Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 31

Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 31
30 PENINGAMÁL 2002/2 Stígandi á gjaldeyrismarkaði ... Í lok janúar var vísitala gengisskráningar við 140 og við tók tímabil frekari styrkingar krónunnar. Styrking varð til byrjunar mars, þótt stöku veiking yrði á milli daga. Gjaldeyrisflæði var allstöðugt og oftar var gnótt gjaldeyris en hitt, enda staðfesta tölur um vöru- skipti við útlönd að meira var flutt út á fyrstu mánuð- um þessa árs en til landsins. Fjárfesting í erlendum verðbréfum var einnig hófleg. Markaðurinn virtist taka því með jafnaðargeði að fyrirhugaðri einka- væðingu Landssímans var frestað og aðrir atburðir virtust lítil áhrif hafa lundarfar á markaðnum. Í fyrri hluta mars glímdi markaðurinn við allmikla fjár- festingu sem tengdist gjaldeyrisviðskiptum og lét gengi krónunnar undan síga um stundarsakir en sótti síðan í sig veðrið á ný. Það styrktist enn frekar þrátt fyrir vaxtalækkun Seðlabankans, en vera kann að birting talna um utanríkisverslun í febrúar hafi gert meira en að vega upp þau neikvæðu áhrif sem vaxta- lækkunin hefði að öðru jöfnu átt að hafa. Fréttir um fyrirhugaða ábyrgðarveitingu íslenska ríkisins á láni, sem deCode Genetics hyggst taka vegna stofnunar nýs fyrirtækis um lyfjaþróun, höfðu áhrif til styrk- ingar á íslensku krónunni í upphafi apríl og einnig væntingar um að breyting á vísitölu neysluverðs sem birt var um miðjan apríl yrði hófleg. Þessar vænting- ar gengu eftir og í kjölfarið styrktist gengi krónunnar frekar þótt einstaka aðilar hafi nýtt tækifærið og lokað afleiðusamningum þegar það hentaði þeim. Um miðjan apríl lifnaði síðan yfir markaðnum og styrktist krónan og fór gengisvísitalan niður fyrir 129 síðdegis miðvikudaginn 24. apríl. Allsnarpar hreyf- ingar urðu á markaðnum á einstökum dögum. Breyt- ingin 24. apríl var t.d. yfir 2% þegar mest var en gekk þó til baka að verulegu leyti. Viðskiptin þann dag námu rúmlega 16 ma.kr. og höfðu ekki orðið meiri á einum degi frá áramótum. Skráð gengi var 130,13 föstudaginn 26. apríl. Ástæður fyrir styrkingu gengisins í seinni hluta apríl eru taldar af tvennum toga. Annars vegar virðist sem útflytjendur sem hafa legið með útflutningstekjur hafi talið að þeir væru að missa af háu verði erlendra gjaldmiðla og viljað læsa inni hagnað í íslenskum krónum, og hins vegar varð vart við erlenda fjárfesta sem hugðust nýta sér jákvæðan vaxtamun milli landa til að hagnast á skammtímasveiflum. Hinn 30. apríl var vísitala gengisskráningar 131,09 stig og hafði lækkað um Fjármálamarkaðir og aðgerðir Seðlabankans1 Frekari styrking krónunnar, lægri vextir 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem tiltækar voru þann 30. apríl 2002. Frá janúarlokum og til loka febrúar hækkaði gengi íslensku krónunnar jafnt og þétt. Þá varð skammvinn lækkun en í mars breyttist gengið lítið. Þegar leið á apríl hækkaði gengið verulega sem að nokkru má rekja til spákaupmennsku. Í lok apríl hafði vísitala gengisskráningar lækkað í u.þ.b. 130 úr 140 í lok janúar. Gengi krónunnar hafði því hækkað um liðlega 7% á þessum tíma. Seðlabankinn átti engin viðskipti á gjaldeyrismarkaðnum á þessu tímabili og því er ljóst að innflæði gjaldeyris umfram útstreymi var nokkurt og oftast án stórra verðhreyfinga þótt stöku hvellir kæmu undir lok apríl. Vextir á milli- bankamarkaði með krónur lækkuðu verulega upp úr miðjum mars og ollu þar nokkru aðgerðir Seðla- bankans og ríkissjóðs en aðrir atburðir höfðu einnig veruleg áhrif. Endurhverf viðskipti við Seðla- bankann náðu nýju hámarki um miðjan mars en gengu síðan til baka eftir að rýmkaðist um laust fé í kjölfar mikillar innlausnar spariskírteina í aprílbyrjun. Skuldabréfamarkaður hefur verið á þokkalegri siglingu og hlutabréfamarkaður hefur sótt í sig veðrið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.