Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 71

Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 71
Þá ber að hafa í huga að í 14. gr. (áður 7. gr. a) Rómarsamningsins er kveðið á um skyldu til að koma á innri markaði án landamæra. EES-samning- urinn kveður hins vegar á um það markmið að mynda einsleitt Evrópskt efnahagssvæði sem grundvallað sé á sameiginlegum reglum og sömu samkeppnisskil- yrðum, sbr. 1. gr. samningsins.29 Að því er varðar greiðslumiðlun er þó ekki rétt að gera mikið úr áhrif- um þessa á upptöku nýrra gerða í EES-samninginn, innleiðingu þeirra í landsrétt EFTA-ríkjanna og beit- ingu landsréttar á viðkomandi sviði. Sérstaklega ber að nefna að tvær tilskipanir (97/5/EB og 98/26/EB) um greiðslumiðlun sem byggjast á lagasamræm- ingarákvæði 100. gr. a (nú 95. gr.) Rómarsamnings- ins, en sú grein vísar til 14. gr. (áður 7. gr. a) samn- ingsins, hafa verið teknar upp í IX. viðauka EES- samningsins um fjármálaþjónustu, eins og áður segir. Að því er varðar þessar tilskipanir verður ekki séð að þessi munur á EB-rétti og EES-rétti á sviði greiðslumiðlunar hafi valdið sérstökum túlkunar- vanda.30 Á hinn bóginn má reikna með að stofnanir EB, einkum framkvæmdastjórnin og Evrópski seðla- bankinn, leggi á næstu árum aukna áherslu á tækni- lega og lagalega samræmingu á ýmsum sviðum greiðslumiðlunar og greiðslukerfa sem miði að því að efla evruna sem sameiginlegan greiðslumiðil á innri markaðinum. Álitamál er hver staða nýrrar lög- gjafar á þessu sviði verður gagnvart EES-samn- ingnum. Stefna stofnana EB á sviði greiðslumiðlunar og greiðslukerfa Aðildarríki ESB höfðu frest fram til síðari hluta ársins 1999 til þess að lögfesta ofangreindar tilskip- anir 97/5/EB og 98/26/EB.31 Framkvæmdastjórnin og Evrópski seðlabankinn hafa lagt mikla áherslu á að vandað sé til lögfestingar þessara tilskipana og er enn unnið að skoðun ýmissa álitaefna sem komið hafa upp í þeim efnum. Framkvæmdastjórnin hefur birt ýmsar niðurstöður þeirrar skoðunar á opinberum vettvangi.32 Ekki er útilokað að gerðar verði einhverjar breytingar á ákvæðum þessara tilskipana þegar aukin reynsla hefur fengist af framkvæmd þeirra. Þann 4. janúar 1999 var tekið í notkun stór- greiðslukerfi Evrópska seðlabankans (TARGET) sem er rauntímauppgjörskerfi fyrir háar greiðslu- fjárhæðir í evrum. Þá hafa bankasamtökin EBA33 þróað greiðslukerfið EURO 1 fyrir háar greiðslur í evrum þar sem uppgjör fer fram fyrir milligöngu Evrópska seðlabankans. Greiðslukerfi einstakra aðildarríkja eru hins vegar enn afar ólík og samræmt smágreiðslukerfi34 er ekki enn fyrir hendi í aðildar- ríkjunum. Framkvæmd smágreiðslna milli landa er því enn tímafrek og kostnaðarsöm. Síðasta áratug hafa framkvæmdastjórnin, Evrópuþingið og Evrópski seðlabankinn lagt vaxandi áherslu á að draga úr kostnaði neytenda og fyrirtækja af peningafærslum milli landa. Í tengslum við upp- töku seðla og myntar í evrum 1. janúar 2002 hefur það þótt óásættanlegt að þóknun sé hærri fyrir greiðslur í evrum milli landa en innan þeirra. Slíkt ósamræmi hefur verið talið standa í vegi fyrir skil- virkni innri markaðarins og trausti almennings á evrunni. Því hefur skapast pólitískur þrýstingur á stofnanir bandalagsins til að knýja lánastofnanir í aðildarríkjunum til að draga verulega úr þessum kostnaði. Í aðgerðaáætlun framkvæmdastjórnarinnar fyrir fjármagnsmarkað35 frá 11. maí 1999, sem samþykkt var af ráðinu og Evrópuþinginu, er m.a. lögð áhersla á þróun samræmdra greiðslukerfa sem bjóði upp á örugga og samkeppnishæfa smágreiðsluþjónustu milli landa. Í framhaldi af aðgerðaáætluninni gaf framkvæmdastjórnin út umræðuskjal til ráðsins og 70 PENINGAMÁL 2002/2 29. Stefán Már Stefánsson, bls. 118-131. 30. Hér má þó nefna að í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 1/98 frá 30. janúar 1998 er tekið fram að ákvæði tilskipunarinnar skuli, að því er samninginn varðar, aðlöguð þannig að í 1. gr. hennar komi orðin „gjaldmiðlum aðildarríkjanna eða EFTA-ríkjanna“ í stað ,,gjald- miðlum aðildarríkjanna“. Við túlkun þessa ákvæðis þurfti að leysa úr því álitamáli hvort svissneski frankinn, sem er lögeyrir í Liechtenstein, félli undir ákvæði tilskipunarinnar. Af hálfu Eftirlitsstofnunar EFTA var talið að svo væri og féllst framkvæmdastjórnin á þá túlkun. 31. Tímafresturinn var 14. ágúst 1999 að því er varðar tilskipun 97/5/EB. Í sameiginlegri yfirlýsingu Evrópuþingsins, ráðsins og framkvæmda- stjórnarinnar var hins vegar lýst yfir vilja aðildarríkjanna til að inn- leiða tilskipunina eigi síðar en 1. janúar 1999. Tímafresturinn var 11. desember 1999 að því er varðar tilskipun 98/26/EB. 32. Sjá http://europa.eu.int/comm/internal_market/en/finances/payment/ directives/index.htm. Að því er Eftirlitsstofnun EFTA varðar, sjá http://www.efta.int/structure/SURV/efta-srv.asp. Velja þarf Databases - Use AIDA. 33. Á ensku: Euro Banking Association. 34. Á ensku: retail payment system. 35. Á ensku: Framework for Financial Markets Action Plan, bls. 11.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.