Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 42

Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 42
1989. Húsbréfin eru markaðsverðbréf með ríkis- ábyrgð sem ganga kaupum og sölum á almennum verðbréfamarkaði. Húsbréf eru gefin út af Íbúðalána- sjóði og verðtryggð miðað við vísitölu neysluverðs. Sá sem byggir eða kaupir íbúð á þess kost að fá hús- bréf í skiptum fyrir skuldabréf sem hann gefur út með veði í íbúðinni. Nú bera ný veðskuldabréf 5,1% vexti en húsbréf 4,75%. Mismunurinn, eða 0,35%, er þóknun Íbúðalánasjóðs. Vextir bætast við höfuðstól á 12 mánaða fresti. Húsbréf eru gefin út í flokkum og eru flokkar hús- og húsnæðisbréfa margir. Í hverjum flokki eru 3 til 4 undirflokkar og eru mismunandi stærðir nafnverðs í hverjum undirflokki. Flokkar hús- og húsnæðisbréfa eru of margir og verðmyndun í mörgum þeirra afar slök á markaði. Frá 2001 hafa húsbréfin verið rafræn. Markflokkar hús- og húsnæðisbréfa eru eftir- taldir: Húsbréf Húsnæðisbréf IBH 21 0115 IBN 20 0101 IBH 22 1215 IBN 38 0101 IBH 26 0315 IBH 37 1215 IBH 41 0315 Fjórum sinnum á ári fer fram útdráttur húsbréfa en það eru endurgreiðslur þar sem dreginn er út ákveðinn fjöldi húsbréfa úr heildarútgáfu hvers undirflokks. Áður en útdráttur fer fram er gengið frá því hversu mörg húsbréf í hverjum undirflokki hvers flokks húsbréfa hafa ekki komið til innlausnar. Af þessum fjölda er síðan dreginn fyrirfram ákveðinn fjöldi húsbréfa. Númer þeirra bréfa, sem dregin eru út, koma síðan til innlausnar rúmum tveimur mán- uðum síðar. Á innlausnardegi eru húsbréfin greidd út á reiknuðu verði, þ.e. nafnverði bréfanna að við- bættum áföllnum vöxtum og verðbótum frá útgáfu- degi húsbréfanna til innlausnardags. Hversu mörg húsbréf koma til útdráttar hverju sinni ræðst af því að heildarfjárhæð innleysanlegra bréfa hverju sinni svari nokkurn veginn til sömu fjárhæðar og greidd hefði verið af öllum flokknum ef flokkurinn væri endurgreiddur sem jafngreiðslulán. Þau húsbréf, sem ekki eru dregin þannig út, koma til innlausnar á síðasta innlausnardegi viðkomandi flokks. Kaupendur skuldabréfa eru lífeyrissjóðir, trygg- ingafélög, ýmsar stofnanir, einstaklingar og fyrirtæki sem ávaxta þurfa fjármuni um langan eða skamman tíma. Velta og alþjóðlegur samanburður Markaðsverðmæti skuldabréfa á Verðbréfaþingi jókst um rúmlega 100 ma.kr. á síðasta ári og var rúmlega 500 ma.kr. í árslok 2001. Athyglisvert er að skoða nokkur lönd í Evrópu til að átta sig á stærð íslenska skuldabréfamarkaðarins. Á mælikvarða markaðsvirðis sem hlutfalls af landsframleiðslu sker íslenski skuldabréfamarkað- urinn sig ekki sérstaklega úr. Lúxemborg er í nokk- urri sérstöðu en þar hefur verið mikið lagt upp úr skattalegu umhverfi undanfarin ár gagngert til að vekja áhuga erlendra útgefanda og fjárfesta. Dan- mörk er einnig ofarlega en þar er rík skuldabréfa- hefð. PENINGAMÁL 2002/1 41 Velta á Verðbréfaþingi Íslands 1989 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 00 01 0 100 200 300 400 500 600 700 800 Ma. kr. Hlutabréf Skuldabréf Heildarvelta Heimild: Verðbréfaþing Íslands Mynd 3 Markaðsvirði árið 2000 Markaður í m.US$ % af VLF Belgía 205.958 88% Bretland 1.423.663 99% Danmörk 253.761 146% Frakkland 731.450 54% Holland 248.698 67% Ísland 5.328 63% Lúxemborg 3.155.766 17.358% Malta 1.950 54% Noregur 42.171 28% Sviss 246.307 95% Þýskaland 2.076.465 105%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.