Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 3

Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 3
sér auðvitað markaðslegar forsendur í gjaldeyrisút- streymi vegna viðskiptahalla og óhagstæðra vænt- inga. Hins vegar bæði gat og hlaut viðskiptahallinn að minnka án þess að gengið lækkaði svo mikið sem raun varð á, auk þess sem það er alkunna að gengi hefur yfirleitt tilhneigingu til að skjóta verulega yfir jafnvægið þegar mikil umskipti verða. Það var því mat bankans í nóvember sl. að raungengi krónunnar myndi hækka með einum eða öðrum hætti, enda var það á fjórða ársfjórðungi 2001 komið um 15% niður fyrir 10 ára meðaltal og enn neðar ef lengra tímabil er tekið. Það skiptir máli fyrir horfur um verðbólgu að hækkun raungengisins hefur allra síðustu mánuði fremur gerst fyrir tilstilli hærra nafngengis en meiri verðbólgu. Gengi krónunnar í lok apríl var lítillega hærra en í lok apríl í fyrra. Raungengið hefur hins vegar hækkað meira vegna meiri verðbólgu en í við- skiptalöndum og er áætlað að nú á öðrum ársfjórð- ungi verði það um 5½% hærra en fyrir ári. Það er þó enn töluvert undir meðaltali síðastliðinna tíu ára. Sá tími kann að koma að Seðlabankinn kjósi að nýta innstreymi gjaldeyris til að efla gjaldeyrisstöðu sína. Við núverandi aðstæður hefur það hins vegar forgang að ná verðbólgumarkmiði bankans. Mjög mikil óvissa ríkir einnig um hvert jafnvægisgengi krónunnar er á hverjum tíma og er það einn af kost- um verðbólgumarkmiðs að yfirvöld peningamála þurfa ekki að mynda sér nákvæma skoðun á því. Erfitt er hins vegar að álykta að gengi krónunnar sé nú þegar komið yfir jafnvægisgengið. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að samdráttur viðskiptahallans á ekki einungis rætur að rekja til lækkunar gengisins. Í fyrsta lagi má nefna almennan samdrátt eftirspurnar vegna hárra vaxta og aukinnar skuldsetningar, í öðru lagi mettun vegna fyrri fjárfestingar og kaupa á varanlegri neysluvöru og í þriðja lagi útflutnings- aukningu í greinum eins og sjávarútvegi sem ekki eru sérlega næmar fyrir gengisbreytingum hvað fram- leiðslumagn varðar. Hálfsársleg úttekt á stöðugleika fjármálakerfisins birtist í þessu hefti Peningamála. Ytra jafnvægi þjóðarbúsins hefur batnað verulega með minni við- skiptahalla og gengislækkunaráraun er að baki. Nei- kvæð áhrif þessarar aðlögunar á fjármálakerfið hafa hingað til ekki komið fram heldur náðu fjármála- fyrirtæki að styrkja stöðu sína. Staða fjármálakerf- isins reyndist betri en horfur voru á í fyrra. Hafa ber þó í huga að góð afkoma margra fjármálafyrirtækja í fyrra á að töluverðu leyti rætur að rekja til tíma- bundinna þátta. Því er mikilvægt að þau haldi vöku sinni, enda hugsanlegt að þau eigi enn eftir að verða fyrir útlánatapi í kjölfar mikillar útlánaþenslu síðustu ára og vísbendinga um miklar skuldir og greiðslu- erfiðleika fyrirtækja og heimila. Samdráttur í þjóðar- búskapnum á þessu ári og aukið atvinnuleysi gæti einnig valdið frekari erfiðleikum í bankakerfinu. Á heildina litið er þó ríkari ástæða nú en áður til að ætla að fjármálakerfið muni ráða sjálft við þá erfiðleika sem kunna að vera framundan. Sá árangur sem nú virðist vera að nást við að endurreisa stöðugleika og að koma verðbólgu niður á eðlilegt stig er fyrst og fremst afrakstur þeirrar aðhaldssömu peningastefnu sem fylgt hefur verið á undanförnum misserum. Háir vextir hafa dregið úr fjárfestingu og einkaneyslu, sem síðan hefur stuðlað samtímis að minni viðskiptahalla og betra jafnvægi á vinnumarkaði. Afleiðingin er sú að launaskrið hefur stöðvast og fyrirtæki verða að auka framleiðni og minnka kostnað í stað þess að hækka verð. Hér sann- ast því enn einu sinni að verðbólga er peningalegt fyrirbæri. Frumkvæði aðila vinnumarkaðar á sér stað innan þessa ramma í þeirri merkingu að aðhaldssöm peningastefna stuðlaði að minni verðbólgu og gerði það erfitt að sækja á um launahækkanir til að bæta upp verðhækkanir fyrri tíma. Það breytir því ekki að þetta frumkvæði var ákaflega mikilvægt og stuðlar án efa að því að verðbólguhjöðnunin gengur hraðar fyrir sig og að henni fylgir líklega á endanum minni kostnaður í formi glataðs hagvaxtar og atvinnuleysis en ella. Seðlabankinn hefur nú í tvígang lækkað vexti á stuttum tíma um alls 0,8 prósentur. Þrátt fyrir þessar lækkanir er peningastefnan enn aðhaldssöm ef litið er á verðbólguvæntingar og spár. Í ljósi þess slaka sem nú er að myndast í hagkerfinu er æskilegt að raun- vextir Seðlabankans lækki áfram á komandi mán- uðum. Meginmarkmið Seðlabankans felst hins vegar í því að halda verðbólgu í kringum 2½%. Fyrir- liggjandi verðbólguspá bendir til þess að fljótlega muni skapast forsendur fyrir frekari lækkun vaxta bankans. Næsta skref tengist verðlagsmarkmiði aðila vinnumarkaðar nú í maí. Verði allri óvissu um að nú- verandi kjarasamningar haldi eytt í þessum mánuði mun bankinn að öllum líkindum lækka vexti sína skjótt í kjölfarið. 2 PENINGAMÁL 2002/2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.