Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 25

Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 25
24 PENINGAMÁL 2002/2 reglunni einfaldlega summan af náttúrulegum raun- vöxtum og verðbólgumarkmiðinu. Líta má á þessa vexti sem hlutlausa í samhengi reglunnar. Til að hægt sé að nota Taylor-regluna verður að ákveða náttúrulega raunvexti og stikana á fráviki verðbólgu frá markmiði og á framleiðsluspennu. Í grein sinni frá 1993 komst Taylor að því að svipuð regla, þar sem r* = π* = 2%, β = 1½ og γ = ½, náði að lýsa vaxtaákvörðunum Seðlabanka Bandaríkjanna á árunum 1987-1992 ótrúlega vel. Með ólíkindum þótti að hægt væri að lýsa jafn flóknu ferli og stjórn peningamála í Bandaríkjunum er með jafn einfaldri reglu. Aðrar rannsóknir hafa fylgt í kjölfarið sem sýna að þessi sama regla lýsir einnig hegðun seðlabanka annarra landa (t.d. Englandsbanka eftir að hann tók upp verðbólgumarkmið, Nelson (2001), og seðlabanka Japans, Þýskalands, Frakklands og Ítalíu, Clarida, Galí og Gertler (1998)). Þar sem þessi regla hefur getað lýst tímabilum þar sem stjórn peningamála hefur þótt takast vel hefur þeirri skoðun vaxið fylgi að regla Taylors, eða útfærslur á henni, gefi almennt góða vís- bendingu um heppileg viðbrögð stjórnar peningamála við þróun efnahagsmála. Heppilegir stikar fyrir Taylor-regluna eru líklega háðir tíma og rúmi. Þannig má færa fyrir því rök að land eins og Ísland sem gæti vaxið hraðar en banda- ríska hagkerfið til lengdar þurfi m.a. af þeim sökum að búa við hærri raunvexti um langa hríð ef jafnvægi á að ríkja í þjóðarbúskapnum. Náttúrulegir raunvextir verða þá hærri en t.d. í Bandaríkjunum. Þá gætu stikar við verðbólgufrávik og framleiðsluspennu verið aðrir. Þó virðist ávallt gilda að til þess að reglan skili verðbólgu sem samrýmist verðbólgumarkmiðinu þarf β > 1. Ástæðan er sú að β endurspeglar viðbrögð nafnstýri- vaxta við hækkun verðbólgu. Sé β < 1 mun hækkun stýrivaxta aldrei ná að vega upp hækkun verðbólgu þannig að raunstýrivextir lækka í stað þess að hækka. Seðlabankinn mun því aldrei ná að kveða niður umframeftirspurnina sem orsakaði verðbólguhækk- unina og verðbólgumarkmiðið mun því aldrei nást. Í því tilviki mundi Taylor-reglan vera óstöðug og ekki tryggja peningastefnunni peningalegt akkeri. Þrátt fyrir margvíslega kosti hefur Taylor-reglan einnig ýmsa galla sem gera hana erfiða í notkun sem leiðarvísi við raunverulegar vaxtaákvarðanir seðla- banka. Í fyrsta lagi er hún í raun of einföld til að endur- spegla allar upplýsingar sem seðlabankar líta til við vaxtaákvarðanir. Líklegt er að seðlabankar vilji nýta aðrar upplýsingar sem ekki endurspeglast með skýrum hætti í Taylor-reglunni, svo sem um þróun gengis gjaldmiðla, annarra eignaverða, peningamagns og út- lána. Í öðru lagi er ekki ljóst hverjir viðbragðsstikar Taylor-reglunnar eiga að vera á hverjum tíma og tölu- verð óvissa ríkir um náttúrulega raunvexti. Að sama skapi er ekki ljóst hvaða mælikvarða á verðbólgu og framleiðsluspennu á að miða við og hver tímasetning þessara stærða á að vera. Verðbólgu er hægt að mæla á marga vegu: t.d. liðna 12 mánaða breytingu og árs- fjórðungslegar breytingar milli ára og að sama skapi koma margar verðvísitölur til greina: vísitala neyslu- verðlags, undirliggjandi verðlag og verðvísitala vergrar landsframleiðslu. Þá er ekki ljóst hvort notast á við samtímagildi liðinnar verðbólgu, tafða verðbólgu eða spáða verðbólgu og ef spáð verðbólga er notuð, hversu langt fram í tímann sú spá á að vera. Sams konar spurningar koma einnig upp hvað varðar fram- leiðsluspennuna sem þar að auki er ekki mælanleg stærð heldur þarf að meta hana með tölfræðilegum aðferðum. Slíku mati fylgir mikil óvissa, enda endurskoðun á sögulegum gögnum um framleiðslu- spennu tíð. Að lokum má nefna að Taylor-reglan í sínu einfaldasta formi tekur ekki tillit til þeirrar tilhneig- ingar seðlabanka að jafna sveiflur í vöxtum sem m.a. virðist byggjast á því verkefni þeirra að taka tillit til fjármálastöðugleika og stuðla að virkum fjármála- mörkuðum, auk þess að endurspegla nauðsyn þess að framkvæma aðgerðir frekar í fleiri smærri skrefum en einu stóru skrefi vegna óvissu um áhrif aðgerða. Meðal annars af ofangreindum orsökum notast seðlabankar yfirleitt ekki beint við Taylor-regluna við ákvarðanir í peningamálum. Reglan getur hins vegar reynst gagnleg á aðra vegu. T.d. geta seðlabankar notast við hana innanhúss sem eitt af mörgum mats- tækjum við ákvörðun vaxta. Hægt er nota regluna sem upphafspunkt ákvörðunarferlis og hægt væri að bera Taylor-regluna saman við raunverulegar vaxtaákvarð- anir til að átta sig á því hvaða ástæður eru fyrir því að vaxtaferillinn er ekki í takt við þann feril sem reglan gefur til kynna. Með þessu gæti seðlabanki styrkt vaxtaákvörðunarferlið enn frekar. Þar að auki geta seðlabankar notað regluna við spágerð sína og mat áhrifa mismunandi efnahagsatburða á hagkerfið og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.