Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 15

Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 15
var 2,7% samanborið við 3,4% á 4. ársfjórðungi 2001. Ekkert launaskrið mældist milli 4. ársfjórð- ungs 2001 og 1. ársfjórðungs 2002 og vísbendingar eru um neikvætt launaskrið einstakra hópa. Dregið hefur saman á ný með launavísitölum Hagstofunnar og Kjararannsóknarnefndar. Vísitala Kjararann- sóknarnefndar sýndi meira launaskriðið í mestu upp- sveiflunni en samsvarandi launavísitala Hagstofunn- ar, en hjöðnunin hefur einnig verið hraðari. Kaupmáttur launa á vinnumarkaðinum í heild var á fyrsta fjórðungi ársins, samkvæmt Hagstofunni, aðeins rúmlega ½% meiri en fyrir ári. Þrátt fyrir launaskrið héldu laun í einkageiranum án fjármála- stofnana ekki fyllilega í við verðlagsþróunina og á fyrsta fjórðungi var kaupmáttur þeirra 2,1% minni en fyrir ári. Kaupmáttur kauptaxta á almennum vinnu- markaði dróst saman um 4,6% á sama tíma. Hjá opinberum starfsmönnum og bankamönnum jókst kaupmáttur hins vegar um 5%. Snarpur samdráttur þjóðarútgjalda en vöxtur lands- framleiðslu Hagmælingar gefa nokkuð mismunandi skilaboð um hvað er að gerast í þjóðarbúskapnum. Landsfram- leiðsla á 4. ársfjórðungi sl. árs var t.d. 4½% meiri en ári áður skv. fyrstu áætlun Þjóðhagsstofnunar. Því gæti virst sem þjóðarbúskapurinn væri í mikilli upp- sveiflu. Svo er þó ekki, því að þjóðarútgjöld drógust saman um 7,3% á sama tíma. Endurskoðaðar tölur fyrir þjóðarútgjöld fyrstu þrjá fjórðunga síðasta árs sýna einnig meiri samdrátt þjóðarútgjalda en áður, en hafa verður í huga að hagvöxtur árið 2000 er nú talinn hafa verið töluvert meiri en í fyrri áætlunum Þjóðhagsstofnunar. Rétt er að leggja áherslu á að árs- fjórðungslegar þjóðhagsstærðir eru mjög sveiflu- kenndar og breytingar á árstölum aftur í tímann hafa áhrif á allar árfjórðungstölur. Þær eru því nokkuð vandtúlkaðar. Ástæða þess að þjóðarútgjöld og landsframleiðsla breytast sín til hvorrar áttar liggur í samspili innlendrar eftirspurnar og utanríkisviðskipta þjóðarinnar. Á sama tíma og minnkandi innlend eftir- spurn kom fram í afar snörpum samdrætti innflutn- ings bötnuðu viðskiptakjör og útflutningur jókst af krafti. Útflutningsbylgjuna undir lok sl. árs má lík- lega að nokkru leyti rekja til viðbragða útflutnings- fyrirtækja við lækkun gengis krónunnar og hagstæðu verði á erlendum mörkuðum, en líklega var að hluta um tímabundna uppsveiflu að ræða, eða vöxt sem ekki tengist betri samkeppnisstöðu. Eins og áður hefur komið fram í Peningamálum er það sérkenni núverandi hagsveiflu að hún tengist síður sveiflum í ytri skilyrðum þjóðarbúsins en fyrri hagsveiflur. Hagvöxtur árin 2000 og 2001 var mun meiri en gert var ráð fyrir í fyrstu spám Við mótun peningastefnunnar er tekið mið af upplýs- ingum sem fyrir liggja á hverjum tíma og lagt mat á horfurnar á grundvelli þeirra. Því er fróðlegt og gagnlegt að gera sér grein fyrir því hversu frábrugðin núverandi vitneskja um efnahagsaðstæður á fyrri árum er þeirri sem fyrir lá þegar ákvarðanir í peningamálum voru teknar. Hagvöxtur árin 2000 og 2001 var t.d. verulega vanmetinn, einkum á árinu 2000, miðað við þær upplýsingar sem nú liggja fyrir. Á árinu 2000 er samkvæmt nýjustu áætlun Þjóðhags- 14 PENINGAMÁL 2002/2 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1999 2000 2001 0 5 10 15 20 -5 -10 -15 -20 % Vöxtur þjóðarútgjalda Útflutningur Innflutningur Hagvöxtur Ársfjórðungslegar þjóðhagsstærðir 1999-2001 Heimild: Þjóðhagsstofnun. Magnbreytingar frá sama ársfjórðungi á fyrra ári Mynd 8 Okt. ’01 Des. ’01 Mars ’02 Okt. ’01 Des. ’01 Mars ’02 0 2 4 6 8 -2 -4 -6 -8 % Þjóðarútgjöld, alls Útflutningur vöru og þjónustu Innflutningur vöru og þjónustu Verg landsframleiðsla Spár um hagvöxt áranna 2001 og 2002 Heimild: Þjóðhagsstofnun. Mynd 9 Spár fyrir árið 2001 Spár fyrir árið 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.