Peningamál - 01.08.2002, Blaðsíða 6

Peningamál - 01.08.2002, Blaðsíða 6
PENINGAMÁL 2002/3 5 26. júlí lækkaði verð evru í krónum um 6½% og verð Bandaríkjadals um 17,4%. Lauslega áætlað var u.þ.b. fjórðungur innfluttrar matvöru verðlagður í Banda- ríkjadölum og um þrír fjórðu í evrópskum gjald- miðlum. Gengishækkun evrunnar að undanförnu hefur því dregið nokkuð úr áhrifum styrkingar krón- unnar á matvöruverð. Þrátt fyrir hækkun evrunnar má ætla að gengishækkun krónunnar hafi enn ekki skilað sér að fullu í lægra verði á innfluttum mat- vörum. Verðlag innfluttrar varanlegrar og hálfvaranlegrar vöru hefur heldur ekki lækkað fyllilega í samræmi við styrkingu krónunnar. Hafa verður í huga að velta þessarar vöru er hægari en velta bensíns og matvöru og því eðlilegt að verðbreytingar komi fram á lengri tíma. Erfitt er að meta fyrr en í haust, þegar sumarút- sölum er lokið og nýjar vörur komnar í verslanir, hversu vel styrking krónunnar hefur skilað sér inn í innlent verðlag. Á undanförnum þremur mánuðum hefur verð á innfluttum bílum lækkað um 1½% en verð annarrar innfluttrar vöru hækkaði á sama tíma um tæplega ½%. Undirliggjandi verðbólga sl. 6 mánuði í samræmi við verðbólgumarkmið Í síðasta hefti Peningamála var lagt mat á undir- liggjandi verðbólgu með því að leiðrétta fyrir beinum skammtímaáhrifum verðlagsátaks aðila vinnumark- aðar á vísitölu neysluverðs. Undirliggjandi þriggja mánaða verðbólga á ársgrunni, að teknu tilliti til árs- tíðasveiflu, var í apríl sl. 4%. Sé sömu aðferð beitt áfram var undirliggjandi verðbólga þriggja mánaða til júlíbyrjunar u.þ.b. 1%, en mæld hækkun vísitöl- unnar á tímabilinu var u.þ.b. 2% á ársgrunni. Yfir hálft ár var undirliggjandi verðbólga í júlí 2½%, eða í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Mæld hækkun vísitölunnar á sama tíma var 1,4% á ársgrunni. Verðbólguvæntingar eru í samræmi við verðbólgu- markmið Seðlabankans Frá því Peningamál voru gefin út síðast hafa verð- lagshorfur batnað, eins og fjallað verður um nánar hér á eftir. Í lok apríl þegar síðasta verðbólguspá var unnin var verðbólguálag ríkisskuldabréfa um 2½%, hvort heldur sem miðað er við bréf með 1½ árs eða 5 ára líftíma. Síðan þá hefur verðbólguálag bréfa með um 1½ árs líftíma staðið nær í stað, að undanskildum seinni hluta maímánaðar, þegar það minnkaði í 2% eftir að ljóst var að verðlagsmarkmið aðila vinnu- markaðar hafði náðst. Verðbólguálag bréfa með u.þ.b. 5 ára líftíma hefur hins vegar verið aðeins hærra, þorra tímabilsins og að meðaltali 2,7% í fyrri hluta júlímánaðar. Sambærilegar vísbendingar fást með því að kanna mat sérfræðinga á fjármálamarkaði á verðbólguhorfum næstu tveggja ára, sbr. ramma- grein 1. Seðlabankinn lætur kanna verðbólguvæntingar almennings og hugmyndir almennings um liðna verðbólgu þrisvar á ári, síðast í maí 2002. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar gerði almenningur að meðaltali ráð fyrir að verðbólga næstu tólf mánaða yrði 4,2% en miðgildið var lægra eða 4,0%. Lægra miðgildi en meðaltal bendir til þess að væntingar um Mynd 4 J MM J S N J MM J S N J MM J S N J MM J S N J MM J 1998 1999 2000 2001 2002 90 100 110 120 130 Meðaltal jan. '98 - júlí '02 = 100 90 100 110 120 130 Janúar 1998 = 100 Verð á varanlegri og hálfvaranlegri innfluttri vöru og innflutningsgengisvísitala 1998-2002 Heimildir: Seðlabanki Íslands, Hagstofa Íslands. Verð varanlegrar og hálfvaranlegar vöru (vinstri ás) Innflutningsgengi (hægri ás) Mynd 5 3 1 2 3 1 2 3 1 2 3 1 2 3 1 2 1997 1998 1999 2000 2001 2002 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 % Samanburður á verðbólguvæntingum almennings og mældri verðbólgu 1997-2002 Heimild: PwcConsulting, Hagstofa Íslands. Verðbólguvæntingar almennings Mæld verðbólga tólf mánuðum síðar Mæld verðbólga liðinna tólf mánaða 19 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.