Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 58

Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 58
PENINGAMÁL 2002/1 57 Hinn 1. júlí tóku gildi ný lög um vexti og verðtrygg- ingu nr. 38/2001 sem komu í stað laga nr. 25/1987. Nýju lögin kveða á um margvíslegar breytingar, meðal annars að því er varðar dráttarvexti og birtingarskyldu Seðlabankans á vöxtum. Hinn 6. júlí tók gildi ný gengisskráningarvog. Sam- setning hennar er endurskoðuð árlega í ljósi sam- setningar utanríkisviðskipta árið áður. Meðfylgjandi tafla sýnir nýju gengisskráningarvogina og breyting- ar frá árinu áður. Hinn 16. júlí tóku gildi nýjar reglur VÞÍ um birtingu frétta vegna milliupgjöra skráðra félaga. Frá og með þriðja ársfjórðungi er skráðum félögum á VÞÍ skylt að birta milliuppgjör ársfjórðungslega. Ágúst 2001 Hinn 27. ágúst ákvað félagsmálaráðherra að breyta viðmiðun húsbréfalána við brunabótamat. Til þess tíma hafði viðmiðunin verið 65% eða 70% af kaup- verði eignar eða brunabótamati eftir því hvort var lægra og hvort um kaup á fyrstu íbúð var að ræða. Ráðherra ákvað að frá og með 1. september 2001 yrði viðmiðunin 65% eða 70% af kaupverði, þó ekki hærri en 85% af brunabótamati. September 2001 Hinn 24. september rann út skilafrestur væntanlegra kjölfestufjárfesta í Landssíma Íslands hf. Alls bárust 17 tilkynningar þar sem fjárfestar lýsa yfir áhuga á að gerast kjölfestufjárfestar í Landssíma Íslands hf. Hinn 26. september var tilkynnt að bankaráð Búnað- arbanka Íslands hf. og stjórn Lýsingar hf. hefðu sam- þykkt fyrir sitt leyti samruna félaganna með þeim hætti að Lýsing hf. yrði sameinuð Búnaðarbank- anum. Tillögur þessa efnis verða lagðar fram til samþykktar á hluthafafundum félaganna sem áætlað er að halda laugardaginn 10. nóvember 2001. Seðlabanki Íslands tilkynnti að gengið hefði verið frá erlendri lántöku ríkissjóðs sem ætlað var að styrkja erlenda stöðu Seðlabankans, sbr. tilkynningu fjár- málaráðuneytisins frá júní 2001. Október 2001 Hinn 4. október var tilkynnt að ríkisstjórnin hefði ákveðið að beita sér fyrir víðtækum umbótum í skattamálum einstaklinga og atvinnulífs. Í fyrsta lagi verða gerðar margvíslegar breytingar á skatthlut- föllum og viðmiðunarstærðum skattkerfisins bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Í öðru lagi verða verðbólgureikningsskil afnumin enda eru þau orðin sjaldgæf í reikningsskilareglum og skattkerfum annarra ríkja. Í þriðja lagi verður skattaleg meðferð við yfirfærslu einstaklingsrekstrar í einkahlutafélags- form samræmd reglum um yfirfærslu milli annarra félagsforma. Í fjórða lagi verða gerðar ýmsar aðrar breytingar varðandi túlkun og framkvæmd skatta- laga. Hinn 22. október staðfesti bandaríska matsfyrirtækið Standard & Poor's óbreytt lánshæfismat fyrir Ísland eða A+ í einkunn á langtímaskuldbindingum. Horfur um einkunnina voru taldar neikvæðar en voru áður stöðugar. Hinn 29. október rann út frestur til að skila inn óskuldbindandi verðtilboðum í 25% hlutafjár í Landssíma Íslands hf. Um var að ræða annan áfanga í einkavæðingu félagsins þar sem markmiðið er að finna kjölfestufjárfesti sem styrki fyrirtækið, auki verðmæti þess og efli íslenskan fjarskiptamarkað. Ný gengisskráningarvog (%) Byggt á viðskiptum 2000 Út- Inn- Gengis- Breyting flutn- flutn- skráning- frá fyrri Lönd Mynt ingsvog ingsvog arvog vog Bandaríkin .......... USD 26,13 27,86 26,99 1,73 Bretland .............. GBP 14,92 14,61 14,77 0,40 Kanada................ CAD 1,76 0,96 1,36 -0,07 Danmörk............. DKK 8,29 9,07 8,68 -0,21 Noregur............... NOK 5,94 6,21 6,08 -1,53 Svíþjóð ............... SEK 2,49 6,40 4,44 0,37 Sviss ................... CHF 2,40 0,90 1,65 -0,46 Evrusvæði........... EUR 33,78 29,54 31,66 0,23 Japan................... JPY 4,29 4,45 4,37 -0,47 Norður-Ameríka............. 27,89 28,82 28,35 1,66 Evrópa ........................... 67,82 66,73 67,28 -1,19 Evrópusambandið .......... 59,48 59,62 59,55 0,80 Japan ............................. 4,29 4,45 4,37 -0,47 Alls................................. 100,00 100,00 100,00 0,00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.