Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 62

Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 62
PENINGAMÁL 2002/2 61 Verðbólgumarkmið Þáttaskil urðu í sögu gengismála og framkvæmd peningastefnu á Íslandi þegar formlegt verðbólgu- markmið var tekið upp og horfið var frá því að nota stöðugt gengi sem millimarkmið og akkeri peninga- stefnunnar. Stöðugt gengi hafði verið kjölfesta peningastefnunnar með einhverju móti nánast alla tíð frá því að krónan varð til sem sjálfstæður gjaldmiðill, þótt sveigjanleikinn hafi stundum verið svo mikill að jaðraði við flot. Ákvörðun um að taka upp verðbólgumarkmið átti sér nokkurn aðdraganda. Ljóst var að afnám hafta á fjármagnshreyfingar um miðjan síðasta áratug torveldaði framgang peningastefnu á grunni stöðugs gengis við vissar aðstæður. Erfiðleikar komu einnig í ljós við framkvæmd peningastefnunnar á árunum 1999 og 2000. Þá virtist gengisstefnan vera orðin til fyrirstöðu því meginmarkmiði Seðlabankans að halda verðlagi stöðugu. Gengi krónunnar tók svo að lækka á árinu 2000 þrátt fyrir mikla íhlutun Seðla- bankans á gjaldeyrismarkaði. Á fyrsta fjórðungi ársins 2001 var gjaldeyrisstaða bankans orðin veik, ekkert lát var á útstreymi gjaldeyris og gengi krón- unnar nálægt lægri vikmörkum gengisstefnunnar, en hún leyfði 9% frávik til hvorrar áttar frá miðgildi hinnar opinberu gengisvísitölu. Þá var orðið nokkuð ljóst að erfitt yrði að verja vikmörkin öllu lengur. Hinn 27. mars ákváðu ríkisstjórn og Seðlabanki að fara að dæmi fjölda landa sem höfðu á undan- förnum árum tekið upp verðbólgumarkmið, og gengi krónunnar var látið fljóta. Undirbúningur að hugsan- legri breytingu hafði staðið um nokkurt skeið innan Seðlabankans, enda bentu rannsóknir til þess að verðbólgumarkmið myndi henta betur hér en einhliða fastgengisstefna. Ákveðið var með sameiginlegri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans að verðbólgumarkmið bankans yrði 2½% og því skyldi náð eigi síðar en 2003. Einnig voru skilgreind þol- mörk, þ.e.a.s. 1½% frávik til hvorrar áttar. Færi verð- bólgan út fyrir þolmörkin bæri Seðlabankanum að senda greinargerð til ríkisstjórnar og skýra ástæður þessa og leggja mat á það hvenær verðbólgumark- miði yrði náð að nýju og gera grein fyrir nauðsyn- legum aðgerðum í því skyni. Þessa greinargerð skyldi birta opinberlega. Í ljósi aðstæðna sem ríktu þegar verðbólgumarkmið var tekið upp voru efri þol- mörkin þó höfð hærri fyrst í stað, og mátti verð- bólgan vera allt að 6% það sem eftir lifði ársins 2001 og 4½% árið 2002 án þess að krafist yrði sérstakrar greinargerðar Seðlabankans. Þolmörk verðbólgu- markmiðsins voru rofin þegar í júní 2001, og sendi Seðlabankinn þá ríkisstjórninni greinargerð sem var birt opinberlega. Síðan hefur bankinn gert reglulega grein fyrir framvindu verðlags og horfum í ársfjórð- ungsriti sínu, Peningamálum. Verðlagsþróun Meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi eins og ég gat um áðan. Ég mun því víkja að verðlagsþróun síðastliðins árs og þeim þátt- um sem höfðu þar mest áhrif. Verðbólga jókst mjög á árinu. Vísitala neysluverðs hækkaði um 9,4% frá upphafi til loka árs, og hafði tólf mánaða hækkun vísitölunnar ekki orðið meiri frá því í ágúst 1990. Verðbólga milli áranna 2000 og 2001 var að meðal- tali 6,7%. Það er mesta meðalverðbólga frá 1991. Framleiðni, mæld sem aukning landsframleiðslu umfram vöxt vinnuafls, jókst hins vegar um 2,7% árið 2000, en aðeins um 1% árið 2001. Gengi krón- unnar lækkaði um tæplega 15% á árinu 2001 og tæp- lega 17% frá meðalgengi ársins á undan. Gengis- lækkun krónunnar frá miðju ári 2000 má öðru fremur rekja til mikils viðskiptahalla og nettóútstreymis Mynd 1 J F M A M J J Á S O N D J F M A M J J Á S O N D 2000 2001 100 105 110 115 120 125 130 135 140 145 150 31. des. 1991=100 Gengisvísitala og vikmörk hennar 2000-2001 Heimild: Seðlabanki Íslands. Meðaltal mánaðar. Vikmörk sýnd fram til mars 2001.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.