Peningamál - 01.08.2002, Blaðsíða 28

Peningamál - 01.08.2002, Blaðsíða 28
PENINGAMÁL 2002/3 27 Upphaf krónumarkaðarins Seðlabankinn hefur aldrei verið beinn aðili að milli- bankamarkaðnum með krónur en hann hefur þó átt óbeinan þátt í millibankaviðskiptum með reglulegri fyrirgreiðslu í ýmsu formi. Árið 1981 má segja að grunnur að millibankaviðskiptum hafi verið lagður þegar Seðlabankinn kynnti reglur um svonefndan víxilkvóta innlánsstofnana. Reglurnar fólu í sér að viðskiptabankar og stærstu sparisjóðir gátu selt Seðlabankanum 15 daga víxla innan kvóta, sem hverri stofnun var úthlutað ársfjórðungslega. Kvót- inn nam 6% af heildarinnlánum hverrar stofnunar og skiptist að jöfnu í tvö þrep með misháum forvöxtum. Ef stofnun notaði ekki kvóta sinn að fullu hækkuðu lánaþrepin á næsta ársfjórðungi og gátu á þann hátt allt að því tvöfaldast. Tilgangurinn með þessu var að gefa innlánsstofnunum möguleika á að mæta óvæntri rýrnun lausafjárstöðunnar á annan hátt en með yfir- drætti í Seðlabankanum. Flestar stofnanir nýttu sér þennan möguleika og opnuðu kvótarnir möguleika fyrir millibankaviðskipti og komu jafnvel í stað hinna hefðbundnu endurkaupa. Bankar og spari- sjóðir, sem þurftu ekki að nota kvóta sína að fullu, framseldu þá öðrum gegn þóknun. Á þessum tíma bjuggu innlánsstofnanir ekki við frelsi í vaxtamálum og hamlaði það millibanka- viðskiptum. Með auknu vaxtafrelsi (1984) opnaðist möguleiki til slíkra viðskipta og þá nýttu innláns- stofnanir sér það. Farnar voru tvær meginleiðir. Í fyrsta lagi var um að ræða bein reikningslán frá einum banka til annars, og í öðru lagi gat innláns- stofnun sem átti ónotaðan víxilkvóta í Seðlabank- anum framselt hann annarri. Á þessum árum hafði Seðlabankinn þá stefnu að bankar skyldu jafna sveiflur í lausafjárstöðu með viðskiptum sín á milli fremur en með beinum viðskiptum við bankann. Fjármögnun með millibankalánum, samkvæmt regl- um um lausafjárhlutfall innlánsstofnana, kom til dæmis ekki til frádráttar á lausu fé lántakenda innan ákveðinna marka. Þann 10. mars 1987 var framsal víxilkvóta við Seðlabankann lagt niður og fékk því millibankamarkaðurinn aukið vægi í stjórnun lausa- fjárstöðu einstakra stofnana. Seðlabankinn hélt þó áfram reglubundinni fyrir- greiðslu sinni í millibankaviðskiptum. Í kringum 1991 gátu innlánsstofnanir t.d. selt bankanum víxla til mjög skamms tíma (5 daga). Þetta voru dýr lán og aðeins notuð ef engin önnur úrræði voru til að afstýra yfirdrætti á viðskiptareikningi í Seðlabankanum. Einnig gátu innlánsstofnanir selt bankanum ríkis- víxla gegn því að þær myndu kaupa þá aftur eftir 10 daga. Halldór Sveinn Kristinsson1 Millibankamarkaður með krónur 1. Höfundur starfar á markaðsstofu peningamálasviðs Seðlabanka Íslands. Á íslenskum peningamarkaði er starfræktur skipulagður millibankamarkaður með skammtímalán í krónum á milli banka og sparisjóða. Millibankaviðskipti gegna mikilvægu hlutverki á peningamarkaði, einkum mjög stutt lán vegna lausafjárstöðu, en einnig koma lengri lán við sögu. Markaðurinn er sýni- legur og samfelldur þar sem markaðsaðilar gefa upp leiðbeinandi vaxtatilboð fyrir inn- og útlán sín á milli í ákveðinn tíma, t.d. yfir nótt, viku, í mánuð og ár. Markaðurinn, í þeirri mynd sem hann er nú, var mótaður af Seðlabanka Íslands í samvinnu við banka og sparisjóði og hófst árið 1998. Í þessari grein verður farið yfir upphaf millibankamarkaðarins með krónur, þróun hans og núverandi fyrirkomulag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.