Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 19

Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 19
erlendra gjaldmiðla var tæplega fimmtungi hærra en árið 2000. Olli þetta því að bókfært gengistap af erlendum lánum hækkaði, sem leiddi til verulegs rekstrartaps eftir skatta lengst af árinu. Styrking krónunnar undir árslok 2001 dró þó úr gengistapinu. Á hinn bóginn jukust mjög krónutekjur útflutnings- fyrirtækja. Kemur það glöggt fram í aukinni fram- legð flestra skráðra fyrirtækja. Vextir á krónulánum hafa að vísu verið háir undanfarin misseri en ekki íþyngt verulega fyrirtækjum á hlutabréfamarkaði, þar sem lán þeirra eru að langmestu leyti í erlendum gjaldmiðlum. Launahækkanir voru verulegar á árinu, að jafnaði 8%-10%. Þá lækkaði eldsneytisverð veru- lega á síðari hluta liðins árs og að meðaltali var elds- neytisverð 15% lægra en árið á undan. Lækkun tekjuskattshlutfalls úr 30% í 18% frá sl. áramótum mun hafa áhrif á rekstrarniðurstöðu síðasta árs hjá mörgum fyrirtækjum í formi tekjufærslu vegna lækk- unar á tekjuskattsskuldbindingum í efnahags- reikningi. Velta skráðra fyrirtækja jókst verulega á milli ára. Það má rekja til endurskipulagningar, vöruþróunar og aukins virðisauka, en einnig uppkaupa og sam- runa við önnur fyrirtæki innanlands og utan. Áætlað er að velta skráðra fyrirtækja hafi aukist um fjórðung á seinasta ári og um 8%-10% að raungildi, staðvirt með gengi og vísitölu neysluverðs. Samkvæmt áætlunum fjármálafyrirtækja, miðað við úrtak 31 atvinnufyrirtækis á Verðbréfaþingi Íslands um afkomu á sl. ári, jókst framlegð sem hlut- fall af veltu umtalsvert milli ára, úr 8,4% árið 2000 í 10,2% á liðnu ári. Þá er áætlað að hagnaður eftir skatta hafi rúmlega þrefaldast, og sem hlutfall af veltu farið úr 0,5% árið 2000 í 1,3% 2001. Mest voru umskiptin hjá sjávarútvegsfyrirtækjum. Í þeim jókst hlutfallsleg framlegð úr 17,5% árið 2000 í 27% á liðnu ári og hagnaður eftir skatta sem hlutfall af veltu úr -8% í 0,8%. Einnig varð verulegur rekstrarbati hjá iðnaðar- og lyfjafyrirtækjum og hjá olíufyrir- tækjunum. Í rekstrarspám fyrir yfirstandandi ár er gert ráð fyrir að heldur hægi á vexti veltu hjá skráðum fyrir- tækjum. Búist er við 17% aukningu á milli ára, samanborið við 25% vöxt árið áður. Búist er við að framlegð verði áfram mikil í flestum greinum, að hlutfall hennar af veltu verði óbreytt hjá sjávar- útvegsfyrirtækjum og aukist hjá fyrirtækjum í iðnaði, lyfjaframleiðslu og samgöngum. Í heild er spáð að framlegðarhlutfallið verði u.þ.b. 12%, samanborið við 10% á sl. ári. Þá er áætlað að fjármagnskostnaður muni lækka mjög vegna minna gengistaps á erlend- um lánum. Gert er ráð fyrir að hagnaður eftir skatta verði þrefalt meiri en á sl. ári. Er þá tekið tillit til áhrifa lækkunar tekjuskattsprósentu sem talin er valda um fimmtungi af hagnaðaraukningunni eftir skatta. 18 PENINGAMÁL 2002/1 Tafla 5 Afkomutölur helstu fyrirtækja á hlutabréfamarkaði 2000-20021 Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði og hagnaður eftir skatta sem hlutfall af veltu HAF/velta2,3 HES/velta2,4 Áætlun Spá Áætlun Spá % 2000 2001 2002 2000 2001 2002 Sjávarútvegsfyrirtæki (8) ..................... 17,5 27,0 26,8 -8,0 0,8 7,7 Iðnaður og framleiðsla (7) ................... 15,5 17,7 20,6 6,6 9,8 9,9 Olíudreifing (3) .................................... 7,3 10,0 8,7 0,8 3,5 3,0 Samgöngur (2)...................................... 3,4 2,6 7,6 -0,8 -5,3 -2,7 Upplýsingatækni (6)............................. 22,0 18,8 25,1 6,4 -2,3 6,7 Verslun og þjónusta (2) ........................ 6,3 5,9 5,6 2,6 2,6 4,5 Verktakar (1)......................................... 8,2 11,2 10,0 2,1 0,5 1,0 Útflutningsfyrirtæki (2) ........................ 2,2 3,3 3,3 -0,8 1,0 1,2 Samtals ................................................. 8,4 10,2 11,6 0,5 1,3 3,8 1. Tölur í svigum tákna fjölda fyrirtækja. 2. Paraður samanburður, byggður á meðaltali áætlana fjármálafyrirtækja um afkomu 2001 og spám fyrir 2002. 3. HAF=hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði. 4. HES=hagnaður eftir skatta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.