Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 29

Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 29
Frávik stýrivaxta Seðlabankans, verðbólgu og framleiðsluspennu frá grunndæmi 2003-2013 með og án sérstakra viðbragða peningastefnunnar við áhrifum Noral-verkefnisins Nauðsynlegt er að hafa í huga að þessir útreikn- ingar gefa einungis til kynna möguleg viðbrögð peningastefnunnar við búhnykk af þeirri stærðar- gráðu sem Noral-verkefnið er. Þeir eru því einungis til viðmiðunar. Við raunverulegar aðstæður þarf Seðlabankinn að meta mun fleiri þætti en endur- speglast í hinni einföldu Taylor-reglu sem undir- byggir hinar tölulegu niðurstöður. Þessar niðurstöður gefa þó til kynna að framkvæmdir eins og Noral- verkefnið myndu hafa í för með sér töluvert álag á peningastefnuna, sérstaklega ef ekki fylgdu með aðgerðir í ríkisfjármálum til að draga úr eftir- spurnarþrýstingnum sem óhjákvæmilega fylgja verkefni af þessari stærðargráðu. Fyrstu árin er peningastefnan að glíma við hefðbundna eftir- spurnarþenslu, þ.e. þar sem verðbólga og fram- leiðsluspenna aukast. Viðbrögðin við þessari spennu eru hefðbundin, aðhald peningastefnunnar er aukið og vextir hækkaðir á meðan umframeftirspurninni er eytt út úr hagkerfinu. Í ljósi tímatafa miðlunar- ferlisins er hins vegar ljóst að Seðlabankinn þarf að byrja að auka aðhald peningastefnunnar nokkru áður en til raunverulegra framkvæmda kemur, sérstaklega ef þær hafa áhrif á væntingar almennings sem gæti orðið til þess að þjóðarútgjöld byrjuðu að aukast vegna verkefnisins áður en raunverulegar fram- kvæmdir hæfust. Samkvæmt mati Þjóðhagsstofnunar dregur töluvert úr spennu um miðbik tímabilsins en eykst aftur á seinni hluta þess. Viðbrögð peninga- stefnunnar eru aftur hefðbundin. Slakað er á aðhaldi í upphafi slakans og það aukið aftur þegar spennan eykst að nýju. Vegna tímatafa þarf bankinn að vera tilbúinn að draga úr aðhaldi nokkru áður en slakinn myndast og auka það aftur áður en spennan myndast að nýju. Þetta er auðvelt í útreikningum sem þessum þar sem bankinn hefur fulla vitneskju um viðsnún- inginn og tímasetningu hans. Í raunveruleikanum yrði þetta augljóslega mun erfiðara viðfangs og hætt við því að álag á peningastefnuna yrði mikið. Rétt er að ítreka að þessar niðurstöður eru háðar mikilli óvissu. Áhrif verkefnisins mundu að verulegu leyti ráðast af ástandi þjóðarbúskaparins á þeim tíma sem framkvæmdir hefjast og öðrum ytri áhrifum sem þjóðarbúið yrði fyrir á meðan á þeim stæði. Ef um- talsverð spenna væri til staðar á innlendum vöru- og vinnumarkaði þegar framkvæmdir hæfust gætu áhrifin á innlenda verð- og launaþróun orðið mun meiri en hér er gert ráð fyrir. Að sama skapi ríkir mikil óvissa um þann grunn- feril sem niðurstöður Þjóðhagsstofnunar byggjast á. Hinn mikli viðsnúningur sem gert er ráð fyrir í dæmi hennar um miðbik tímabilsins, þar sem verðbólga minnkar töluvert þrátt fyrir að enn sé framleiðslu- spenna fyrir í hagkerfinu, verður að teljast nokkuð ótrúverðugur. Þar sem byggt er á þessu mati í megin- atriðum, hefur það óhjákvæmilega áhrif á þá útreikn- inga sem sýndir eru hér. Sömuleiðis ríkir mikil óvissa um áhrif vaxta- aðgerða á verðbólgu og framleiðsluspennu og tíma- setningu áhrifanna. Ljóst er að því minni sem áhrif aðgerða í peningamálum eru eða því lengur sem þau eru að koma fram, því meiri vaxtabreytinga er þörf. Að auki má nefna að í útreikningunum er ekki gert ráð fyrir mótvægisaðgerðum í ríkisfjármálum. Komi til slíkra aðgerða er líklegt að álagið á peninga- stefnuna verði minna en hér er greint frá. Einn stærsti óvissuþátturinn tengist þó áhrifum framkvæmdanna og aðgerða í peningamálum sem fylgdu í kjölfarið á gengi krónunnar. Í útreikningum Þjóðhagsstofnunar er gert ráð fyrir óbreyttu gengi krónunnar, sem verður að teljast mjög ólíklegt þótt vissulega sé ákaflega erfitt að meta hver áhrifin yrðu í raun og veru, hvað þá að tímasetja þau með ein- hverri vissu. Gengi krónunnar gæti t.d. hækkað veru- lega snemma á framkvæmdatímanum og lækkað aftur síðar. Þessar gengissveiflur myndu líklega hafa umtalsverð áhrif á verðbólguþróunina og veruleg áhrif á raungengi og samkeppnisstöðu útflutnings- og samkeppnisgreina. Þetta hefði líklega töluverð áhrif á útreikninga Þjóðhagsstofnunar og þá útreikn- inga sem hér eru sýndir. Að lokum má geta þess að í útreikningum Þjóð- hagsstofnunar og þeim sem sýndir eru hér er gert ráð fyrir því að ekki komi til sérstakra áhrifa verkefnisins á væntingar almennings. Ef tekið er tillit til slíkra áhrifa er hugsanlegt að áhrif verkefnisins, og þar með viðbrögð peningastefnunnar, verði með nokkuð öðru móti en gert er ráð fyrir hér. Sem dæmi má nefna að vitneskja um þennan búhnykk gæti þannig orðið til að auka eftirspurn í hagkerfinu meira en sem nemur beinum áhrifum framkvæmdanna og gætu þessi áhrif komið fram áður en til beinna framkvæmda kemur. 28 PENINGAMÁL 2002/2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.