Peningamál - 01.08.2002, Blaðsíða 2

Peningamál - 01.08.2002, Blaðsíða 2
PENINGAMÁL 2002/3 1 Ójafnvægið sem ríkti í þjóðarbúskapnum á seinni hluta efnahagsuppsveiflunnar er að mestu leyti horfið. Spenna á vöru- og vinnumörkuðum hefur látið undan síga, viðskiptahalli er kominn vel inn fyrir viðráðanleg mörk og verðbólga hjaðnar ört. Verðbólgumarkmið Seðlabankans gæti náðst á þessu misseri. Forsendur efnahagslegs stöðugleika hafa því verið endurreistar. Það skapar skilyrði fyrir viðun- andi hagvöxt samfara því að verðbólga helst nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Aðhaldssöm peningastefna á síðustu misserum á mestan þátt í þeim árangri sem náðst hefur. Háir vextir drógu úr fjárfestingu og einkaneyslu og studdu við gengi krónunnar eftir að vantrú vék fyrir trausti þegar samkomulag náðist á milli aðila almenna vinnumarkaðarins um að fresta endurskoðun kjara- samninga fram í maí sl. og binda hana ákveðnu verð- lagsmarkmiði. Minni eftirspurn á vöru- og vinnu- mörkuðum og hærra gengi drógu síðan úr verðbólgu, bæði af innlendum og erlendum toga. Ofangreindar breytingar í þjóðarbúskapnum kalla á breyttar áherslur í hagstjórn. Peningastefnan þarf að tryggja að verðbólgumarkmiðið náist, en eftir því sem það nálgast skapast forsendur til að taka einnig nokkurt tillit til lítils hagvaxtar og slaka á vöru- og vinnumörkuðum. Mikil óvissa er enn um hversu mikill þessi slaki verður. Vísbendingar eru um að botninum í innlendri vöru- og þjónustueftirspurn sé náð en ekki er hægt að fullyrða að marktæk upp- sveifla sé hafin. Þá er töluverð óvissa um hvort fjár- festingar fyrirtækja taki kröftuglega við sér ef ekki kemur til stóriðjufjárfestinga. Flest bendir hins vegar til þess að slaki á vinnumarkaði haldi áfram að ágerast enn um sinn, enda í samræmi við sögulega og alþjóðlega reynslu að sveifla hans sé á eftir almennu eftirspurnarsveiflunni. Tólf mánaða hækkun vísitölu neysluverðs fór í júlí inn fyrir efri þolmörk verðbólgumarkmiðs Seðla- bankans fyrir þetta ár. Það var í samræmi við síðustu verðbólguspá bankans sem gekk fyllilega eftir. Litið yfir styttra tímabil er undirliggjandi verðbólga lík- lega þegar orðin í samræmi við verðbólgumarkmið bankans. Hún er um þessar mundir fyrst og fremst af innlendum toga. Þá eru verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði í samræmi við verðbólgumark- mið bankans. Verðbólguhorfur hafa batnað frá því að Seðla- bankinn birti síðustu verðbólguspá sína, aðallega vegna styrkingar gengis krónunnar. Miðað við óbreytt gengi og peningastefnu er nú spáð að tólf mánaða verðbólga fari inn fyrir langtímaþolmörk verðbólgumarkmiðsins þegar á þriðja ársfjórðungi og verðbólgumarkmið bankans náist fyrir árslok. Horft tvö ár fram í tímann lítur út fyrir að verðbólga verði undir markmiði bankans. Gengi krónunnar hefur á undanförnum vikum verið tiltölulega stöðugt og nokkru hærra en á vor- mánuðum. Seðlabankinn hefur í nokkurn tíma talið nauðsynlegt að styrkja gjaldeyrisstöðu sína. Hingað til hefur hann hins vegar ekki keypt gjaldeyri á markaði í þessu skyni þar sem verðbólgumarkmið bankans hefur haft allan forgang og hann hefur því ekki viljað taka áhættu með gengi krónunnar. Bankinn telur nú að forsendur hafi skapast til hóf- legra gjaldeyriskaupa af þessu tagi og mun kynna nánar áform sín í þeim efnum á næstunni. Áréttað Inngangur Meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum og minnkandi verðbólga skapa forsendur fyrir frekari slökun í peningamálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.