Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 12

Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 12
PENINGAMÁL 2002/2 11 Seðlabankinn hefur nú í fyrsta sinn kannað álit sér- fræðinga á fjármálamarkaði á horfum í efnahagsmál- um. Könnunin var send til sex fyrirtækja sem birta greiningu sína á efnahagsmálum: Búnaðarbanka Íslands, Gjaldeyrismála, Íslandsbanka, Kaupþings banka, Landsbanka Íslands og Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON). Er ætlunin að sambærileg könnun verði gerð reglulega í tengslum við útgáfu Peningamála. Meðfylgjandi tafla sýnir niðurstöður könnunar- innar. Fyrst sýnir taflan mat greinenda á verðbólgu- horfum fyrir þetta og næsta ár. Eins og sjá má eru spár þeirra mjög samhljóma nýrri spá Seðlabankans. Þó virðist sem sérfræðingar á fjármálamarkaði telji sumir að 2½% verðbólgumarkmiði bankans verði ekki náð fyrir árslok 2003. Í könnuninni kemur fram að sérfræðingar á fjár- málamarkaði telja að hagvöxtur þessa og næsta árs verði nokkuð í takt við nýlega spá Þjóðhagsstofnunar. Einnig kemur fram að sérfræðingarnir virðast bjart- sýnir á að styrking krónunnar að undanförnu sé við- varandi. Að meðaltali er ekki búist við meiri styrkingu næstu tvö árin. Hins vegar var mat þeirra nokkuð mis- munandi og töldu nokkrir að krónan myndi veikjast til næstu tveggja ára á meðan aðrir töldu áframhaldandi styrkingu líklega. Greinendur telja jafnframt að Seðlabankinn haldi áfram að lækka vexti á þessu ári og að stýrivextir hans verði orðnir um 8% í árslok. Hins vegar virðast þeir ekki telja að vextir muni lækka mikið á næsta ári og að meðaltali gera þeir ráð fyrir að stýrivextir verði um 7,7% í lok næsta árs, sem er nokkuð umfram 5½-6½% vexti sem líklega geta samrýmst hlutlausri stöðu peningastefnunnar, sbr. umfjöllun í rammagrein 5. Sumir greiningaraðilar töldu jafnvel að stýrivextir bankans færu að hækka aftur á næsta ári eftir lækkun á þessu ári. Langtímavextir koma einnig til með að lækka eitt- hvað á næstu tveimur árum samkvæmt spám grein- enda. Langtímanafnvextir verða komnir niður í tæp- lega 8% í lok þessa árs og munu þeir haldast þar út næsta ár. Langtímaraunvextir munu einnig lækka eitt- hvað og verða komnir í um 5% í lok þessa árs og munu þeir haldast þar út næsta ár samkvæmt spám greiningaraðila. Verðbólguálag verðtryggðra ríkisbréfa verður því tæplega 3% í lok þessa og næsta árs, sem Rammi 3 Könnun á mati greiningaraðila á horfum í efnahagsmálum Yfirlit yfir spár sérfræðinga á fjármálamarkaði Meðaltal Hæsta gildi Lægsta gildi Meðaltal Hæsta gildi Lægsta gildi 2002 2003 Verðbólga (yfir árið) ............................................. 2,7 3,3 2,2 2,7 3,0 2,1 Verðbólga (milli ársmeðaltala) ............................. 5,4 6,0 5,0 3,0 3,7 2,5 Hagvöxtur ............................................................. -0,4 0,1 -1,0 2,0 2,6 0,8 Eitt ár fram í tímann Tvö ár fram í tímann Gengisvísitala erlends gjaldmiðils......................... 133,3 138,0 126,0 132,5 138,0 123,8 Stýrivextir Seðlabankans ...................................... 8,0 8,5 7,6 7,7 9,5 6,1 Langtímanafnvextir .............................................. 7,9 8,4 7,5 7,9 8,8 7,2 Langtímaraunvextir .............................................. 5,1 5,2 4,8 5,0 5,5 4,5 Úrvalsvísitala Aðallista ......................................... 7,7 18,0 -15,0 19,4 36,1 12,6 Breyting fasteignaverðs ........................................ 1,8 5,0 -2,0 0,7 9,0 -4,0 Taflan sýnir prósentubreytingar, nema fyrir vexti (prósentustig) og gengisvísitölu erlendra gjaldmiðla (vísitölustig). Þátttakendur í könnuninni eru greiningardeildir Búnaðarbanka Íslands, Gjaldeyrismála, Íslandsbanka, Kaupþings, Landsbanka Íslands og SPRON. Heimild: Seðlabanki Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.