Peningamál - 01.08.2002, Blaðsíða 14

Peningamál - 01.08.2002, Blaðsíða 14
útflutnings í ár og í fyrra, sbr. mynd 10. Þetta hefur ekki gerst síðan 1961 þegar landsframleiðsla stóð nánast í stað þrátt fyrir að kaupmáttur útflutnings- tekna ykist. Kaupmáttur útflutningstekna jókst stöðugt og nokkuð kröftuglega undanfarin 6 ár, sam- tals um 46% og um tæplega 10% á sl. ári. Til saman- burðar dróst kaupmáttur útflutningstekna saman um 11½% á árunum 1987-1992 þegar langvarandi efna- hagslægð gekk yfir. Ytri skilyrði voru því í raun mjög hagstæð á sama tíma og aðlögun eftirspurnar var að ganga yfir en við óhagstæðari skilyrði hefði sam- drátturinn orðið mun harkalegri. Þetta undirstrikar að eðli samdráttarins nú er nokkuð annað en jafnan áður. Fyrst og fremst virðist vera um aðlögun inn- lendrar eftirspurnar að ræða í kjölfar ofþenslu undan- farinna ára en hnattræn uppsveifla og síðan aftur- kippur í upplýsinga- og fjarskiptagreinum hefur einnig átt þátt í þessum sviptingum. Hræringar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hafa margvísleg áhrif á þjóðarbúið Miklar hræringar hafa verið á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum á undanförnum vikum. Annars vegar hefur hlutabréfaverð lækkað verulega í flestum iðn- ríkjum, sbr. rammagrein 2. Hins vegar hefur Banda- ríkjadalur lækkað gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Lækkun dals gagnvart evru nemur 6½% frá ára- mótum en viðskiptavegið gengi hans hefur lækkað á sama tíma um 8,4%. Að verulegu leyti er hér um að ræða leiðréttingu á hlutabréfaverði og gengi dals sem lengi hefur verið beðið eftir. Raungengi Bandaríkja- dals hefur verið langt yfir sögulegu meðaltali um ára- bil og viðskiptahalli Bandaríkjanna hefur farið vax- andi. Þá voru hlutabréf enn tiltölulega dýr í Banda- ríkjunum fyrir síðustu hrinu lækkana. Þessar hræringar munu aðeins hafa umtalsverð áhrif á heimsbúskapinn ef þær leiða til þess að upp- sveiflan sem hafin er í Bandaríkjunum steyti á skeri. Það er þó langt í frá víst að svo verði. Samdráttur hefur stundum fylgt í kjölfar mikillar verðlækkunar á hlutabréfum, en alls ekki alltaf. Ljóst er að batinn í efnahagslífi margra iðnríkja hefur ekki verið eins hraður og sumir virðast hafa gert ráð fyrir. Einkum hefur tekið hagnað fyrirtækja lengri tíma að rétta úr kútnum en vonir margra stóðu til en efasemdir um áreiðanleika hagnaðartalna fyrirtækjanna virðast hafa grafið mjög undan trausti manna sl. vikur. Leiði hræringar á alþjóðlegum fjármálamörkuð- um til þess að efnahagslægð haldi innreið sína í Bandaríkjunum mun það auðvitað hafa neikvæð áhrif hér á landi. Að því slepptu eru áhrifin á íslenskt þjóð- arbú einkum tvenns konar. Í fyrsta lagi hefur lækkun á gengi Bandaríkjadals jákvæð áhrif á viðskiptakjör og þjóðartekjur til styttri tíma litið. Ástæðan er sú að viðskipti við Bandaríkin vega þyngra í innflutningi vöru og þjónustu en í útflutningi. Reyndar vanmetur þetta áhrifin þar sem olía, bensín og margar hrávörur eru verðlagðar í Bandaríkjadölum þótt þær séu flutt- ar inn frá öðrum löndum. Þessi áhrif eru hins vegar ekki mikil og ættu að fjara út á lengri tíma þegar verðlagning lagast að undirliggjandi framboðs- og eftirspurnaraðstæðum. Í öðru lagi veikir lækkun hlutabréfaverðs í iðnríkjum hreina eignastöðu þjóðarbúsins. Ástæðan er sú að Íslendingar eiga umtalsverða hlutabréfaeign erlendis, einkum lífeyris- sjóðir, en á skuldahlið vega lán og skuldabréf þyngst. PENINGAMÁL 2002/3 13 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 2003* 0 5 10 15 20 25 30 -5 -10 -15 % Hagvöxtur Kaupmáttur útflutnings Þjóðarútgjöld Hagvöxtur og vöxtur kaupmáttar útflutnings og þjóðarútgjalda 1960-2003 Bráðabirgðatölur 2001. Áætlun 2002. Spá 2003. Heimild: Þjóðhagsstofnun. Mynd 10 Magnbreyting frá fyrra ári (%)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.