Peningamál - 01.08.2002, Blaðsíða 40

Peningamál - 01.08.2002, Blaðsíða 40
PENINGAMÁL 2002/3 39 banken gagnvart ríkisstjórnum. Þegar bankinn lýsti einhliða yfir verðbólgumarkmiði í janúar 1993 var það ekki fyrst og fremst merki um sjálfstæði bankans heldur þær ógöngur sem efnahagsstjórnin var komin í.9 Í yfirlýsingu Riksbanken fólst, að frá og með 1995 skyldi að því stefnt að verðbólga yrði 2%, með þolmörkum upp á ±1%. Með því að hafa þolmörkin þau sömu í báðar áttir gaf bankinn til kynna að hann liti það jafnalvarlegum augum að verðbólga væri undir 2%-markmiðinu og hún væri yfir því. Ekki voru gerðar aðrar breytingar á starfsemi bankans 1993. Ástæðan fyrir því að verðbólgumarkmiðið tók ekki gildi fyrr en 1995, eða um tveimur árum eftir yfirlýsingu bankans, var sú að bankinn taldi sig ekki geta komið í veg fyrir fyrirsjáanlega tímabundna aukningu verðbólgu vegna gengislækkunar og því var talið rétt að leyfa þessum áhrifum að hjaðna áður en markmiðið tæki formlega gildi. Í byrjun árs 1999 tóku hins vegar gildi ýmis lög sem styrktu sjálfstæði bankans verulega10 og lög- festu stöðugt verðlag sem meginmarkmið bankans.11 Bankinn sjálfur ákveður tölulegt gildi verðbólgu- markmiðsins og ekki þarf samþykki ráðherra eins og t.d. er kveðið á um í íslensku lögunum, í Bretlandi og víðar. Ríkisstjórnin ákveður gengisstefnuna, en það er seðlabankans að ákveða hvernig hún er fram- kvæmd. Samkvæmt seðlabankalögunum er Riksbanken stofnun sem heyrir undir sænska þingið, en skýrt er kveðið á um það í stjórnarskránni að engin stofnun megi ákveða hvaða ákvarðanir bankinn taki í peningamálum.12 Lögbundið er að bankinn tilkynni ráðherra allar ákvarðanir sem varða peningamála- stefnuna. Ef verðbólga liggur utan við þolmörkin skal bankinn skýra hvað veldur því. Stofnanauppbygging og gagnsæi Grundvallarbreyting var gerð á stjórnkerfi bankans og ákvarðanatöku í peningamálum í því skyni að auka sjálfstæði hans. Stjórn bankans, ábyrgð á greiðslukerfi og fjármálalegum stöðugleika og ákvarðanir í peningamálum eru í höndum banka- stjórnar. Bankastjórnina skipa 6 menn í fullu starfi. Hér er því um að ræða fjölskipaða peningamálanefnd með stjórnunarhlutverk. Formaður bankastjórnar er jafnframt aðalbankastjóri bankans en hinir eru allir varabankastjórar. Ljóst er af skipan núverandi banka- stjórnar að megináhersla er lögð á hagfræðimenntun (eini stjórnarmaðurinn sem ekki er hagfræðingur er viðskiptafræðingur) og fjölþætta reynslu. Algengast er að meðlimir bankastjórnarinnar hafi reynslu úr seðlabanka, af fjármálamarkaði, hagfræðirannsókn- um eða úr ráðuneytum, en einnig af starfi fyrir verka- lýðshreyfingu og í stjórnmálum. Ellefu manna bankaráð er skipað af þinginu, eins og áður, en hlutverk þess er verulega breytt sam- kvæmt nýju lögunum. Bankaráðið ræður bankastjór- ana og segir þeim upp störfum og tekur ákvörðun um hver bankastjórnarmanna gegni hlutverki formanns bankastjórnar. Að öðru leyti er núverandi hlutverk bankaráðsins eftirlit með starfsemi bankans. For- maður og varaformaður bankaráðsins eiga rétt á að sitja fundi bankastjórnar en taka ekki þátt í ákvörð- unum í peningamálum. Helstu rök fyrir fjölskipaðri peningamálanefnd hafa verið þau að þannig sé betur tryggt að ákvarð- anir í peningamálum séu faglegar.13 Einnig er talið skipta máli fyrir stöðugleika peningamálastjórnunar að skipunartími nefnda sé langur (t.d. verulega lengri en kjörtímabil til þings). Talið er að langur skipunar- tími stuðli að stöðugleika í stjórn bankans og dragi úr pólitískum áhrifum. Í gamni segja Svíar að í raun geti hver og einn bankastjórnarmaður komið með sína eigin verð- bólguspá á fundi bankastjórnar. Þetta er vissulega rétt en reyndin er þó sú að sérfræðingar bankans vinna verðbólguspá fjórum sinnum á ári, og er hún síðan rædd á fundum bankastjórnar. Bankastjórnarmenn eru ekki alltaf sammála og fram hefur komið ágrein- 9. Þáverandi fjármálaráðherra og þáverandi bankastjóri Riksbanken hrósa sér báðir af því að hafa tekið af skarið. 10. Hér er um að ræða ýmsar lagabreytingar. Þær sem mestu máli skipta eru breyting á lögum um Riksbanken og breyting á stjórnarskránni (Regeringsformen). Frumvörpin komu fyrst fram 1997. Þar sem hluti breytinganna snerti breytingu á stjórnarskránni þurfti að kjósa til þings og samþykkja þau aftur áður en þau yrðu að lögum. Aðild Svía að ESB og ákvæði Maastrichtsáttmálans um starfsemi Seðlabanka Evrópu áttu einnig sinn þátt í breytingu á fyrirkomulaginu. 11. „Upprätthålla ett fast penningvärde,“ 2. gr. 1. kafla seðlabankalaganna. 12. 12. grein 9. kafla í Regeringsformen. „Ingen myndighet får bestämma hur Riksbanken skall besluta i frågor som rör penningpolitik.“ 13. Í úttekt sinni á Seðlabanka Nýja-Sjálands komst Svenson (2001) að því að einn helsti galli á stjórn peningamála þar sé að seðlabanka- stjórinn einn taki endanlegar ákvarðanir í peningamálum en ekki fjöl- skipuð nefnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.