Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 64

Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 64
PENINGAMÁL 2002/2 63 bankans voru lækkaðir um 0,5% í mars og 0,8% í nóvember. Í þeirri miklu umræðu var því meðal annars haldið að Seðlabankanum að efnahagslægðin eins og það var kallað væri senn að baki, framundan væri stórfelldur samdráttur og jafnvel kreppa og atvinnulífið ætti mjög í vök að verjast. Allt reyndist þetta mjög orðum aukið. Hagvöxtur var mikill á liðnu ári þótt hann næði ekki metárunum, og er nú ætlað að hann hafi verið 3%. Til samanburðar má geta þess að hagvöxtur í evrulöndum er talinn hafa verið 1,5% og í stærstu iðnríkjum heimsins 1%. Hag- vöxtur á Íslandi árið 2001 var því meiri en í flestum iðnríkjum heimsins. Þá reyndist hagvöxtur á árinu 2000 hafa verið mun meiri en talið var lengst af í fyrra eða 5½% samkvæmt nýjustu tölum. Fram- leiðsluspenna í hagkerfinu, þ.e. hagvöxtur umfram framleiðslugetu, var því mun meiri en fyrri spár höfðu bent til. Þessi spenna átti sinn þátt í verðbólgu- þróun liðins árs. Þetta þýðir einnig að framleiðslu- spennu hefur gætt lengur en áður var talið. Hins vegar dró úr ofþenslu, og kom það meira við sumar atvinnugreinar en aðrar. Verulega dró úr inn- flutningi varanlegra neysluvara eins og bifreiða, auglýsingatekjur fjölmiðla skruppu saman og eftir- spurn eftir atvinnuhúsnæði minnkaði svo að dæmi séu tekin. Það breytir ekki því að áfram var þörf á aðhaldssamri peningastefnu til að stuðla að jafnvægi í efnahagslífinu og draga úr þeirri miklu framleiðslu- spennu sem hér var á síðasta ári. Ekki fer á milli mála að aðhald í peningamálum stuðlaði að hjöðnun ofþenslu og lagði um leið grunn að því að hratt gæti dregið úr verðbólgunni sem fylgdi í kjölfar gengis- lækkunar krónunnar. Seðlabankinn framfylgir peningastefnunni ekki síst með því að stýra vöxtum á peningamarkaði, einkum með ákvörðun ávöxtunar í endurhverfum viðskiptum sínum við lánastofnanir. Ávöxtun á peningamarkaði hefur sterk áhrif á gjaldeyrisstrauma og þar með á gengi krónunnar og til lengdar á inn- lenda eftirspurn. Í litlu og opnu hagkerfi skiptir gengi gjaldmiðilsins töluverðu máli fyrir innlenda verð- lagsþróun og efnahagslífið almennt. Vaxtabreytingar hafa þannig áhrif á verðbólgu bæði í bráð og lengd, til skamms tíma í gegnum gengi krónunnar sem er næmt fyrir vaxtabreytingum og til langs tíma með því að hafa áhrif á eftirspurn og framleiðsluspennu. Rannsóknir Seðlabankans benda til þess að vextir hafi svipuð áhrif á verðbólgu til lengdar og í öðrum iðnríkjum. Háir vextir valda því ekki verðbólgu. Þeir slá á verðbólgu. Seðlabankar í stóru efnahags- umhverfi, svo sem í Bandaríkjunum og Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, þurfa ekki að hugsa mjög um gengið þó að þeir geri það stundum í orði kveðnu. Ástæðan er sú að þessar efnahagsheildir eru sjálfum sér nógar að verulegu leyti og gengisbreytingar hafa sáralítil áhrif á verðbólgu. Seðlabanki Íslands getur hins vegar ekki leyft sér að horfa fram hjá gengis- þróun, svo mikil áhrif sem hún hefur hér á verðlag. Tregða Seðlabankans til að lækka vexti síðustu mánuði tengist ekki síst áhyggjum vegna gengis- þróunarinnar. Þótt athuganir sýni að gengið muni líkast til styrkjast frá upphafi til loka þessa árs, sýnir reynsla undanfarinna vikna að það er mjög viðkvæmt fyrir utanaðkomandi áhrifum og hefur sveiflast nokkuð á allra síðustu vikum. Samningar aðila á vinnumarkaði um rauðu strikin í maí hafa valdið því að þessi skammtímasjónarmið hafa vegið þyngra en ella í afstöðu Seðlabankans. Bankinn hefur talið það afar mikilvægt að stuðla að því að rauðu strikin haldi. Þá er það einnig ljóst af þeim tölum sem hafa verið að berast úr hagkerfinu allt til þessa, að öldufaldur þenslu og spennu í efnahagslífinu reis hærra en áður var talið og hefur hnigið hægar og minna en reiknað var með. Mynd 4 J M M J S N J M M J S N 2000 2001 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 % Vextir í endurhverfum viðskiptum Seðlabankans við lánastofnanir 2000-2001 Heimild: Seðlabanki Íslands. Nafnvextir Raunvextir miðað við vísitölu neysluverðs Raunvextir miðað við verðbólguálag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.