Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 67

Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 67
66 PENINGAMÁL 2002/2 Inngangur Örugg greiðslukerfi stuðla að traustu fjármálakerfi og fjármálastöðugleika. Víðast hvar gegna seðla- bankar þýðingarmiklu hlutverki í greiðslukerfum landa sinna. Eitt af lögmæltum hlutverkum Seðla- banka Íslands er að stuðla að virku og öruggu greiðslukerfi í landinu og við útlönd.2 Að undanförnu hefur Seðlabankinn tekið frumkvæðið í því að breyta íslenskum greiðslukerfum til samræmis við alþjóðlegar kröfur. En hverjar eru þessar kröfur og hver er grundvöll- ur þeirra? Að því er íslensk greiðslukerfi varðar má í stórum dráttum skipa þeim í tvo flokka. Til fyrri flokksins teljast leiðbeinandi tilmæli sem hafa verið mótuð af hálfu Alþjóðagreiðslubankans3 og kveða á um vönduð vinnubrögð og traust umhverfi greiðslu- miðlunar sem draga úr hættu á kerfisbresti.4 Þessi tilmæli hafa verið nefnd kjarnareglurnar 10.5 Þótt tilmælin séu ekki lagalega skuldbindandi hér á landi hefur það verið markmið Seðlabanka Íslands að móta íslensk greiðslukerfi þannig að þau uppfylli kröfur þeirra.6 Í síðari flokkinn falla reglur er varða greiðslu- miðlun og greiðslukerfi sem teknar hafa verið inn í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Fyrst og fremst er þar um að ræða tilskipanir sem felldar hafa verið inn í viðauka IX við EES-samn- inginn um fjármálaþjónustu. Ísland er skuldbundið til þess að lögfesta þessar reglur. Í þessari grein verður fjallað um þennan síðari flokk alþjóðlegra krafna, þ.e. EES-reglur um greiðslumiðlun og greiðslukerfi. Þessar reglur byggj- ast á EB-rétti og er því nauðsynlegt að fjalla nokkuð um helstu reglur EB-réttar á þessu sviði og þann mun sem er á EB-rétti og EES-rétti að þessu leyti. Þá verður fjallað um þau markmið sem mótuð hafa verið á vettvangi bandalagsins varðandi greiðslumiðlun og greiðslukerfi. Þau miða að mótun sameiginlegs greiðslusvæðis7 í Evrópusambandinu og eru nátengd markmiðunum að baki innri markaðinum og mynt- bandalaginu. Þess má vænta að stofnanir bandalags- ins setji nýja löggjöf á sviði greiðslumiðlunar til þess að ná þessum markmiðum. Í greininni verður fjallað um væntanleg áhrif þessa á EES-samninginn og EFTA-ríkin en þau eru skuldbundin til þess að lög- festa nýjar reglur um innri markaðinn sem teknar verða upp í EES-samninginn. Því má búast við að Ísland geti orðið bundið af nýjum reglum á þessu sviði. Reglur í EB-rétti um fjármagnsflutninga og greiðslur Frelsi í vöruviðskiptum, fólksflutningum, þjónustu- starfsemi og fjármagnsflutningum á innri markaði bandalagsins byggist á því að ekki séu lögð höft á greiðslur. Rétturinn og skyldan til þess að koma á frjálsum flutningum fjármagns taka til þessarar for- sendu fjórfrelsisins. Greiðslur í tengslum við þjón- ustustarfsemi, vöruflutninga, fólksflutninga eða fjár- magnsflutninga milli aðildarríkja skulu því lausar við öll höft.8 Fyrir tilkomu Maastrichtsamningsins var kveðið á um frjálsa fjármagnsflutninga í 67.-73. gr., sbr. 106. gr. Rómarsamningsins. Jafnframt var samþykkt af- HALLGRÍMUR ÁSGEIRSSON1 Greiðslumiðlun á Evrópska efnahagssvæðinu 1. Höfundur starfar á fjármálasviði Seðlabanka Íslands sem staðgengill framkvæmdastjóra. Þau sjónarmið sem koma fram í greininni eru höfundar og ekki endilega þau sömu og sjónarmið Seðlabanka Íslands. 2. Sjá 4. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001. 3. Á ensku: Bank of International Settlements (BIS). 4. Tómas Örn Kristinsson, bls. 58-63. 5. Á ensku: 10 Core Principles for Systemically Important Payment Systems. 6. Hallgrímur Ásgeirsson, bls. 75-78. 7. Á ensku: Single Payment Area, á frönsku: Espace unique de Paiement, á þýsku: Einheitlicher Raum für den Zahlungsverkehr. 8. Kapteyn, P.J.G., og P. VerLoren van Themaat, bls. 767.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.