Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 26

Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 26
PENINGAMÁL 2002/1 25 lausu fé, t.d. krónum. Þannig getur aðili sem vantar krónur en hefur fullnýtt lánasvigrúm sitt hjá öðrum gert slíkan samning, enda er áhættan í þessum samn- ingum allt önnur og minni en á beinum lánum á krónumarkaði þar eð báðir aðilar hafa óbeint veð í öðrum gjaldmiðli. Áhættan er því einungis verð- breytingaráhættan, höfuðstólnum er ekki hætt. Við- skipti fyrstu tvo mánuðina á hinum nýja markaði námu 29 ma.kr. miðað við stundargengi samninga. Þar af námu viðskipti Seðlabankans fjórum ma.kr. Mynd 2 sýnir viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyrisskiptasamninga fyrstu tvo mánuðina sem hann var starfræktur. ... og breyttar aðferðir draga úr sveiflum Á undanförnum mánuðum hefur Seðlabankinn átt viðskipti við viðskiptavaka á gjaldeyrismarkaði með svokölluðum inngripum, þ.e. bankinn hefur hringt í alla viðskiptavaka, því sem næst samtímis, beðið um verðtilboð og átt viðskipti. Bankinn hefur gripið inn í markaðinn þegar hann hefur talið að ekki væru forsendur fyrir framvindunni á markaði hverju sinni eða til þess að koma í veg fyrir svokallaða spíral- myndun þegar svo virtist að hún væri yfirvofandi eða hafin. Við inngripin urðu stundum snöggar breyt- ingar á gengi krónunnar. Ástæða þótti til að kanna hvort aðrar leiðir gætu hentað betur í vissum til- vikum, t.d. þegar markaður er mjög kvikur eða sérstök viðskipti eru yfirvofandi. Það varð því úr að Seðlabankinn bauð viðskiptavökum á gjaldeyris- markaði upp á bein viðskipti þegar sérstök eða óvenjuleg viðskipti eru annars vegar sem síðan væru tilkynnt út á markaðinn. Seðlabankinn metur hverja beiðni fyrir sig út frá nokkrum forsendum, m.a. aðstæðum á markaði, fjárhæð viðskipta og eðli viðskiptanna sem að baki liggja. Á grundvelli þessara breyttu hátta urðu tvenn viðskipti snemma í desember. Annars vegar átti bankinn viðskipti við einn viðskiptavaka að fjárhæð u.þ.b. 1 ma.kr. og hins vegar átti bankinn fjögurra ma.kr. viðskipti við Búnaðarbanka Íslands hf. í tengslum við samruna hans og Gildingar hf. Í þeim viðskiptum var þörf á gjaldeyri vegna mismunar á gjaldeyrisbundnum eignum og skuldum sem gerðu það að verkum að eftir samrunann hefði Búnaðarbankinn ekki uppfyllt kröfur um gjaldeyrisjöfnuð. Í tengslum við þessi viðskipti gerði Seðlabankinn fjóra gjaldeyrisskipta- samninga við Búnaðarbankann, hvern að fjárhæð u.þ.b. 1 ma.kr., sem renna út á mánaðarfresti frá viðskiptunum. Lausafjárskortur ætti ekki að vera vandamál ... Lausafjárskortur virðist vera fremur stofnanabundinn því að sumar lánastofnanir hafa rúma lausafjárstöðu og hafa getað nýtt sér hana í hagnaðarskyni um nokkurt skeið. Hinar virðast ekki hafa gripið til allra tiltækra ráðstafana til þess að lina lausafjárþrenging- ar. Seðlabankinn hefur ekki séð ástæðu til þess að grípa til neinna ráðstafana þótt biðlað hafi verið til hans. Markaðurinn með gjaldeyrisskiptasamninga hefur létt þessum stofnunum nokkuð lífið að undan- förnu því að með honum gefst þeim sem hafa virkar lánalínur í erlendum gjaldeyri tækifæri til að skipta á gjaldeyri og íslenskum krónum um tíma. Kjörin á þessum markaði taka mið af kjörunum á millibanka- markaði með krónur og því eru vaxtaupplýsingar til lengri tíma en viku orðnar mun marktækari en áður. Vísbendingarnar sem gefa til kynna lausafjárskort einstakra aðila eru helst vextir á krónumarkaði. .... þar eð aðgangur að krónum í Seðlabankanum er greiður Sé litið til lengri tíma, eða til þess tíma sem inngrip Seðlabankans hafa varað (þ.e. frá júníbyrjun árið 2000), og skoðaðir þeir þættir sem helst hafa áhrif á lausafjárstöðu verður niðurstaðan athyglisverð eins og sjá má í töflu 1. Hún er sú að krónustaðan sé held- ur rýmri en við upphaf inngripa, lánastofnanir hafa því getað náð í laust fé í Seðlabankann með endur- hverfum viðskiptum í stað þess sem Seðlabankinn og ríkissjóður taka af markaði með öðrum hætti. Þar að auki hafa lánastofnanir aðgang að daglánum sem auka svigrúmið enn frekar. Nokkurt jafnvægi virðist því enn ríkja enda gæfi mikil aukning á lausu fé til kynna aukið peningaútstreymi úr Seðlabankanum sem getur aukið verðbólgu þegar fram líða stundir. Miðlunarferli kann þó að vera áfátt og hafa þegar verið stigin skref til úrbóta, m.a. með stofnun mark- aðarins með gjaldeyrisskiptasamninga. Lausafjár- skort einstakra stofnana má að nokkru leyti rekja til þess að útlán þeirra hafa vaxið meira en hinna og þeim hefur ekki tekist að auka innlán í sama mæli og aðrar stofnanir. Þar að auki hafa viðkomandi stofn- anir ekki kosið að auka verðbréfaútgáfu eða styrkja eigið fé í þeim mæli sem þarf til að vinna upp mis- muninn og því eru þær í þrengri stöðu. Mynd 3 sýnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.