Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 70

Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 70
PENINGAMÁL 2002/2 69 hafa verið felldar inn í EES-samninginn. EES-réttur á þessu sviði gengur þó nokkru skemmra en EB-rétt- ur. Verður nú fjallað nánar um ákvæði EES-samn- ingsins á þessu sviði. Efnisreglur í EES-rétti um fjármagnsflutninga og greiðslur eru sambærilegar efnisreglum í EB-rétti eins og þær voru fyrir gildistöku Maastricht- samningsins. Kveðið er á um frjálsa fjármagnsflut- ninga í 40.-45. gr. EES-samningsins og í tilskipun 88/361/EBE sem er að finna í XII. viðauka samn- ingsins. Með orðasambandinu frjálsir fjármagns- flutningar er annars vegar átt við frelsi til að yfirfæra fjármagn (og fjárfesta) almennt séð og í öðru lagi frelsi til að greiða svonefndar „gengar greiðslur“22 í tengslum við vöruviðskipti og aðra þætti fjórfrels- isins. Gengar greiðslur eru alltaf tengdar tilteknum löggerningi sem er grundvöllur þeirra.23 Um greiðsl- ur er fjallað í 41. gr. EES-samningsins en þar segir að gengar greiðslur í tengslum við þjónustustarfsemi, vöruflutninga, fólksflutninga eða fjármagnsflutninga milli samningsaðila innan ramma ákvæða samn- ingsins skuli lausar við öll höft. Þessi grein svarar til þágildandi 2. mgr. 67. gr. og 1. mgr. 106. gr. Rómar- samningsins. EES-samningurinn tekur ekki til stefnunnar í efnahagsmálum og peningamálum sem kveðið er á um í 98.-124. gr. (áður 102. gr. a - 109. gr. m) Rómar- samningsins. Þó er gert ráð fyrir samvinnu samn- ingsaðila á þessu sviði í 46. gr. samningsins. Þannig skulu þeir skiptast á skoðunum og upplýsingum um framkvæmd samningsins og áhrif samstarfsins á efnahagsstarfsemi og framkvæmd stefnu í efnahags- og peningamálum. Þessi samvinna felur þó ekki í sér neinar skuldbindingar fyrir samningsaðilana. Tvenn tilmæli og tvær tilskipanir á sviði greiðslu- miðlunar hafa verið teknar inn í IX. viðauka EES- samningsins um fjármálaþjónustu með bæði altækri og sérstakri aðlögun,24 þ.e. tilmæli 90/109/EBE um upplýsingaskyldu banka í sambandi við fjármála- viðskipti milli landa, tilmæli 97/489/EB um viðskipti með rafrænum greiðslumiðlum,25 tilskipun 97/5/EB um færslu fjármuna milli landa26 og tilskipun 98/26/EB um endanlegt uppgjör í greiðslukerfum og uppgjörskerfum fyrir verðbréf.27 Fjallað er um efni þessara tilmæla og tilskipana hér að framan. Tilmælin eru ekki lagalega bindandi hér á landi og hafa ekki verið lögfest sérstaklega. Tilskipun 97/5/EB hefur verið innleidd í íslenskan rétt, sbr. lög nr. 128/1999, um breyting á lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál, reglugerð um yfirfærslur á milli viðskiptareikninga á milli landa nr. 56/2000 og reglugerð um gjaldeyrismál nr. 679/1994. Tilskipun 98/26/EB hefur einnig verið lögfest hér á landi, sbr. lög um öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum nr. 90/1990.28 Áhrif mismunar á réttarreglum í EB-rétti og EES- rétti Eins og fram hefur komið byggist afleiddur EB-rétt- ur á sviði greiðslumiðlunar og greiðslukerfa á réttar- reglum um innri markaðinn og efnahags- og mynt- bandalagið. Þessi tengsl eru rökrétt. Þróun innri markaðarins í Evrópu (og tollabandalagsins) gerði aðildarríkin háðari hvert öðru í efnahagslegu tilliti og leiddi af sér þörf á aukinni samvinnu þeirra í efna- hagsmálum sem síðar skapaði forsendu fyrir stofnun myntbandalags. Upptaka sameiginlegrar peninga- málastefnu og sameiginlegs gjaldmiðils hefur leitt af sér kröfu um að viðskipti og framkvæmd greiðslna yfir landamæri sé jafn auðveld og ódýr á milli lan- damæra sem innan þeirra. Álitamál er hvaða áhrif það hefur á túlkun og frekari þróun EES-réttar á sviði greiðslumiðlunar og greiðslukerfa að lagalegur grundvöllur hans og markmið eru nokkuð annars eðlis en EB-réttar. Þar skiptir mestu máli að EES-samningurinn nær ekki með beinum hætti yfir efnahags- og myntbandalagið. EFTA-ríkin taka þannig ekki með beinum hætti þátt í verkefnum Evrópska seðlabankans á sviði greiðslu- miðlunar þótt seðlabankar EFTA-ríkjanna hafi nokkurt samstarf við Evrópska seðlabankann sem m.a. getur varðað greiðslumiðlun. 22. Á ensku: current payments. 23. Stefán Már Stefánsson, bls. 503. 24. Um altæka og sérstaka aðlögun, sjá bókun 1 við EES-samninginn. 25. Sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 74/98 frá 17. júlí 1998. 26. Sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 1/98 frá 30. janúar 1998. 27. Sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 53/99 frá 30. apríl 1999. 28. Þegar þetta er ritað hefur Eftirlitsstofnun EFTA ekki gert formlegar athugasemdir við lögfestingu þessara tilskipana í EFTA-ríkjunum ef frá er talin lögfesting tilskipunar 98/26/EB í Liechtenstein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.