Peningamál - 01.08.2002, Blaðsíða 24

Peningamál - 01.08.2002, Blaðsíða 24
PENINGAMÁL 2002/3 23 vísitölum í nokkrum löndum (sjá nánar umfjöllun um erlenda hlutabréfamarkaði á bls. 14). Þrátt fyrir þessa mikla ólgu hefur íslenski hlutabréfamarkaðurinn haldið sjó að mestu. Smávægileg lækkun varð í byrjun maí en síðan hefur verð sveiflast tiltölulega lítið eins og sjá má á mynd 6. Frá áramótum hefur Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkað um tæp- lega 12%. Þótt bókhaldshneyksli eigi vafalítið sinn þátt í lækkun verðs í kauphöllum í Bandaríkjunum er meginástæðan líklega sú að hlutabréfaverð hafi ein- faldlega verið allt of hátt og fyrir ofan skynsamleg mörk, t.d. vel ofan við V/H hlutfallið 15 sem oft er miðað við. Nýr flokkur ríkisbréfa Í maí var gefinn út nýr flokkur ríkisbréfa með gjalddaga árið 2013. Flokkurinn er óverðtryggður en frábrugðinn eldri flokkum þar sem hann er með föst- um árlegum vaxtagjalddögum og eru vextir 7,25%. Einnig er notuð vaxtareglan raundagar/raundagar við útreikning á verði bréfsins og mun það vera nýjung í útgáfum ríkissjóðs. Til þessa hafa ríkisbréf verið kúlubréf og vaxtalaus. Skemmst er frá því að segja að í fyrsta útboði, þar sem boðnir voru út 3 ma.kr. bárust tilboð fyrir nærri sjöfalt hærri fjárhæð. Meðalávöxt- unarkrafan í fyrsta útboði var 7,97%. Alls er nú búið að selja 6,5 ma.kr. að nafnverði í þessum flokki. Í peningahagfræði er samband peningamagns og verð- lags sterkt, þ.e. aukið peningamagn fer saman við aukna verðbólgu. Þetta er hins vegar langtímasamband og þrátt fyrir ýmsar tilraunir hefur yfirleitt gengið illa að nýta það í raunveruleikanum við peningamála- stjórnun. Áhrif seðlabanka á þetta samband eru helst mæld með svokölluðu grunnfé. Grunnfé samanstend- ur af seðlum og mynt í umferð og innstæðum lána- stofnana í seðlabanka. Grunnfé er gjarnan nefnt „high power money“ þar sem margföldunaráhrif breytinga á því geta verið nokkur. Sá megingalli er þó á grunnfé sem mælieiningu að mælingin fer að jafnaði fram á einum tímapunkti, oftast í lok hvers mánaðar. Því geta sveiflur í innstæðu og inneign á bindireikningum skekkt mjög þennan mælikvarða. Réttari mælikvarða á áhrifum seðlabanka er sennilega frekar að fá með því að skoða álagða bindiskyldu fremur en stöðu bindi- reiknings á einum degi. Á myndinni sem fylgir þessum ramma má sjá grunnfé eins og það hefur verið mælt hjá Seðlabanka Íslands, frá ársbyrjun 1998 og til samanburðar er álögð bindiskylda hvers mánaðar og seðlar og mynt í lok viðkomandi mánaðar. Eins og sjá má sveiflast grunnféð mun meira en nemur áhrifum Seðlabankans og því gæti verið íhugunarefni að birta endurmetið grunnfé þar sem einungis væri skoðað seðlar og mynt og álögð bindiskylda eins og sýnt er á myndinni. Ítök seðlabankans væru þar með skýrari og rökréttari, þótt áfram megi deila um gildi þess að horfa á þennan mælikvarða. Rammi 1 Grunnfé og áhrif seðlabanka Heimild: Seðlabanki Íslands. J A J O J A J O J A J O J A J O J A 1998 1999 2000 2001 2002 0 10 20 30 40 Ma.kr. Álögð bindiskylda lánastofnana Grunnfé Seðlar og mynt Áhrif SÍ Þróun grunnfjár og álagðrar bindiskyldu janúar 1998 - júní 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.