Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 41

Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 41
40 PENINGAMÁL 2002/2 ...en góð staða þeirra kann að gefa ranga mynd af stöðu fyrirtækja í heild Sú tiltölulega jákvæða mynd sem dregin var upp af afkomu fyrirtækja hér að framan kann að gefa bjart- ari mynd af stöðu fyrirtækja í heild en efni standa til. Í fyrsta lagi gefa Verðbréfaþingsfyrirtækin ekki rétta mynd af allri flóru fyrirtækja í landinu. Í öðru lagi hefur lægðin í efnahagslífinu, enn sem komið er, ekki snert nema fáar atvinnugreinar, enda hagvöxturinn í fyrra, þrátt fyrir allt, einhver hinn mesti meðal þróaðra ríkja á því ári. Á hitt ber þó að líta að fyrir- tæki burðast oft árum saman með vanda í rekstri sem upphaflega verður til vegna ytri áfalla, áður en þau leggja upp laupana. Gjaldþrot ná því oft hámarki jafnvel nokkrum árum eftir að samdráttarskeiði lýk- ur. Haggögn gefa vísbendingu um viðkvæma stöðu margra fyrirtækja. Skuldir fyrirtækja jukust enn á sl. ári. Að hluta til gerðist það með sjálfvirkum hætti vegna gengislækkunar krónunnar og vísitöluhækk- unar verðtryggðra lána. Gengisbundnar skuldir juk- ust um fjórðung á sl. ári. Þar af má rekja 17% til breytinga á gengi krónunnar. Vöxtur skulda í inn- lendum gjaldmiðli var minni, eða 15%, sem er þó töluvert umfram innlenda verðbólgu. Sem hlutfall af landsframleiðslu námu skuldir fyrirtækja í árslok 128% af landsframleiðslu. Hækkun krónunnar og meiri landsframleiðsla en áður var reiknað með lög- uðu stöðuna þó aðeins frá því sem lýst var í nóvem- berhefti Peningamála. Greinileg vísbending um að það sverfi að hjá mörgum fyrirtækjum er fjölgun gjaldþrota og árang- urslausra fjárnáma á undanförnum árum. Í fyrra fjölgaði árangurslausum fjárnámum hjá fyrirtækjum, sem að jafnaði eru fyrirboði gjaldþrota, um tæplega 80% frá fyrra ári og voru meira en þrisvar sinnum fleiri en árið 1998. Sögulegan samanburð við fyrri niðursveiflur í efnahagslífinu skortir, þannig að erfitt er að gera sér grein fyrir hvers má vænta og hversu næm þessi stærð er fyrir hagsveiflum. Saman- burðurinn við 1998 kann að vera óhagstæður vegna þess að það ár var óvenjulega gott. Ennfremur skortir upplýsingar um hversu háar fjárhæðir eru í húfi. Nýleg framvinda bendir þó til að harðnað hafi á dalnum hjá mörgum fyrirtækjum. Gjaldþrotum fjöl- gaði ekki eins mikið, eða um fimmtung milli áranna 2000 og 2001, en fjölgun árangurslausra fjárnáma bendir til að þeim kunni að fjölga á næstunni. Hækkun gengis krónunnar hefur létt á þrýstingi á fyrirtæki sem eru skuldsett í erlendum gjaldmiðlum. Að því leyti er staðan betri nú en í nóvember sl. Hins vegar er rétt að hafa í huga að fyrirtækjum stafar ekki aðeins hætta af lækkun gengis, heldur af sveiflum í gengi almennt, þar sem þær leiða til aukins mismun- ar í afkomu fyrirtækja og auka líkur á mistökum. Mikilli gengishækkun fylgir því einnig áhætta, sér- staklega á sviðum þar sem samkeppni ríkir, ef sum- um fyrirtækjum tekst betur upp við tímasetningu innkaupa, fjárfestingar og fjármálalegra aðgerða en öðrum og tekst að bæta samkeppnisstöðu sína og markaðshlutdeild. Vaxandi greiðslubyrði heimilanna hefur þrengt fjárhagslega stöðu þeirra verulega og gæti leitt til aukinna vanskila Til að meta hugsanlega hættu sem fjármálakerfinu kynni að stafa af fjárhagslegri stöðu heimilanna er nauðsynlegt að skoða samspil ráðstöfunartekna heimilanna, þ.e.a.s. breytinga sem orðið hafa eða eru líklegar til að verða á kaupmætti þeirra og dreifingu, annars vegar og breytinga á greiðslubyrði skulda heimilanna hins vegar. Í fyrri greinargerðum um stöðugleika fjármálakerfisins hefur Seðlabankinn oft beint athyglinni að sívaxandi skuldum íslenskra heimila, sem eru einhver hin skuldsettustu í heimi. Hlutfall skulda af ráðstöfunartekjum var 20% í árslok 1980, 80% í árslok 1990 og er talið hafa hækkað úr 160% árið 2000 í 167% á síðasta ári. Hefur skulda- söfnunin aldrei verið eins hröð miðað við ráðstöfun- artekjur og árin 1998-2000, en heldur hægði á henni á síðasta ári. Skuldahlutfall heimila á Íslandi er hærra Mynd 7 Heimild: Lánstraust hf. 1996 1997 1998 1999 2000 2001 0 200 400 600 800 1.000 1.200 1.400 1.600 1.800 2.000 2.200 Fjöldi Árangurslaus fjárnám Gjaldþrot Fjöldi árangurslausra fjárnáma og gjaldþrotaúrskurða fyrirtækja 1996-2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.