Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 34

Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 34
PENINGAMÁL 2002/1 33 Upphaf skuldabréfaviðskipta hér á landi Um og eftir aldamótin 1900 voru stöku Íslendingar atkvæðamiklir í verðbréfaviðskiptum en þau við- skipti fóru þó að mestu fram í erlendum kauphöllum. Hlutabréf í Íslandsbanka og fossafélög voru skráð á erlendum verðbréfamörkuðum. Á árunum á milli 1930 og 1940 tók fólk að koma saman hér á landi og skiptast á verðbréfum. Ekki er með vissu vitað hvenær slík viðskipti hófust en smám saman þróuðust viðskiptin og umfangið óx þannig að grundvöllur myndaðist fyrir sérstakt hús- næði sem ætlað var fyrir viðskipti með verðbréf. Kauphöllin hf. var stofnuð árið 1934. Verksvið fyrirtækisins tengdist ýmsu varðandi viðskipti og umsýslu með verðbréf, aðallega skuldabréf en einnig hlutabréf. Segja má að starfsemi Kauphallarinnar hafi markað upphaf viðskipta með verðbréf á Íslandi. Í desembermánuði 1942 hóf kaupþing Lands- banka Íslands starfsemi, og var fyrirkomulag þings- ins að mestu leyti sniðið eftir kauphöllinni í Kaup- mannahöfn. Viðskipti voru töluverð í fyrstu, og var Kauphöllin hf. mótaðili í um helmingi viðskipta. Á árinu 1944 hætti þingið starfsemi, en það ár hafði dregið verulega úr viðskiptum og lágu þau að mestu niðri næstu áratugi. Árið 1964 voru í fyrsta skipti á Íslandi gefin út vísitölubundin ríkisskuldabréf sem voru innleysanleg eftir 3 ár og síðan laus einu sinni á ári til loka láns- tímans sem var 10 ár. Á þeim tíma sem útgáfa ríkis- skuldabréfa hófst voru verðbréfamiðlarar ekki til staðar þannig að eigendur þurftu sjálfir að leita uppi kaupendur ef til stóð að losa peningana áður en láns- tíma lauk. Verðmyndun þessara ríkisskuldabréfa var slök til að byrja með og ekki hjálpaði til að einungis eitt verð, sem reiknað var út miðað við innlausnar- mánuð, gilti fyrir allt árið. Þetta þýddi að ef eigendur bréfanna vildu leysa peningana út á öðrum tíma en í þeim mánuði sem bréfið var laust, fengu þeir aðeins greitt það verð sem gilti innlausnarmánuðinn. Ef aðilar seldu bréf eftir innlausnardag fengu þeir hvorki greiddar verðbætur né vexti fyrir þann tíma sem liðið hafði frá honum. Því má segja að þekk- ingarleysi á ávöxtunarmöguleikum, langur lánstími og erfiðleikar í endursölu hafi gert það að verkum að sala verðbréfa fór hægt af stað á Íslandi. HALLDÓR SVEINN KRISTINSSON 1 Skuldabréfamarkaður á Íslandi 1. Höfundur starfar á markaðsstofu peningamálasviðs Seðlabanka Íslands. Fjármagnsmarkaður á Íslandi hefur tekið miklum breytingum á síðustu áratugum. Í dag eru virkir markaðir til staðar þar sem gengi krónunnar, verð verðbréfa og vextir eru ákvarðaðir. Stærstur hluti íslensks fjármagnsmarkaðar er markaðurinn með skuldabréf. Á undanförnum árum hefur orðið mikil og hröð þróun á innlendum skuldabréfamarkaði. Útgáfa og sala skuldabréfa á markaði hefur byggst upp með þeim hætti að hann þjónar orðið bæði lántakendum og fjárfestum vel. Hið opinbera, fyrirtæki og einstaklingar sækja lánsfé á þennan markað; ríki og sveitarfélög vegna venjubundins rekstrar eða stór- framkvæmda, fyrirtæki vegna fjárfestinga og einstaklingar til að mynda vegna fjárfestinga í íbúðarhús- næði. Í þessari grein verður farið stuttlega yfir sögu íslensks skuldabréfamarkaðar, skoðað verður hvernig viðskipta- og starfshættir hafa breyst í tímans rás og gerð grein fyrir tæknilegri uppbyggingu markaðarins nú á dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.