 26% raunsamdráttur í bílasölu og velta í annarri heildsölu jókst aðeins um 4,5% að raungildi. Lítill vöxtur var í smásölu, aðeins 1% að raungildi og velta allra innanlandsgreina jókst um 2%. Samdráttur og stöðnun í innanlandsveltu kemur skýrar fram ef bornar eru saman veltutölur septem- ber-október 2000 og 2001. Milli þessara tímabila dróst smásöluverslun saman um 0,6%, heildsala um 3,5% og raunaukning í byggingariðnaði var aðeins 2%. Velta innanlandsgreina í heild stóð í stað á milli þessara tímabila. Heildarveltan jókst eigi að síður um 7,2% sem skýrist að langmestu leyti af 34% vexti veltu í útflutningsgreinum og nokkrum samkeppnis- greinum, t.d. mat- og drykkjarvöruiðnaði. Þess ber að gæta að vöxturinn sem mælist í þessum greinum skýrist að verulegu leyti af því að við raunvirðingu er stuðst við neysluverðsvísitölu, en ekki tekið tillit til gengisbreytinga sem hafa hækkað krónutölu tekna fyrirtækja í útflutningi og samkeppnisgreinum. Afkoma fyrirtækja á hlutabréfamarkaði hefur batnað Að jafnaði var afkoma og rekstrarniðurstaða atvinnu- fyrirtækja á hlutabréfamarkaði góð á seinasta ári og reyndar mun betri en útlit og spár bentu til lengst af. Reksturinn batnaði mjög eftir því sem leið á árið. Verulegur munur er þó á milli afkomu einstakra atvinnugreina og ljóst er að sumar atvinnugreinar hafa átt í verulegum erfiðleikum á undanförnum misserum. Mikilvægir þættir í rekstrarumhverfi fyrirtækja settu mjög mark sitt á afkomuna. Meðalgengi PENINGAMÁL 2002/1 17 Velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum 2000-2001 Heimildir: Þjóðhagsstofnun, Seðlabanki Íslands. Iðn. án fiskiðn. & stóriðju Smá- sölu- verslun Heild- sala án eldsneyt. Þjónusta, hótel, veit.rekstur Bygg. & mannv.- gerð Innan- lands- greinar Heildar- velta 0 2 4 6 8 10 12 14 -2 -4 % Jan. - október 2000 Jan. - október 2001 Mynd 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.