Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 45

Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 45
44 PENINGAMÁL 2002/1 verðhrun hlutabréfa í hátæknifyrirtækjum. Aftur- kippurinn í hátæknigeiranum hefur einkum komið illa niður á Bandaríkjunum og ýmsum löndum í Asíu, þ.á m. Japan, þar sem framleitt er mikið af hátækni- vörum. Í Bandaríkjunum hafa afleiðingarnar verið afdrifaríkari en víða annars staðar vegna mikillar verðbréfaeignar almennings, meðal annars í hátækni- fyrirtækjum, en ekkert land með þroskaðan verð- bréfamarkað hefur verið ósnortið af þeim hræring- um. Í öðru lagi meira en tvöfaldaðist olíuverð á árunum 1999 og 2000. Þótt hækkunin væri minni en olíuverðshækkanir sem steyptu heimsbúskapnum í alvarlega lægð á 8. og 9. áratug síðustu aldar hefur hún að líkindum átt nokkurn þátt í því að kippa fótunum undan hagvexti landa sem eru nettó- kaupendur orku, eins og flest þróuð ríki heims eru. Í þriðja lagi hafa hryðjuverkin 11. september haft alþjóðleg áhrif, t.d. á ferðamennsku og alþjóða- viðskipti, en einnig á traust almennings og fyrirtækja á framtíðarhagvöxt og þar með samtímaneyslu og fjárfestingu. Sívaxandi alþjóðleg tengsl, ekki síst í gegnum fjármálamarkaði og fjölþjóðlega starfsemi fyrirtækja, stuðla einnig að því að truflun á efnahagsstarfsemi eins lands berst skjótt til annarra landa, jafnvel milli landa sem ekki eiga mikil viðskipti sín á milli með vörur og þjónustu.3 Þannig má segja að bakslag í Bandaríkjunum, sem líta má á sem eðlilega fram- vindu hagsveiflunnar þar, hafi verið öðrum heims- hlutum sameiginlegt áfall sem í samspili við aðra þætti dró þá fljótlega inn í hringiðu bandarískrar hag- sveiflu í mun meiri mæli en ætla mætti miðað við bein tengsl í gegnum utanríkisviðskipti. Verðbólga í heiminum á undanhaldi og verðhjöðnun sumsstaðar vandamál Það er sérkenni þeirrar efnahagslægðar sem nú gengur yfir hversu lítil verðbólga er í heiminum við upphaf hennar. Reyndar leiddi verðhækkun orku til tímabundinnar uppsveiflu í verðbólgu árið 2000, sem náði hámarki fyrri hluta sl. árs, en hún er nú sem óðast í rénun. Meðalverðbólga í hinum þróuðu lönd- um heims hefur verið lítil sl. áratug og á bilinu 1½%- 2½% frá því um miðjan 10. áratuginn. Í þróunar- löndunum hefur orðið mikil hjöðnun verðbólgu. Árið 1994 var meðalverðbólga í þróunarlöndum (skil- greining Alþjóðagjaldeyrissjóðsins) 55,4%, en í fyrra var hún 6%, eða ívið minni en á Íslandi. Enn meiri breyting varð í svokölluðum umskiptaríkjum (sem áður stunduðu áætlunarbúskap). Þar var verðbólga 636% að meðaltali árið 1993 en 16% í fyrra. Í sumum löndum hefur reyndar dregið meira úr verð- bólgu en góðu hófi gegnir. Verðhjöðnun er í Japan, Kína, Tævan, Hong Kong og Argentínu (fyrir nýlega gengisfellingu). Í Bandaríkjunum dró hratt úr verðbólgu síðustu mánuði ársins og mældist hún einungis 1,6% í desember. Hefur verðbólgan ekki verið minni frá Mynd 1 1998 1999 2000 2001 1.000 1.500 2.000 2.500 3.000 3.500 4.000 4.500 5.000 5.500 5. febrúar 1971=100 Nasdaq Composite-hlutabréfavísitalan 2. janúar 1998 - 25. janúar 2002 Heimild: EcoWin. Mynd 2 1990 1992 1994 1996 1998 2000 2002 5 10 15 20 25 30 35 40 Dollarar/fat Þróun olíuverðs 1990-2002 Meðalverð Brent-hráolíu á mánuði Heimild: EcoWin. 3. Sem dæmi um slíka smitun (contagion) má nefna kreppuna sem hófst í Tælandi 1997 og kreppuna í Rússlandi 1998. Í báðum tilvikum bárust áhrifin skjótt til annarra landa sem höfðu lítil bein efnahagstengsl við það land sem kreppan hófst í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.