Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 37

Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 37
36 PENINGAMÁL 2002/2 fyrrnefnd greining var gerð í lok október 2001 var ekki ljóst hvenær og hve hratt gengi krónunnar myndi styrkjast á ný. Afkoma fjármálafyrirtækja og skráðra fyrirtækja var betri í fyrra en búist var við, hlutabréf hafa hækkað í verði og lækkun tekjuskatts lyfti brúnum í atvinnulífinu. Hagstæðari þróun í ytra umhverfi, aðlögunarhæfni fyrirtækja og almennings og aukin varkárni í rekstri fjármálafyrirtækja hafa skotið stoðum undir jákvætt mat á fjármálastöðug- leika. E.t.v. var tilhneiging til of mikillar svartsýni á liðnu ári, en rétt er að vara við of mikilli bjartsýni nú. Aðlögun að jafnvægi í þjóðarbúskapnum kann að virðast mýkri en útlit var fyrir um tíma. Þó er búist við samdrætti í landsframleiðslu á þessu ári og horf- ur um hagvöxt 2003 eru óvissar. Enn fremur dylja tölur um vöxt landsframleiðslu á sl. ári nokkuð harkalegan samdrátt í þjóðarútgjöldum sem búist er við að haldi áfram á yfirstandandi ári. Rekstrarvandi sumra fyrirtækja á heimamarkaði og miklar skuldir bæði heimila og fyrirtækja eru viss hættumerki sem gefa til kynna að lítið borð sé fyrir báru. Tapsáhætta lánastofnana er því að aukast enda kemur útlánatap gjarnan fram á löngum tíma eftir að útlánaþenslu og uppsveiflu lýkur. Taka þarf á þeim vanda sem fyrir er og búa í haginn fyrir ófyrirséða atburði. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins skilaði áliti sínu á stöðu íslenskra efnahagsmála í mars sl. Í því var að finna ýmsar ábendingar um áhættuþætti í fjármálakerfinu. Til upplýsingar og örvunar umræðu um þessi mikilvægu mál eru í viðauka 2 tilgreindar ábendingar sendinefndarinnar varðandi fjármála- stöðugleika og fjallað um nokkur atriði þeim tengd. Álitið er birt í heild sinni í þessu hefti Peningamála. Þjóðhagsvísbendingar Hagstæð ytri skilyrði stuðla að stöðugleika þrátt fyrir hraða aðlögun Fráhvarfseinkenni ofþenslu sem einkenndi þjóðar- búskapinn árin 1998-2000 hafa enn sem komið er að sumu leyti verið mildari en ætla mátti. Það má meðal annars rekja til þess að ytri skilyrði þjóðarbúsins hafa hingað til verið fremur hagstæð á meðan þjóðar- búskapurinn hefur leitað jafnvægis eftir tímabil of- þenslu. Þegar slík aðlögun á sér stað má gera ráð fyrir að reyni á fjármálakerfið og að það verði viðkvæm- ara en ella fyrir ytri skakkaföllum. Sú varð t.d. raunin í Svíþjóð og Finnlandi fyrir u.þ.b. áratug. Þá varð þjóðarbúskapur landanna fyrir ytri áföllum á sama tíma og hann leitaði jafnvægis eftir tímabil ofþenslu. Afleiðingin varð kostnaðarsöm fjármálakreppa. Reyndar var efnahagsástand í viðskiptalöndum Íslands í lægð undanfarið ár, en það hafði ekki í för með sér samdrátt í útflutningi eða versnandi við- skiptakjör. Síðustu mánuði hafa horfur í efnahags- málum helstu viðskiptalanda batnað á ný, þótt viss hætta sé á bakslagi (sjá rammagrein 4 bls. 18). Viðskiptakjör bötnuðu ekki jafn mikið í uppsveiflu síðustu ára og í uppsveiflum á 8. og 9. áratugum 20. aldar, né heldur stafar afturkippurinn í kjölfar hennar af rýrnun viðskiptakjara eða öðrum ytri áföll- um, eins og oftast áður. Þvert á móti bötnuðu við- skiptakjör nokkuð á sl. ári, á sama tíma og þjóðar- útgjöld drógust saman. Fyrir vikið hefur óhjákvæmi- leg aðlögun gengið mun hraðar fyrir sig og verið sársaukaminni en ella. Verð sjávarafurða er tiltölulega hagstætt um þess- ar mundir og á næstunni virðast litlar líkur á verð- falli. Efnahagur viðskiptalandanna er að taka við sér eftir tiltölulega grunna lægð og ekki ástæða til að gera ráð fyrir öðru en sæmilega góðri eftirspurn á næstu misserum. Hætta á verðfalli er ennfremur minni vegna þess að raunvirt verðlag sjávarafurða mælt í erlendum gjaldmiðli reis ekki eins hátt á síð- asta hagvaxtarskeiði og oft áður í uppsveiflum. Verð- lag sjávarafurða í erlendri mynt raunvirt með vísitölu neysluverðs í viðskiptalöndunum var fyrstu mánuði Mynd 1 1980 1985 1990 1995 2000 0 2 4 6 8 -2 -4 -6 -8 -10 -12 % af VLF 76 80 84 88 92 96 100 104 108 112 116 1980=100 Viðskiptajöfnuður, raungengi og viðskiptakjör 1980-2001 Heimildir: Þjóðhagsstofnun, Seðlabanki Íslands. Raungengi m.v. hlut- fallsleg laun (hægri ás) Viðskiptakjör (hægri ás) Viðskiptajöfnuður (vinstri ás)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.