Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 31

Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 31
30 PENINGAMÁL 2002/1 Í lögum um Seðlabanka Íslands sem samþykkt voru á Alþingi í maí 2001 var meðal annars kveðið á um eftirfarandi í 3. mgr. 24. gr.:1 Bankastjórn setur starfsreglur sem bankaráð stað- festir um undirbúning, rökstuðning og kynningu ákvarðana sinna í peningamálum. Opinberlega skal gerð grein fyrir ákvörðunum bankastjórnar í peningamálum og forsendum þeirra. Í skýringum við greinina í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til laga um Seðlabanka Íslands sagði meðal annars eftirfarandi: Ákvarðanir sem teknar eru á fundum banka- stjórnar skulu skráðar með viðeigandi hætti og staðfestar með áritun bankastjórnar. Til þess að tryggja að ætíð séu viðhöfð bestu faglegu vinnu- brögð við mótun og framkvæmd peningastefn- unnar, í ljósi ákvæðanna um meginmarkmið stefn- unnar skv. 3. gr., þykir rétt að festa í lög ákvæði um að sérstakar starfsreglur gildi um undirbún- ing, rökstuðning og kynningu ákvarðana banka- stjórnar í peningamálum. Hér er t.d. átt við verk- ferli sem gilda við undirbúning ákvarðana, við hvaða upplýsingar skuli stuðst og eftir atvikum hvaða embættismenn bankans aðrir en banka- stjórar taki þátt í því ferli þótt á endanum sé það bankastjórn sem formlega tekur ákvörðun. Mikil- vægt er einnig að gera skýra grein fyrir ákvörð- unum bankastjórnar, sérstaklega þeim sem varða beitingu stjórntækja bankans í peningamálum. Þær skal birta opinberlega þannig að skýrt sé á hvaða forsendum þær byggjast og hvað í þeim felst. Með ákvæðum þessarar greinar er leitast við að tryggja að ákvarðanir bankastjórnar séu ætíð reistar á eins faglegum grunni og kostur er, að peningastefnan sé gagnsæ og að bankastjórn standi reikningsskil gerða sinna gagnvart stjórn- völdum og almenningi. Greinin felur ekki í sér kvöð um að bankastjórn skuli birta frásagnir af umræðum á fundum þegar ákvarðanir í peninga- málum eru teknar eða afstöðu einstakra banka- stjóra. Á fundi sínum 10. janúar 2002 staðfesti bankaráð Seðlabanka Íslands tillögu bankastjórnar að starfs- reglum um undirbúning, rökstuðning og kynningu ákvarðana í peningamálum og fylgja þær hér á eftir. Í inngangi er lýst meginsjónarmiðunum sem regl- urnar byggjast á og lúta að nýtingu upplýsinga og þekkingar, faglegum vinnubrögðum, gagnsæi og skráningu raka að baki ákvörðunum í peningamálum. Samkvæmt lögum um Seðlabankann er ákvörðunar- vald í peningamálum í höndum bankastjórnar. Regl- urnar lýsa meðal annars meginmarkmiði Seðla- bankans í peningamálum. Verðbólguspá gegnir lykil- hlutverki í núverandi stefnu í peningamálum. Í sam- ræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Seðla- bankans frá 27. mars 20012 kveða reglurnar svo á að bankinn geri ársfjórðungslega verðbólguspá þar sem spáð er tvö ár fram í tímann. Starfsreglurnar tilgreina að hún skuli undirbúin á hagfræðisviði bankans. Ítar- lega skuli greint frá forsendum hennar hverju sinni. Bankastjórn fylgist stöðugt með framvindu efna- hags- og peningamála og metur á grundvelli þess peningastefnuna í samhengi við verðbólgumarkmið bankans. Svokallaðir peninga- og fjármálafundir Starfsreglur um undirbúning, rökstuðning og kynningu ákvarðana í peningamálum 1. Lög nr. 36/2001. Sjá grein um ný lög um Seðlabanka Íslands í Peninga- málum 2001/3. 2. Yfirlýsingin var m.a. birt í Peningamálum 2001/2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.