Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 44

Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 44
PENINGAMÁL 2002/2 43 sem heimilin hafa til ráðstöfunar eftir greiðslu vaxta og afborgana. Í ljósi ótryggari atvinnu má ætla að heimilin verði hér eftir tregari en áður til að bæta sér það upp með frekari lánum og lánastofnanir ófúsari að lána þeim. Samspil aukinnar greiðslubyrði, minnkandi kaupmáttar ráðstöfunartekna margra launþega og vaxandi atvinnuleysis er líklegt til að leiða til aukinna vanskila í lánakerfinu. Slíkir erfið- leikar eru þegar byrjaðir að koma fram, eins og sjá má af fjölgun árangurslausra fjárnáma hjá ein- staklingum. Vanskil eru þó enn miklu minni en þau voru snemma á síðasta áratug. Hættan sem fjármálakerfinu er búin sakir skuld- settra heimila kann að ráðast nokkuð af því hvernig skuldir þeirra skiptast. Skuldir á borð við þær sem stofnað er til vegna íbúðarkaupa, bera fasta vexti, eru til langs tíma og traust veð eru fyrir, eru síður líkleg- ar til að valda vandkvæðum en þær sem bera breyti- lega vexti, eru til skamms tíma og engin eða ótraust veð eru á bak við. Frá árinu 1996 til ársins 2000 jókst hlutdeild skulda við fjármálafyrirtæki, þ.e. banka og sparisjóði og í minna mæli eignarleigur og verðbréfa- sjóði. Árin 1998-2000 kom u.þ.b. helmingur af nýju lánsfé heimilanna frá þeim. Þessar stofnanir hafa því á undanförnum árum orðið mun næmari fyrir áhættu sem stafar af vaxandi greiðslubyrði heimilanna, en ætla má að hér sé að miklu leyti um neyslulán að ræða sem lakari veð eru fyrir en húsnæðisskuldunum, eða engin. Í fyrra dró hins vegar verulega úr lántökum heimilanna hjá fjármálafyrirtækjum og námu þær aðeins 6% nýrra lána. Ætla má að þar gæti meðal annars áhrifa vaxandi greiðslubyrði, bæði vegna stækkandi stofns skulda en einnig vegna hærri vaxta, og meiri óvissu um vöxt ráðstöfunartekna. Einnig jókst sókn í húsnæðislán eftir að útlánareglur voru rýmkaðar. Til þess að meta hversu viðkvæm fjárhagsleg staða heimilanna er getur verið gagnlegt að skoða raunvaxtabyrði heimilanna, þ.e.a.s. hversu hátt hlut- fall ráðstöfunartekna heimilin þurfa að greiða til að raunvirði skulda þeirra aukist ekki. Verði hlutfallið hátt eykst hættan á að skuldastaða margra heimila verði óviðráðanleg. Frá árinu 1990 hefur það hækkað úr 3,6% af ráðstöfunartekjum í 11%. Hækkun vaxta á hér hlut að máli, en er ekki meginástæðan. Hækkun allra vaxta um 1% eykur greiðslubyrðina miðað við núverandi skuldir um u.þ.b. 1,7% af ráðstöfunar- tekjum. Meðalraunvextir á lánum til heimilanna hækkuðu úr 4,8% árið 1990 í 6,5% á liðnu ári. Hækk- un meðalraunvaxta má að mestu leyti rekja til minnk- andi hlutdeildar eldri lágvaxtalána í heildarskuldum heimilanna, en einnig þess að stærri hluti lánanna er nú tekinn utan þess sem kalla mætti hið félagslega lánakerfi, Íbúðalánasjóðs, Lánasjóðs íslenskra náms- manna og að nokkru leyti lífeyrissjóðanna. Ein og sér hefði hækkun meðalraunvaxta hækkað raunvaxta- byrðina um 1,2% af ráðstöfunartekjum. Það sem eftir stendur af hækkun raunvaxtabyrðarinnar, eða 6,2%, má hins vegar að langmestu leyti skýra með stærri skuldastofni. Meginhluti skulda heimilanna er til langs tíma. Gróflega áætlað er meðaltími til upp- greiðslu u.þ.b. 12 ár og ætla má að vel yfir 80% lánanna séu verðtryggð. Mikill meirihluti annarra lána en húsnæðislána og námslána er hins vegar á breytilegum vöxtum, en breytanleikinn er mestur hjá innlánsstofnunum, sem eiga um fjórðung af skuldum heimilanna. Fjárhagsleg staða heimilanna hefur orðið til muna viðkvæmari á undanförnum árum. Skuldir þeirra eru það miklar að verði umtalsverð rýrnun á ráðstöfunar- tekjum þeirra gæti verulega þrengt að fjárhag heim- ila, einkum ef greiðslubyrði vex sökum hækkunar vaxta eða mikillar verðbólgu. Fjárhagslegri stöðu heimilanna er líklega meiri hætta búin af uppsveiflu í verðbólgu en vöxtum, því að meginhluti skulda heimilanna er verðtryggður og með fasta vexti. Stærsta hættan er fólgin í samspili dvínandi kaup- máttar launa, vaxandi atvinnuleysis og verðbólgu, en hugsanlegur skaði sem fjármálakerfið gæti orðið fyrir vegna slíkrar þróunar ræðst að nokkru af Mynd 15 Heimild: Lánstraust hf. 1996 1997 1998 1999 2000 2001 0 500 1.000 1.500 2.000 2.500 3.000 3.500 4.000 4.500 5.000 5.500 Fjöldi Fjöldi árangurslausra fjárnáma hjá einstaklingum 1996-2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.