Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 27

Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 27
26 PENINGAMÁL 2002/2 Í febrúar sl. var lögð fram á Alþingi fyrirspurn til forsætisráðherra um mögulegar mótvægisaðgerðir Seðlabanka Íslands vegna áhrifa Noral-verkefnisins á innlenda eftirspurn og verðbólgu (þingskjal nr. 726 - 455. mál). Í svari bankans kom fram að stýrivextir bankans þyrftu að hækka nokkuð í upphafi og á fyrri hluta framkvæmda til að slá á spennu og verðbólgu sem óhjákvæmilega mundi fylgja svo stórfelldum búhnykk fyrir íslenskt efnahagslíf. Þrátt fyrir að þessum framkvæmdum hafi verið frestað um óákveðinn tíma er eðlilegt að skýra þá hugsun sem var að baki þessu svari þar sem í því endurspeglast mikilvægir þættir sem undirbyggja ákvarðanir í stjórn peningamála hverju sinni og munu því einnig endurspegla viðbrögð bankans við öðrum búhnykkjum eða búsifjum sem hefðu jafn viðamikil áhrif og áætlað var að Noral-verkefnið hefði. Eins og fram kom í svari bankans hafði bankinn ekki möguleika á því að leggja sjálfstætt mat á efna- hagsleg áhrif verkefnisins innan þess tímaramma sem honum var settur, auk þess sem hann hafði ekki aðgang að öllum gögnum sem nauðsynleg voru til að leggja sjálfstætt mat á þjóðhagsleg áhrif verkefnisins. Af þeim ástæðum byggðist svar bankans í veiga- miklum atriðum á fyrri athugunum Þjóðhagsstofn- unar á áhrifum verkefnisins á innlent efnahagslíf. Það er því mikilvægt að hafa í huga að Seðlabankinn tók niðurstöður Þjóðhagsstofnunar sem gefnar og lagði ekki sjálfstætt mat á þær. Í útreikningum bankans var því í öllum megina- triðum byggt á mati Þjóðhagsstofnunar á áhrifum verkefnisins á verðbólgu og framleiðsluspennu að gefinni óbreyttri stefnu í ríkis- og peningamálum. Verkefni bankans var síðan að leggja mat á líkleg viðbrögð peningastefnunnar við áhrifum þessa verk- efnis á innlent efnahagslíf að gefnum áhrifum peningastefnunnar á hagkerfið. Verðbólgu- og fram- leiðsluspennuferlar þess dæmis sem Seðlabankinn reiknaði út eru því ekki þeir sömu og í útreikningum Þjóðhagsstofnunar. Aðalástæðan er sú að stofnunin gerði ekki ráð fyrir peningastefnulegum viðbrögðum, en vaxtahækkun bankans vegna framkvæmdanna dregur úr þeirri framleiðsluspennu og verðbólgu sem ella kæmi fram. Hins vegar er eins og í dæmi Þjóð- hagsstofnunar reiknað með óbreyttri ríkisfjármála- stefnu. Peningastefnan ber því allt álagið af sveiflu- jöfnun vegna framkvæmdanna í dæmi bankans. Hefði verið reiknað með viðbrögðum í ríkisfjár- málum, t.d. minni útgjöldum meðan á framkvæmd- um stæði, þyrftu viðbrögð peningastefnunnar ekki að verða eins harkaleg. Við mat á viðbrögðum peningastefnunnar við áhrifum Noral-verkefnisins á innlent efnahagslíf var notast við svokallaða Taylor-reglu sem er einföld lýs- ing á viðbrögðum stýrivaxta seðlabanka við þróun verðbólgu og framleiðsluspennu (sjá umfjöllun í rammagrein 5 á bls. 23). Samkvæmt þessari reglu hækkar seðlabankinn stýrivexti sína umfram ákveðið jafnvægisvaxtastig ef verðbólga er meiri en verð- bólgumarkmið bankans og ef framleiðsluspenna er í hagkerfinu, þar sem framleiðsluspenna er vísbending um hættu á aukinni verðbólgu í framtíðinni. Þessi regla hefur þótt lýsa vel vaxtaákvörðunarferli helstu seðlabanka í heiminum á tímum þar sem vel hefur til tekist við stjórn peningamála og er iðulega notuð við að áætla viðbrögð peningastefnunnar við bú- hnykkjum eða búsifjum. Við mat á frávikum stýrivaxta bankans frá jafn- vægisstýrivöxtum var því lagt út frá mati Þjóðhags- stofnunar og viðbrögð hagkerfisins við vaxtabreyt- ingum bankans metin út frá niðurstöðum margvíðs tímaraðalíkans um áhrif stýrivaxta bankans á eftir- spurn og verðbólgu sem fjallað er um í grein Þórarins G. Péturssonar í Peningamálum 2001/4.1 Þeir útreikningar miðast við að peningastefnan fari fyrst að hafa áhrif á eftirspurn og verðbólgu eftir u.þ.b. 1 ár og að áhrifin fjari smám saman út og séu svo til alveg horfin eftir um 4-5 ár. Við matið á Taylor-reglunni voru reiknaðir út átta mismunandi ferlar fyrir stýrivexti Seðlabankans miðað við mismunandi forsendur að því er varðar áhrif framkvæmdanna á framleiðsluspennu í hag- kerfinu og nákvæma útfærslu Taylor-reglunnar. Þannig var ýmist gert ráð fyrir því að framkvæmdin slægi að fullu út í framleiðsluspennu eða að hún Viðauki 1 Viðbrögð peningastefnunnar við Noral-verkefninu 1. Þórarinn G. Pétursson, „Miðlunarferli peningastefnunnar“, Peninga- mál, 2001/4, bls. 59-74. Notast er við Okun-sambandið með stikann 0,3 til að fá út áhrif vaxtabreytinga á landsframleiðslu í stað atvinnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.