Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 36

Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 36
PENINGAMÁL 2002/2 35 Aðlögun í þjóðarbúskapnum hefur gengið hraðar fyrir sig en áður var reiknað með og þrátt fyrir snarpan samdrátt þjóðarútgjalda hefur fjármálakerfið orðið fyrir minni áraun en hefði mátt ætla. Að hluta til skýrist það af því að aðlögunin hefur átt sér stað við tiltölulega hagstæðar ytri aðstæður og að aðlögun innlendrar eftirspurnar hefur að miklu leyti komið fram í samdrætti innflutnings. Frá því sem var um mitt sl. ár hefur verulega dregið úr þeirri hættu sem stafað gat af mikilli gengislækkun krónunnar. Upp- safnaður vandi kann þó að koma fram í dagsljósið síðar. Fjárhagsleg staða íslenskra heimila þrengdist á sl. ári þegar dró úr vexti ráðstöfunartekna og greiðslu- byrði þyngdist. Ætla má að staða margra þeirra sé það viðkvæm að umtalsverður samdráttur ráðstöfun- artekna gæti gert mörgum þeirra erfitt um vik að standa við fjárskuldbindingar sínar, einkum ef verð- bólga yrði meiri en nú er gert ráð fyrir. Fjárhagsstöðu heimilanna stafar mun meiri hætta af áframhaldandi verðbólgu en háum vöxtum. Verðbólgan í fyrra jók tímabundið á hagnað fjármálafyrirtækja. Hún hefur hins vegar aukið áhættu þeirra til lengri tíma litið með því að þyngja greiðslubyrði heimilanna. Skuldasöfnun íslenskra fyrirtækja er einnig nokkurt áhyggjuefni. Mörg hinna öflugri fyrirtækja landsins treystu þó stöðu sína í fyrra, þrátt fyrir umtalsvert gengistap. Hins vegar er hugsanlegt að uppsafnaður vandi eigi eftir að koma fram, einkum í greinum er tengjast verslun, þjónustu og byggingar- iðnaði. Fjármálafyrirtæki hafa á margan hátt brugðist við þessum aðstæðum. Aukið aðhald hefur verið í útlán- um miðað við fyrri ár og lausafjárstaðan er viðun- andi. Afkoman varð betri á heildina litið á árinu 2001 en árið á undan, meira var lagt til hliðar vegna hugsanlegs útlánataps og eiginfjárhlutfall styrktist. Þó ber að slá ýmsa varnagla. Betri afkoma skýrist að nokkru leyti af jákvæðum verðtryggingarjöfnuði fjármálafyrirtækja og verðbólguskoti. Lækkun tekju- skattshlutfallsins hafði mikil áhrif og líklegt er að útlánatap sé ekki komið að fullu fram. Í síðustu greiningu á stöðugleika fjármálakerfis- ins var sagt að sú aðlögun sem hafin væri í þjóðar- búskapnum væri bæði óhjákvæmileg og nauðsynleg. Vísbendingar væru um að erfiðari tímar væru fram- undan en ekki ástæða til að ætla annað en að á heild- ina litið gætu lánastofnanir ráðið við þann vanda sem framundan kynni að vera. Þetta mat var alljákvætt í ljósi þess að hratt gengissig hafði reynt á þolrif fjármálakerfisins. Þegar Stöðugleiki fjármálakerfisins1 Mjög hefur dregið úr ytra ójafnvægi þjóðarbúsins og horfur eru á að viðskiptahallinn í ár verði minni en 2% af vergri landsframleiðslu og jafnvel að hann hverfi með öllu. Þjóðhagslegar forsendur fjár- málastöðugleika hafa því batnað. Fjármálakerfið styrktist á síðasta ári og reyndist staða þess betri en horfur voru á um mitt árið og þegar Seðlabankinn birti síðustu úttekt sína í nóvember 2001. Hafa ber þó í huga að góð afkoma margra fjármálafyrirtækja á að töluverðu leyti rætur að rekja til tímabund- inna þátta. Því er mikilvægt að þau haldi vöku sinni, enda hugsanlegt að þau eigi enn eftir að verða fyrir útlánatapi í kjölfar mikillar útlánaþenslu síðustu ára og vísbendinga um greiðsluerfiðleika fyrirtækja og heimila. 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem tiltækar voru þann 3. maí 2002.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.