Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 57

Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 57
56 PENINGAMÁL 2002/1 Apríl 2001 Hinn 17. apríl tók ríkissjóður 250 millj.evra lán með milligöngu Dresdner Bank. Hinn 26. apríl var Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. tekinn af skrá Verðbréfaþings Íslands. Kaupþing hf. og aðilar sem stóðu sameiginlega að kaupum á Frjálsa fjárfestingarbankanum hf. hafa eftir yfirtöku- tilboð eignast 98,64% af heildarhlutafé félagsins og uppfyllir það því ekki lengur skilyrði til skráningar á Verðbréfaþingi Íslands hf. Maí 2001 Hinn 4. maí birti Seðlabanki Íslands fyrstu verð- bólguspá sína eftir að bankinn tók upp verðbólgu- markmið. Seðlabankinn spáði því að verðbólga á seinni hluta þessa árs gæti orðið allt að 6% og yrði 5,7% yfir árið. Spáin byggðist á þeim forsendum að gengi krónunnar yrði óbreytt frá 26. apríl út spá- tímann og að ekki yrði röskun á kjarasamningum. Hinn 4. maí tilkynnti alþjóðalánshæfismatsfyrirtækið Fitch að það hefði gefið Landsbanka Íslands hf. láns- hæfiseinkunnina A fyrir langtímalán og F1 fyrir skammtímalán. Einkunnin F1 er besta einkunn sem fyrirtækið gefur. Að íslenska ríkinu undanskildu hefur enginn íslenskur lántakandi fengið betri láns- hæfiseinkunn. Hinn 21. maí ákvað Lánasýsla ríkisins fyrir hönd fjármálaráðherra að taka tilboðum Landsbanka Ís- lands hf., Búnaðarbanka Íslands hf., Sparisjóðabanka Íslands hf. og Kaupþings hf., sem buðu lægsta þókn- un í viðskiptavakt á fimm flokkum ríkisverðbréfa. Lánasýslan greiðir viðskiptavaka veltuþóknun sem er 0,1% af fjárhæð viðskipta hans með umræddan flokk og reiknast þóknun miðað við mánaðarlega veltu á Verðbréfaþingi Íslands. Heildarþóknun getur þó aldrei orðið meiri en 140 m.kr. á ári sem deilist á viðskiptavaka. Júní 2001 Hinn 8. júní tilkynnti Verðbréfaþing Íslands um breytingu á samsetningu úrvalsvísitölunnar fyrir tímabilið frá 1. júlí 2001 til 1. janúar 2002. Þrjú ný félög komu inn í vísitöluna. Þau eru Kaupþing hf., Olíufélagið hf. og SÍF hf. og koma í stað Granda hf., Þormóðs ramma-Sæbergs hf. og Opinna kerfa hf. Hinn 13. júní voru hlutabréf Íslandssíma hf. skráð á aðallista Verðbréfaþings Íslands. Skráð hlutafé var kr. 587.995.000. Hinn 20. júní tilkynnti Íbúðalánasjóður að ákveðið hefði verið að efna að nýju til sölu á húsnæðisbréfum í 1. og 2. flokki 1996. Stefnt er að útboðum 27. júní, 1. september, 1. október, 1. nóvember og 1. desem- ber. Gert er ráð fyrir að á þessu ári verði boðið til sölu nægilegt magn bréfa úr þessum flokkum til að mæta þeirri fjárþörf Íbúðalánasjóðs sem ekki verður mætt með útgáfu húsbréfa. Hinn 21. júní greip Seðlabanki Íslands inn í við- skipti á gjaldeyrismarkaði í fyrsta skipti eftir að verð- bólgumarkmið var tekið upp. Gengisvísitala krón- unnar hafði stigið hratt daginn áður og hélt áfram að hækka við opnun markaðarins. Seðlabankinn seldi Bandaríkjadali fyrir 2,5 ma.kr. sem varð til þess að vísitalan gekk til baka og ró komst á markaðinn. Hinn 22. júní tilkynnti fjármálaráðuneytið að ákveðið hefði verið að ríkissjóður tæki erlent lán að fjárhæð 25 ma.kr. til þess að efla erlenda stöðu Seðla- bankans. Í tilkynningu ráðuneytisins kom fram að stefnt væri að því að hluti andvirðis lánsins verði eiginfjárframlag til bankans í ljósi nýrra laga um Seðlabankann sem gera ráð fyrir eflingu eiginfjár- stöðu hans. Hinn 26. júní tilkynnti viðskiptaráðherra að hafinn yrði undirbúningur sölu á a.m.k. þriðjungi hlutafjár í Landsbanka Íslands hf. til kjölfestufjárfestis. Ráðgert er að salan fari fram fyrir árslok 2001. Samkvæmt ákvörðun ráðherra er skilyrði að sala á slíkum hlut leiði til aukinnar samkeppni á íslenskum fjármála- markaði og auki samkeppnishæfni hans. Júlí 2001 Hinn 1. júlí tóku gildi breytingar á innlendum gjald- eyrismarkaði í samræmi við samkomulag sem banka- stjórn Seðlabankans og forsvarsmenn viðskiptavaka á gjaldeyrismarkaði höfðu gert síðla júnímánaðar. Viðskiptavakarnir eru Búnaðarbanki Íslands hf., Íslandsbanki hf., Kaupþing hf. og Landsbanki Ís- lands hf. Breytingin felur í sér að Seðlabankinn mun til loka þessa árs greiða viðskiptavökunum umbun eftir vissum reglum fyrir að sinna hlutverki sínu en á þeim hvíla ríkar skyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.