Peningamál - 01.08.2002, Blaðsíða 17

Peningamál - 01.08.2002, Blaðsíða 17
Líkur á stóriðjuframkvæmdum hafa aukist Í kjölfar þess að skrifað var undir viljayfirlýsingu Alcoa og íslenskra stjórnvalda um byggingu álvers við Reyðarfjörð hafa líkur á stóriðjuframkvæmdum eystra aukist verulega. Stefnt er að því að í byrjun næsta árs hafi þær ákvarðanir verið teknar sem þarf til að hægt sé að hefjast handa um byggingu raforku- vers þegar á því ári. Að vísu munu nokkrar undirbún- ingsframkvæmdir eiga sér stað þegar á þessu ári, en þær eru litlar að umfangi, eða um 600 m.kr. og hafa því lítil áhrif á umsvif í hagkerfinu. Hápunktur fram- kvæmda vegna álvers, raforkuvers og tengdra fjár- festinga yrði síðan á árunum 2004 og 2005. Bygging álvers Alcoa á Reyðarfirði og fjárfesting í raforkuverum yrði heldur minni framkvæmd en var til athugunar í samvinnu við Norsk Hydro þar til sl. vor (Noral). Reiknað er með að framleiðslugeta álversins verði um 295 þúsund tonn en í Noral- verkefninu var reiknað með framleiðslugetu á bilinu 360-420 tonn eftir seinni áfanga. Áhrifin á þjóðar- búskapinn verða í eðli sínu sams konar en samsvar- andi minni. Seðlabankinn mat það svo að Noral- verkefnið myndi rúmast innan hagkerfisins án alvar- legrar röskunar á stöðugleika. Það myndi hins vegar krefjast hærri vaxta en ella í aðdraganda fram- kvæmdanna, en því minni sem aðrar mótvægis- aðgerðir, t.d. í ríkisfjármálum, yrðu öflugri. Hliðstætt á auðvitað við um Alcoa verkefnið þótt í nokkuð minna mæli sé. Seðlabankinn mun að óbreyttu gera nánari grein fyrir mati sínu á þessum áformum í nóvemberhefti Peningamála. Ekki er tímabært að taka mikið tillit til þessara áforma við vaxtaákvarðanir nú. Ástæðurnar eru einkum þrjár. Í fyrsta lagi eru þessar framkvæmdir enn óvissar, þótt líkurnar verði að teljast mun meiri en varðandi Noral-verkefnið á sínum tíma. Í öðru lagi er meira en ár í framkvæmdatoppinn. Í þriðja lagi yfirgnæfa önnur sjónarmið sem byggjast á ört lækkandi verðbólgu, efnahagslægð og háum raun- stýrivöxtum Seðlabankans. Afkoma ríkissjóðs það sem af er ári lakari en í fyrra en bati í tekjuöflun síðustu mánuði Afkoma ríkissjóðs hefur það sem af er ári verið lakari en í fyrra. Handbært fé frá rekstri, þ.e.a.s innheimtar tekjur aðrar en eignasala að frádregnum greiddum gjöldum, var neikvætt um tæpa 8 ma.kr. til maíloka, en var neikvætt um tæpa 2 ma.kr. á sama tíma í fyrra.4 Árangur sl. tveggja ára er mun slakari en þegar best gekk í ríkisfjármálum á árunum 1999- 2000, þegar afgangur um mitt ár hljóp á 8-10 ma.kr. Hreyfingar á veittum lánum, hlutafjáreign og veltufjárliðum hafa verið tiltölulega hagstæðar það sem af er ári, innstreymi upp á 3 ma.kr. það sem af er ári en stóð á sléttu á fyrri hluta síðasta árs. Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs var því litlu meiri fyrstu sex mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra, eða rúmlega 4 ma.kr. samanborið við tæpa 4 ma.kr. í fyrra. Að auki hefur verið dregið úr greiðslum inn á eldri líf- eyrisskuldbindingar ríkisjóðs eftir því sem svigrúm hefur minnkað hjá ríkissjóði. Fyrir vikið hefur ríkis- sjóður komist af með minni lántökur en í fyrra, eða 5½ ma.kr. til maíloka á þessu ári samanborið við 9½ ma.kr. í fyrra. Megnið af lánsfjárþörf ríkissjóðs hefur verið fjármagnað með töku erlendra lána umfram afborganir, eða 8 ma.kr., sem er tæplega 2 ma.kr. minna en á sama tíma í fyrra. Það sem af er ári 2002 voru innheimtar heildar- skatttekjur 4½% hærri en á sama tíma 2001, innkoma af tekjuskatti einstaklinga og tryggingagjaldi hefur hækkað um 12½% og skatttekjur af vörum og þjónustu hafa hækkað um 4%.5 Þróunin það sem af er ári virðist því í stórum dráttum í samræmi við tekjuspár. Greidd gjöld án vaxta og uppbóta á lífeyri voru 10% hærri það sem af er ári en á sama tíma í fyrra, en á fjárlögum var reiknað með um 5% hækkun milli ára. Miðað við þessar einföldu vísbendingar má ætla að ríkisútgjöld stefni u.þ.b. 10 ma.kr. fram úr fjár- lögum og afkoma ríkissjóðs án eignasölu verði nei- kvæð um 5-10 ma.kr. í stað þess að sýna afgang. Gera verður þann fyrirvara að vísbendingar úr greiðslubókhaldi ríkisins geta gefið villandi mynd af undirliggjandi rekstri og eins getur tímasetning út- gjalda hliðrast til innan ársins. Ýmis sértilefni voru þó til útgjalda á fyrri hluta 2001 sem ættu að hafa fegrað samanburðinn framan af þessu ári. Auk þess er vitað að launahækkanir í opinbera geiranum hafa verið miklar undanfarin misseri og að talsverðar 16 PENINGAMÁL 2002/3 4. Hafa verður í huga að afkoman í oddatölumánuðum er yfirleitt slakari en ella, þar eð þá innheimtist tiltölulega lítill virðisaukaskattur. Eins er um mánuðinn þegar ríkið gerir upp vaxtabætur og ofgreidda stað- greiðslu. 5. Skv. breytingum á skattalögum átti ríkið að verða af 3 ma.kr. tekjum 2002.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.