Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 48

Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 48
dregist saman. Atburðirnir 11. september hafa þó haft mjög slæm tímabundin áhrif á ýmsa þjónustustarf- semi, sem á eftir að koma fram að fullu. Ennfremur dró greinilega úr atvinnu í þjónustugeiranum á síð- asta fjórðungi ársins. ...og fjárfesting hefur dregist umtalsvert saman Efnahagsþróun í Bandaríkjunum á síðari hluta 10. áratugarins einkenndist af meiri fjármunamyndun en átt hefur sér stað í Bandaríkjunum um langt skeið. Hlutfall fjármunamyndunar af landsframleiðslu hækkaði úr u.þ.b. 17% fyrri hluta áratugarins í 21% árið 2000 og í einkageiranum varð hækkunin enn meiri. Undir lok þess árs hafði vöxtur hennar stöðv- ast og á sl. ári dró stöðugt úr fjármunamyndun, einkum á öðrum og þriðja fjórðungi ársins. Þá nam árshraði samdráttarins 15% og 8%. Í ljósi mikillar vannýttrar framleiðslugetu er lítil von til að fjárfest- ing aukist verulega á ný næstu misserin. Einkaneyslan hefur vaxið áfram – en hægar Á þriðja fjórðungi sl. árs mældist vöxtur einkaneyslu ennþá u.þ.b. 1%, en stöðugt hafði dregið úr vextinum undanfarið ár. Áhrif atburðanna 11. september birtast aðeins að litlu leyti í tölum fyrir 3. ársfjórðung, þannig að gera má ráð fyrir að þau komi fyrst og fremst fram í tölum fjórða ársfjórðungs. Vöxtur einkaneyslu hefur í raun reynst ótrúlega þrautseigur í ljósi þess að atvinnuleysi hefur farið ört vaxandi, fjáreignir heimilanna hafa rýrnað mjög í verði og ýmis áföll dunið yfir, t.d. hækkun orkuverðs og að lokum hryðjuverk. Á hinn bóginn hefur verðbólga ekki farið úr böndum á þessu hagvaxtarskeiði og hefur verið á undanhaldi eftir að orkuverð tók að lækka á ný. Kaupmáttur hefur því ekki skerst af völd- um verðbólgu, eins og oft áður. Heimilin njóta þess einnig að vextir hafa lækkað tímanlega í þessari efnahagslægð. Þannig hafa heimilin endurfjár- magnað húsnæðisskuldir sínar í miklum mæli og húsnæðismarkaður hefur haldist tiltölulega líflegur. Þetta er mikilvægt því að skuldabyrði heimilanna hefur vaxið á undanförnum árum sem gæti hægt á vexti einkaneyslu næstu árin. Kannanir sýna hins vegar að traust neytenda (consumer confidence) hefur beðið nokkurn hnekki. Þó hafa niðurstöður síðustu kannana bent til meiri bjartsýni en sl. haust. Það ásamt hraðvaxandi atvinnuleysi og lágu hlutfalli sparnaðar á undanförnum árum bendir til þess að lægð í vexti einkaneyslu sé framundan. Atvinnuleysi jókst hratt í byrjun vetrar Hversu langdreginn samdrátturinn í bandaríska þjóðarbúskapnum verður mun ráðast að verulegu leyti af þróun á vinnumarkaði. Haldi atvinnuleysi áfram að aukast jafn hratt og að undanförnu munu tekjur skerðast og tiltrú heimilanna á framtíðarhorfur veikjast það mikið að það gæti haft veruleg áhrif á einkaneyslu. Í október 2000 var atvinnuleysi í lág- marki, 3,9% (sem var minnsta atvinnuleysi frá því í janúar 1970), en hafði stigið í 5,8% í lok sl. árs. Frá því í mars á sl. ári hefur störfum í einka- geiranum fækkað um 1,7 milljónir. Störfum fækkar reyndar töluvert hraðar en á síðasta samdráttarskeiði, eins og sjá má af meðfylgjandi mynd. Atburðirnir 11. september eiga þar vissulega töluverðan hlut að máli. PENINGAMÁL 2002/1 47 Mynd 6 1987 1989 1991 1993 1995 1997 1999 2001 0 5 10 15 20 25 -5 -10 -15 -20 % Fjármunamyndun án húsnæðis 1987:I-2001:III Breyting milli ársfjórðunga á árskvarða Heimild: EcoWin. Mynd 7 1990 91 92 93 94 95 96 97 98 99 2000 2001 3 4 5 6 7 8 % Atvinnuleysi í Bandaríkjunum 1990-2001 Árstíðarleiðrétt mánaðarlegt atvinnuleysi Heimild: EcoWin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.