Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 63

Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 63
62 PENINGAMÁL 2002/2 vegna kaupa á erlendum verðbréfum og beinnar erlendrar fjárfestingar. Fjármögnun hallans gekk bærilega fram eftir ári 2000, en varð tregari síðari hluta þess árs, og árið 2001 lækkaði gengi krónunnar nær stöðugt til loka nóvember. Raungengi krónunnar var þá orðið lægra en það hafði verið um áratuga skeið og lægra en Seðlabankinn taldi samrýmast aðstæðum í þjóðarbúskapnum. Gengislækkun krónunnar leysti úr læðingi verð- bólguþrýsting sem safnast hafði upp á undan- gengnum árum. Um árabil jókst launakostnaður á Íslandi langt umfram framleiðni. Á árunum 1996- 2001 hækkuðu laun á framleiðslueiningu um 11,5% hér á landi, en 2,2% í viðskiptalöndunum. Hátt gengi krónunnar fram á árið 2000 hafði veitt aðhald gegn verðbólguáhrifum launahækkana, en þetta aðhald brast á árinu 2001. Munur á verðbólgu hér á landi og í helstu viðskiptalöndunum jókst eins og nærri má geta. Í helstu viðskiptalöndum Íslendinga lækkaði verðbólga að meðaltali úr 2,7% í júní 2001 í 1,8% í desember. Oft er til þess vitnað að innlendar atvinnugreinar sem eru í samkeppni við sambæri- legar greinar erlendis geti ekki til lengdar búið við mikinn vaxtamun. Það má vissulega til sanns vegar færa, enda háum vöxtum aðeins ætlað að standa í þann tíma sem þarf til að koma aftur á viðunandi jafnvægi. Hins vegar er jafnljóst að samkeppnis- greinar geta ekki búið árum saman við margfalt meiri verðbólgu hér á landi en í samkeppnislönd- unum. Því er það brýnt verkefni í efnahagsmálum að koma verðbólgu niður á það stig sem er í sam- keppnislöndum. Margvíslegar vísbendingar komu fram á árinu 2001 um mikla þenslu í efnahagslífinu. Spenna á vinnumarkaði var mikil allt fram undir lok ársins. Atvinnuleysi var að meðaltali aðeins 1,3%, en fór heldur vaxandi síðustu mánuði ársins. Spenna á vinnumarkaði kom einnig fram í vaxandi launaskriði. Frá fjórða ársfjórðungi 2000 til jafnlengdar 2001 hækkuðu laun í einkafyrirtækjum, öðrum en fjár- málastofnunum, um nálega 3½% umfram ákvæði kjarasamninga, en árin á undan hafði launaskrið lengst af verið á bilinu 1½-2%. Síðustu mánuði ársins mátti þó sjá að launaskrið færi minnkandi. Laun í opinbera geiranum héldu einnig áfram að hækka umfram laun annarra, en nýir kjarasamningar við nokkra hópa opinberra starfsmanna leiddu til umtalsverðra launahækkana. Mikill hagvöxtur Eftir óhóflegan vöxt útlána um þriggja ára skeið dró úr þeim á árinu 2001. Ef leiðrétt er fyrir áhrifum af gengislækkun krónunnar og vísitöluhækkun á verð- tryggð lán jukust útlán hjá innlánsstofnunum um 7½% á síðasta ári, en höfðu aukist um 20% árið áður. Útlán lánakerfisins í heild jukust hins vegar meira. Það stafar einkum af auknum lánum til íbúðakaupa. Á liðnu ári var lengst af lagt fast að Seðlabank- anum að lækka vexti meira en gert var. Stýrivextir Mynd 2 J F M A M J J Á S O N D J F M A M J J Á S O N D 2000 2001 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 % Neysluverðsvísitala eftir eðli og uppruna 2000-2001 Heimild: Hagstofa Íslands. 12 mánaða %-breyting Húsnæði Innlendar vörur án búvöru og grænmetis Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks Önnur þjónusta Mynd 3 J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S N 1998 1999 2000 2001 5 10 15 20 25 30 35 40 % Útlán innlánsstofnana 1998-2001 Heimild: Seðlabanki Íslands. 12 mánaða %-breyting Útlán Útlán án gengis- og verðbólguuppfærslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.