Peningamál - 01.08.2002, Blaðsíða 20

Peningamál - 01.08.2002, Blaðsíða 20
PENINGAMÁL 2002/3 19 Frekari styrking krónunnar ... Lítið lát hefur orðið á styrkingu íslensku krónunnar á undanförnum vikum. Frá áramótum til 22. júlí sl. hækkaði gengi hennar um 10,3%. Grundvallarþáttur- inn í styrkingunni er sennilega sá viðsnúningur sem orðið hefur á viðskiptum við útlönd. Jafnframt hefur verið töluvert innstreymi af lánsfé erlendis frá og skýra þessir þættir vafalítið meginhluta styrkingar krónunnar. Gjaldeyrismarkaður er mjög hvikull og sjá má skjót viðbrögð við ýmsum atburðum eða lík- legum atburðum sem kynnu að hafa áhrif á hann. Sem dæmi um þetta má nefna fréttir af því að nokkrir einstaklingar hefðu lagt fram beiðni til viðskipta- ráðherra um kaup á stórum hlut í Landsbanka Íslands hf. sem greiða ætti fyrir með erlendum gjaldeyri. Markaðurinn brást skjótt við og krónan styrktist tölu- vert í kjölfarið. Þegar tilboðið var dregið til baka kom ekki jafnmikið bakslag í krónuna. Vera kann að þar hafi sterkari væntingar um hugsanlega byggingu álvers á Reyðarfirði vegið upp hin neikvæðu áhrif, auk þess sem ekki er útséð um hvernig sölu ríkis- bankanna lyktar. Fleiri þættir hafa haft jákvæð áhrif á gengi krónunnar undanfarna þrjá mánuði. Vísitala neysluverðs hefur hækkað mun minna en flestir gerðu ráð fyrir og því er verðbólga minna áhyggju- efni en til skamms tíma. Vöruskipti við útlönd hafa verið mun hagstæðari en við hafði verið búist og aflast hefur vel, sérstaklega af uppsjávarfiski. Tillög- ur um kvóta fyrir næsta kvótaár voru nokkuð í takti við væntingar og höfðu lítil áhrif á gengið. ... og órói á erlendum mörkuðum Töluverðar sviptingar hafa orðið á gjaldeyris- mörkuðum og ber þar hæst að evra varð jafngild gengi Bandaríkjadal um miðjan júlí en slíkt gerðist Fjármálamarkaðir og aðgerðir Seðlabankans1 Vaxtalækkanir og styrking krónunnar 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem tiltækar voru þann 22. júlí að undanskilinni mynd 3 sem byggist á upplýsingum frá 23. júlí. Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst enn frekar frá sumarbyrjun. Fjölmargar ástæður liggja þar að baki og ber hæst minni viðskiptahalla, minni verðbólgu, væntingar um álver, og hugsanlega sölu ríkisins á stórum hlut í Landsbanka Íslands hf. til nokkurra fjárfesta. Seðlabankinn hefur í tvígang lækkað stýri- vexti sína og rýmri krónustaða lánastofnana hefur leitt til töluverðra umskipta í vöxtum á skemmri skuldbindingum. Þörf fyrir fyrirgreiðslu Seðlabankans hefur minnkað og mikið líf hefur verið á hinum unga millibankamarkaði með gjaldeyrisskiptasamninga. Miklar hræringar hafa verið erlendis, á verð- bréfamörkuðum en þó ekki síður á gjaldeyrismörkuðum. Íslensk hlutabréf hafa hækkað í verði og ýmsir skuldabréfavextir hafa lækkað á undanförnum mánuðum. Ávöxtun húsbréfa hefur þó lítið lækkað enda er framboð húsbréfa meira en eftirspurn um þessar mundir. Tafla 1 Styrking nokkurra gjaldmiðla gagnvart Bandaríkjadal frá 1. maí til 22. júlí 2002 Mynt Styrking (%) CAD............................... 0,3 SEK................................ 8,3 GBP ............................... 8,3 ISK................................. 10,2 JPY................................. 10,5 DKK............................... 11,8 EUR ............................... 12,0 CHF ............................... 12,3 NOK............................... 12,3 Heimild: Seðlabanki Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.