Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 38

Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 38
PENINGAMÁL 2002/2 37 ársins 2002 u.þ.b. 6% hærra en að meðaltali undan- farinn áratug og álíka mikið yfir 20 ára meðaltali. Þegar raunvirt verðlag sjávarafurða varð lægst árið 1994 var það u.þ.b. 15% lægra en í ársbyrjun 2002. Má líta á það sem vísbendingu um hve mikil verðlækkun gæti í versta falli átt sér stað. Til saman- burðar lækkaði verðlag sjávarafurða um tæplega fjórðung að raunvirði frá ársbyrjun 1991 fram á mitt sumar árið 1994. Með efnahagsbata í viðskiptalönd- unum og fremur slökum horfum á framboði frá helstu samkeppnislöndum er mikil og skyndileg lækkun ósennileg. Meðal þess sem stuðlaði að hjöðnun viðskipta- halla og bættri stöðu þjóðarbúsins á sl. ári var lækkun olíuverðs um 4% í erlendri mynt að meðaltali, en lækkunin var meiri ef litið er til síðustu mánaða árs- ins. Auk þess dró verulega úr magni innflutningsins. Horfur á olíumörkuðum eru ævinlega óvissar. Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og herferð Bandaríkjanna gegn hryðjuverkasamtökum og ríkjum sem talin eru styðja þau auka hættu á umtalsverðri verðhækkun, eins og varð í byrjun ársins. Rúm birgðastaða og verð í framvirkum viðskiptum gætu á hinn bóginn bent til lækkunar á næstu misserum (sjá rammagrein 2 um ástand og horfur á olíumörkuðum á bls. 9). Þótt fátt bendi til þess að umtalsverð rýrnun á viðskiptakjörum þjóðarinnar sé fyrir stafni er eigi að síður rétt að hafa hugfast að breytingar á viðskipta- kjörum eru lítt fyrirsjáanlegar. Ef verð útfluttra sjávarafurða lækkaði umtalsvert á sama tíma og olíu- verð hækkaði og aflabrögð versnuðu gæti það haft töluverðar þrengingar í för með sér. Líkur á slíku samspili virðast þó fremur litlar. Útflutningur jókst töluvert hraðar á sl. ári en spár Þjóðhagsstofnunar gerðu ráð fyrir, eða um 7,6%. Verulegur vöxtur hljóp í útflutninginn á síðustu mánuðum ársins. Á yfirstandandi ári spáir stofnunin hins vegar dræmum vexti. Mikinn vöxt síðustu mán- uði ársins 2001 má hugsanlega að nokkru leyti rekja til þess að útflytjendur sjávarafurða gengu á birgðir sínar, enda verðlag á erlendum mörkuðum hátt og gengi krónunnar lágt. Einnig minnkuðu álfram- leiðendur birgðir sínar á árinu. Kvótastaða er þó góð á heildina litið. Því ætti ekki að verða umtalsverð lægð í útflutningi þegar dregur að lokum fiskveiði- ársins þótt hærra hlutfall þorskkvóta yfirstandandi fiskveiðiárs hafi þegar verið veitt en á sama tíma undanfarin ár. Horfur á stöðugu gengi hafa batnað en afleiðingar sveiflna í verðbólgu og gengi kunna að koma í ljós síðar Jafnvel þótt reiknað sé með töluvert dræmari vexti útflutnings á yfirstandandi ári, sbr. spá Þjóðhags- stofnunar, hafa þjóðhagslegar forsendur stöðugleika batnað umtalsvert. Hjöðnun viðskiptahallans varð mun hraðari en áður var reiknað með. Halla sem nemur 2% af landsframleiðslu, eins og Þjóðhags- stofnun spáir fyrir árið 2002, má telja sjálfbæran. Vöruskiptaafgangur fyrstu tvo mánuði ársins bendir enn fremur til þess að viðskiptahallinn gæti orðið enn minni, eða jafnvel enginn. Því hafa horfur á stöðugu gengi stórbatnað. Samdráttur þjóðarútgjalda, annað árið í röð, gæti aftur á móti reynt á fjármálakerfið. Áraunin verður þó e.t.v. minni en virst gæti við fyrstu Mynd 2 1980 1985 1990 1995 2000 0 5 10 15 20 25 -5 -10 -15 % Vöxtur útflutnings og innflutnings 1980-2001 Heimild: Þjóðhagsstofnun. %-breyting frá fyrra ári Útflutningur Innflutningur Mynd 3 1985 1990 1995 2000 80 85 90 95 100 105 110 115 1990=100 Raunvirt verðlag sjávarafurða í erlendri mynt1 janúar 1984 - mars 2002 1. Raunvirt miðað við verðlag í útflutningslöndum. Heimildir: Þjóðhagsstofnun, Seðlabanki Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.