Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 28

Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 28
Seðlabankar hafa víða lækkað vexti til að örva hagvöxt Nokkrar vaxtabreytingar hafa verið hjá seðlabönkum erlendis, í flestum tilvikum til lækkunar. Bandaríski seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína um 0,25% þann 12. desember sl. og í 11 vaxtalækkunum á síðasta ári lækkaði bankinn stýrivexti sína um 4,75 prósentu- stig. Evrópski seðlabankinn og sá danski sem yfirleitt fylgir vaxtabreytingum Evrópska seðlabankans fast eftir, lækkuðu vexti sína þann 8. nóvember sl. um ½ prósentustig. Það sama gerði breski seðlabankinn. Kanadíski seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína sömuleiðis um ½ prósentustig 27. nóvember, einnig sá svissneski hinn 7. desember og sá norski hinn 13. desember. Í allflestum tilvikum er verðbólga lítil og seðlabankar að lækka vexti til að örva hagvöxt en verðbólga er ekki vandamál. Ástandið hér á landi er þveröfugt þar sem ofþensla hefur ríkt og verðbólga er úr böndum. Vaxtamunur á milli Íslands og grann- landa er nú um 7% þegar horft er til þriggja mánaða ríkisvíxla. Vaxtamunur á millibankamarkaði er hins vegar 9,3%. Tíðindalítið á skuldabréfamarkaði ... Vextir á verðtryggðum skuldabréfum lækkuðu strax eftir vaxtalækkun Seðlabankans en stigu síðan á ný. Ávöxtun húsbréfa var undir lok janúar áþekk ávöxt- un í nóvemberbyrjun en ávöxtun spariskírteina hafði lækkað um u.þ.b. 0,2 prósentustig. Vextir óverð- tryggðra skuldabréfa lækkuðu einnig skarpt við vaxtalækkun Seðlabankans en hækkuðu síðan aftur. Frá nóvember fram undir lok janúar lækkaði þó ávöxtun ríkisbréfa með gjalddaga árið 2003 um u.þ.b. ½ prósentustig en ávöxtun ríkisbréfa með gjalddaga 2007 hefur einungis lækkað um 0,1 prósentustig. Útgáfa húsbréfa var mikil á síðasta ári en í desember varð nokkurt lát á. ... en hlutabréfamarkaðurinn hefur vaknað til lífsins Mikil umskipti hafa orðið á hlutabréfamarkaði. Viðskipti hafa aukist og verð hefur hækkað í flestum tilvikum. Yfir árið 2001 lækkaði úrvalsvísitala Verðbréfaþings Íslands um 11%. Frá byrjun nóvem- ber hefur vísitalan hins vegar hækkað um rúmlega 13%. Vísitölur sjávarútvegsfyrirtækja og lyfjafyrir- tækja hafa hækkað á sama tíma um rúmlega 16% en vísitölur fyrirtækja í upplýsingaiðnaði og byggingar- iðnaði hafa lækkað um 2% til 3%. Snúningur á verði fyrirtækja í sjávarútvegi markast af betri afkomu þeirra vegna lægra gengis krónunnar á undanförnum misserum auk hás afurðaverðs og góðra aflabragða. Mynd 6 sýnir þróun úrvalsvísitölunnar frá ársbyrjun 2001. PENINGAMÁL 2002/1 27 J F M A M J J Á S O N D J 950 1.000 1.050 1.100 1.150 1.200 1.250 1.300 31. des. 1997=100 Mynd 6 Úrvalsvísitala hlutabréfa 3. jan. 2001 - 25. jan. 2002 (dagleg gildi) Heimild: Verðbréfaþing Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.