Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 79

Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 79
78 PENINGAMÁL 2002/2 niður í u.þ.b. 4½% af landsframleiðslu. Sam- tímis jókst 12 mánaða verðbólga þó verulega og var yfir efri þolmörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans allt frá júní 2001 og stóð í 8,7% í mars 2002. Meginorsakir verðbólgunnar eru verðhækkanir í kjölfar gengislækkunarinnar. Aukna verðbólgu má hins vegar einnig rekja til launahækkana sem hafa að meðaltali verið meiri en verðbólgan og til þensluáhrifa ríkissjóðs á árinu 2001, að mestu vegna hækkunar launa opinberra starfsmanna og annarra rekstrarút- gjalda umfram áætlanir. 4. Ný þjóðhagsspá frá 19. mars bendir til að enn hægi á hagvexti á árinu 2002 og að verg lands- framleiðsla dragist saman um ½%. Lands- framleiðsla verður þá nálægt eða rétt undir fram- leiðslugetu. Gert er ráð fyrir að aðlögun eftir- spurnar og efnahagsstarfsemi almennt í átt að út- flutningsgreinunum haldi áfram þar sem heimili og fyrirtæki, sem nú eru mjög skuldsett, leitist við að laga stöðu sína. Ætlað er að viðskipta- hallinn minnki í kjölfarið í 2% af landsfram- leiðslu. Áætluð aukning sparnaðar og minnkun viðskiptahalla eru forsendur sjálfbærs hagvaxtar til lengri tíma. Líkurnar á því að sjálfbær hag- vöxtur taki við af núverandi aðlögun ráðast af því hvernig til tekst með hagstjórnina. 5. Sendinefndin styður markmið Seðlabankans um að ná 12 mánaða verðbólgu undir efri þolmörk verðbólgumarkmiðsins, þ.e. undir 4%, í árs- byrjun 2003 og nálægt 2½% markmiðinu í lok þess árs. Sendinefndin telur hins vegar hætt við að verðbólga verði ofan við þennan feril. Töl- fræðileg greining sögulegra gagna gefur til kynna að marktækur hluti áhrifa gengislækkunar krónunnar eigi enn eftir að koma fram og muni þrýsta á verðbólgu á næstu mánuðum. Verð- bólguspá Seðlabankans byggist á tiltölulega hóf- legum forsendum um launabreytingar. Þær gætu orðið meiri vegna mikils launaskriðs og þess að verðlagsmarkmið aðila vinnumarkaðarins (6,3%) haldi ekki í maí. Verðbólguvæntingar eru miklar, samanber nýlegar skoðanakannanir; þær gætu fest rætur og haft áhrif á kjaraviðræður og verðákvarðanir. Verðbólguspá Seðlabankans var ennfremur byggð á minni hagvexti á árinu 2001 en nú er ætlað. Að lokum má nefna að vöxtur endurhverfra viðskipta Seðlabankans og til- svarandi vöxtur peningastærða benda til offram- boðs á lausafé sem gæti unnið gegn hjöðnun verðbólgu í átt að settu marki. 6. Með þetta í huga telur sendinefndin að vaxta- lækkunin hinn 26. mars hafi verið misráðin. Sendinefndin telur að peningamálaaðhald sé ónógt og gæti stuðlað að of miklu lausafé og meiri raunverulegri og væntri verðbólgu. Pen- ingastefna sem byggist á verðbólgumarkmiði felur ennfremur í sér að ákvarðanir um vexti taki mið af að samræmi sé á milli verðbólguspár og yfirlýsts verðbólgumarkmiðs. Í þessu ljósi telur sendinefndin að ekki sé samræmi á milli vaxta- lækkunarinnar og síðustu opinberu verðbólgu- spár Seðlabankans sem fól í sér að verðbólga yrði 3% eftir tvö ár (½% yfir verðbólgumark- miðinu) og yfir efri þolmörkum í ár miðað við núverandi verðbólgu og þá verðbólgu sem spáð er. 7. Litið fram á veg hvetur sendinefndin stjórnvöld peningamála til þess að hika ekki við að hækka vexti sjáist þess merki að verðbólga sé ekki á undanhaldi eða virðist ekki ætla að nást undir 4% þolmörkin snemma árs 2003. Stjórnvöld ættu að vera á varðbergi gagnvart vísbendingum um aukinn verðbólguþrýsting, svo sem frá samspili launa og verðlags, áframhaldandi offramboði á lausafé eða ef þrýstingur myndast á ný til lækk- unar á gengi krónunnar. Allt þetta myndi kalla á vaxtahækkun. Sendinefndin leggur áherslu á að viðleitni Seðlabankans til að verja gengi krón- unnar með inngripum á gjaldeyrismarkaði í stað vaxtahækkunar vinnur gegn verðbólgumark- miðinu og að inngripin eru gagnslítil til lengri tíma litið. 8. Endurhverf viðskipti Seðlabankans hafa aukist mjög og eru nú útistandandi um það bil 90 milljarðar króna. Þau hafa í vaxandi mæli komið í stað venjubundinnar fjármögnunar banka og hefur núverandi umfang þeirra brenglað starf- semi á peningamarkaði. Þau kunna einnig að hvetja til aukinnar áhættu og skammtímastöðu- töku. Við leggjum til endurskoðun á endur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.