Peningamál - 01.08.2002, Blaðsíða 33

Peningamál - 01.08.2002, Blaðsíða 33
32 PENINGAMÁL 2002/3 Hinn 26. nóvember 2001 hófust viðskipti á óform- legum millibankamarkaði með gjaldeyrisskipta- samninga (e. currency swap). Viðskiptavakar á milli- bankamarkaði með gjaldeyri og Seðlabanki Íslands stóðu að stofnun hans (sjá grein um gjaldeyrismark- aðinn í Peningamálum 2001/3). Almennar reglur voru settar um tilhögun viðskipta og var þessum óformlega markaði ætlað að vera undanfari skipu- lagðs markaðar. Reglur um millibankamarkað með gjaldeyrisskiptasamninga tóku síðan gildi 15. mars 2002 og eru þær í samræmi við upphaflega útfærslu. Hvað eru gjaldeyrisskiptasamningar? Gjaldeyrisskiptasamningur er samningur milli tveggja aðila sem kveður á um kaup eða sölu á gjald- eyri á stundargengi (oftast) sem síðan gengur til baka að umsömdum tíma liðnum við ákveðið verð (fram- virkt gengi). Samningar sem þessir eru í raun tvíþætt- ir, þ.e. samsetning stundarviðskipta með gjaldeyri og framvirks gjaldeyrissamnings. Reglur um millibankamarkað Um millibankamarkað með gjaldeyrisskiptasamn- inga gilda reglur nr. 187 frá 8. mars 2002. Á mark- aðnum fara einungis fram viðskipti með eina tegund skiptasamninga, þ.e. gjaldeyrisskiptasamninga, þar sem afhending höfuðstóls fer fram við upphaf samn- ings og lúkningu hans. Viðskiptavakar á millibanka- markaði með gjaldeyri geta átt aðild að millibanka- markaði með gjaldeyrisskiptasamninga. Auk þeirra getur Seðlabankinn átt viðskipti en er það ekki skylt þótt eftir því sé leitað. Aðilar að millibankamarkaði með gjaldeyri og markaði með gjaldeyrisskipta- samninga hafa frá stofnun hans verið Búnaðarbanki Íslands hf., Íslandsbanki hf., Kaupþing banki hf. og Landsbanki Íslands hf. Á markaðnum fara viðskipti fram í íslenskum krónum og Bandaríkjadölum og er markaðsaðila skylt að gefa bindandi kaup- og söluverð Banda- ríkjadals, óski annar markaðsaðili þess, í 8 tíma- lengdir. Viðmiðunarfjárhæð er 3 milljónir Banda- ríkjadala en markaðsaðilum er frjálst að semja um aðrar fjárhæðir. Tímalengdirnar eru vika (S/W), 2 vikur (T/W), mánuður (1 M), 2 mánuðir (2 M), 3 mánuðir (3 M), 6 mánuðir (6 M), 9 mánuðir (9 M) og eitt ár (12 M). Aðilar geta samið sín á milli um aðrar tímalengdir. Fyrir hverja tímalengd skal verðbil (e. spread) í vöxtum vera að hámarki 0,25 prósentur. Tilboðin skulu uppfærð eigi sjaldnar en á 5 mínútna fresti og eru þau birt á sérstakri síðu í upplýsingakerfi Reuters sem einungis markaðsaðilar hafa aðgang að. Við- skipti geta farið fram frá kl. 9:30 til kl. 14:00 hvern viðskiptadag. Markaðsaðili sem gefið hefur upp verð sem leitt hefur til viðskipta skal tilkynna það Seðla- Gerður Ísberg1 Millibankamarkaður með gjaldeyrisskiptasamninga 1. Höfundur er staðgengill framkvæmdastjóra peningamálasviðs Seðla- banka Íslands. Hún þakkar Hauki C. Benediktssyni fyrir góða aðstoð. Seint á árinu 2001 var stofnaður millibankamarkaður með gjaldeyrisskiptasamninga (e. currency swap). Reglur voru settar fyrir markaðinn í mars á þessu ári og er Seðlabankanum heimilt en ekki skylt að eiga viðskipti á markaðnum. Millibankamarkaði með gjaldeyrisskiptasamninga er ætlað að auðvelda fjárstýringu viðskiptavaka á gjaldeyrismarkaði og vonast er til að markaðurinn styrki vaxtamyndun. Velta á markaðnum var rúmlega 123 ma.kr. fyrstu 7 mánuði starfrækslu hans og hafði Seðlabankinn átt ein viðskipti á honum. Flest viðskipti á markaðnum hafa verið til 3 mánaða eða skemmri tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.