Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 56

Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 56
og hrávörur sem stofnun hefur eignast eða heldur eftir með endursölu í huga og/eða í því skyni að hagnast á skammtímabreytingum á markaðsvirði þeirra. Við útreikning á útlánaáhættu eru einstakir eignaliðir vegnir með viðeigandi áhættuvog eftir áætlaðri greiðslugetu skuldara. Í öðru lagi tekur áhættugrunnurinn til gjald- eyrisáhættu (e. currency risk) allra eigna- og skulda- liða og liða utan efnahagsreiknings sem eru í erlend- um gjaldmiðli, gulli og í íslenskum krónum með gengisviðmiðun óháð því hvort um er að ræða liði innan eða utan veltubókar. Áhættugrunnur vegna gjaldeyrisáhættu er hrein gjaldeyris- og gullstaða lánastofnunar sem er umfram 2% af eigin fé hennar. Við útreikning á gjaldeyrisstöðu er fyrst reiknuð opin gjaldeyrisstaða í einstökum gjaldmiðlum og því næst hrein gjaldeyrisstaða lánastofnunarinnar. Í þriðja lagi nær áhættugrunnurinn til stöðuáhættu (e. position risk) sem tengd er skuldaskjölum, hluta- bréfum og hrávörum í veltubók. Stöðuáhætta er tengd stöðu lánastofnunar í tilteknu fjármálaskjali sem er tilkomin vegna hugsanlegra breytinga á verði skjalsins.1 Í fjórða lagi tekur áhættugrunnurinn til mótaðila- áhættu (e. counterparty risk) sem tengd er viðskipt- um með verðbréf og hrávörur í veltubók. Mótaðila- áhætta felst almennt í því að gagnaðili fjármálasamn- ings uppfylli ekki ákvæði hans. Mótaðilaáhætta getur falist í afhendingaráhættu, uppgjörsáhættu og útlána- áhættu. Í fimmta lagi nær áhættugrunnurinn til umfram- áhættu stórra áhættuskuldbindinga (e. large expo- sures). Endurskoðun reglna um eiginfjárkröfur Eins og fram kom í Peningamálum 2001/4 stendur nú yfir endurskoðun á alþjóðlegum eiginfjárkröfum lánastofnana á vegum Basel-nefndarinnar og Fram- kvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Í lok síðasta árs tilkynnti Basel-nefndin að í október 2002 mætti vænta þriðju útgáfu nýrra krafna sem byggðar yrðu á fram komnum athugasemdum við fyrri drög. Stefnt er að því að endurskoðaðar reglur taki gildi árið 2005. Eigið fé nokkurra fjármálafyrirtækja Í töflunni er sýnt hvernig eigið fé viðskiptabankanna, sex stærstu sparisjóðanna og tveggja fjárfestingar- banka skiptist niður á þá þrjá eiginfjárflokka sem um er rætt hér að ofan (dálkar 2-5) m.v. árslok 2001. Í dálki 6 er sýnt hversu mikill frádrátturinn er frá eigin fé og í dálki 7 er áhættugrunnur þessara fyrirtækja. Í dálki 8 er lögbundið eiginfjárhlutfall. Í síðasta dálk- inum er svo lagt mat á hversu hátt eiginfjárhlutfallið yrði ef fyrirtækin nýttu allt svigrúm til töku víkjandi lána að uppfylltum þeim reglum sem gilda um töku slíkra lána. Athuga verður þó að hér er gert ráð fyrir að hægt sé að taka öll þau víkjandi lán sem þarf en það gæti reynst erfitt að ná í slík lán á ásættanlegum kjörum. Allir viðskiptabankarnir að Sparisjóðabanka Íslands hf. undanskildum hafa nýtt sér heimildir til að taka víkjandi lán sem telst til eiginfjárhlutar A, Íslandsbanki hf. er farinn að nálgast hámark þess sem leyfilegt er og Búnaðarbanki Íslands hf. er ekki langt undan. Tveir sparisjóðir sem eru í þessari úttekt og hafa tekið víkjandi lán sem teljast til eiginfjárþátt- ar A eru Sparisjóðurinn í Keflavík og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis sem er nálægt leyfilegu hámarki. Allir viðskiptabankarnir hafa tekið víkjandi lán sem telst til eiginfjárþáttar B og eru þeir flestir ná- lægt hámarkinu. Einnig hafa allir sparisjóðirnir í úttektinni að Sparisjóði Mýrasýslu undanskildum tekið slík lán en hafa þó ennþá nokkurt svigrúm til slíkrar lántöku. Landsbanki Íslands hf. er eina fjármálastofnunin sem hefur tekið lán sem telst til eiginfjárþáttar C. Eins og áður sagði reiknast eign í öðrum fyrir- tækjum sem er umfram ákveðinn hlut til frádráttar á eigin fé.2 Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis er með stærsta frádráttinn í krónum talið en eign hans í Kaupþingi banka hf. vegur þar þyngst. Landsbanki Íslands er með næststærsta frádráttinn í krónum talið sem skýrist m.a. af eign hans í Vátryggingafélagi Íslands hf. og Líftryggingafélagi Íslands hf. Sala Landsbankans á Lýsingu hf. hafði áhrif í gegnum þennan lið til lækkunar og styrkti sú sala eiginfjár- hlutfall bankans. PENINGAMÁL 2002/2 55 1. Stöðuáhætta greinist annars vegar í almenna stöðuáhættu og hins vegar í sérstaka stöðuáhættu sbr. reglur nr. 693/2001. 2. Samkvæmt túlkun Fjármálaeftirlitsins á eiginfjárreglunum á að draga eignarhlut í öðrum fjármálastofnunum frá við útreikning eiginfjárhlut- falls, óháð því hvort hann sé í veltubók eða fjárfestingarbók.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.