Peningamál - 01.08.2002, Blaðsíða 47

Peningamál - 01.08.2002, Blaðsíða 47
46 PENINGAMÁL 2002/3 skulda og á því að leggja fé til hliðar til að mæta framtíðarlífeyrisskuldbindingum. Halli á fjármálum hins opinbera árið 2002 er áætlaður um ½% af vergri landsframleislu (VLF) sem er ívið meira en hallinn árið 2001. Fjárlög ríkissjóðs 2002 fela hins vegar í sér aukið aðhald og endurspegla þannig markmið um að skila sveifluleiðréttum afgangi sem nemur 1% af VLF til lengri tíma litið. Hagvísar benda til að enn hægi á í efnahagslífinu á árinu 2002 og að VLF dragist saman um ½%. Landsframleiðsla verður þá nálægt eða rétt undir framleiðslugetu. Gert er ráð fyrir að aðlögun eftir- spurnar og efnahagsstarfsemi almennt í átt að útflutn- ingsgreinunum haldi áfram þar sem heimili og fyrir- tæki, sem nú eru mjög skuldsett, leitist við að laga stöðu sína. Ætlað er að viðskiptahallinn minnki vegna þessa í 2% af landsframleiðslu. Álit framkvæmdastjórnar Stjórnarmenn lofuðu íslensk stjórnvöld fyrir eftir- tektarverðan vöxt íslenska hagkerfisins á liðnum áratug. Þessa frammistöðu sögðu þeir að miklu leyti að þakka stefnu stjórnvalda sem mörkuð var á fyrri hluta síðasta áratugar um eflingu markaðsbúskapar og hagræðingu í opinberum rekstri ásamt einkavæð- ingu og öðrum umbótum sem hafa stuðlað að fjár- festingu, bætt samkeppnisstöðu og aukið fjölbreytni í útflutningi. Stjórnarmenn fögnuðu umtalsverðum árangri sem náðist á s.l. ári í glímunni við ójafnvægi í efna- hagslífinu sem var afleiðing undangenginnar of- þenslu. Sérstaklega minntust þeir á minnkandi við- skiptahalla á árinu 2001 og skjótan viðsnúning á vöruskiptajöfnuði á fyrri hluta ársins 2002 vegna minni innlendrar eftirspurnar og vaxandi útflutnings. Þetta hefði eflt stöðugleika og stuðlað að styrkingu krónunnar og hraðri hjöðnun verðbólgu á árinu 2002. Með þetta í huga töldu stjórnarmenn, að eftir smávægilegan samdrátt á þessu ári, væru horfur á að á seinni hluta ársins myndi hagvöxtur aukast á ný, en í betra jafnvægi en áður, studdur af auknum útflutn- ingi og hægfara vexti einkaneyslu. Landsframleiðsla myndi færast nær langtímavaxtarstigi og viðskipta- halli minnka enn frekar. Stjórnarmenn töldu að enn væri nokkur hætta á þenslu og að varúðar væri þörf til að ójafnvægi skapaðist ekki á ný í hagkerfinu sem enn er mjög skuldsett. Í þessu samhengi var sérstak- lega bent á mikla nýtingu auðlinda og aukna bjart- sýni neytenda. Nokkrir stjórnarmenn vöruðu við því að launakröfur í útflutningsgreinunum og nýlegar launahækkanir opinberra starfsmanna gætu færst yfir í aðrar greinar og aukið verðbólguþrýsting. Aðrir vöktu athygli á því að hætta væri á ofþenslu ef nokkur stóriðjuverkefni sem eru í bígerð yrðu að veruleika. Stjórnarmenn fögnuðu eftirtektarverðum árangri sem stjórnvöld hefðu náð í að takast á við veikleika í fjármálakerfinu sem bent hefði verið á í tímabærri skýrslu um fjármálastöðugleika (FSSA) árið 2001 sem og þeirri ákvörðun að fylgja henni eftir með annarri athugun árið 2003. Stjórnarmenn minntust á aukinn hagnað í bankakerfinu og bætta eiginfjár- stöðu þess á árinu 2001, þrátt fyrir óheillaþróun á fjármálamörkuðum almennt, gengislækkun krón- unnar og almennan samdrátt. Þeir fögnuðu styrktu regluverki og efldu Fjármálaeftirliti. Í framhaldi af þessu sáu stjórnarmenn þörf fyrir að hert yrðu ákvæði um lánamat í áhættuflokkun útlána, framlög í afskriftareikning og veðmat og eftirlit. Einnig mæltust þeir til þess að fylgst verði náið með ört vaxandi lánum á skuldabréfum og fjárfestingar- bankastarfsemi. Þeir hvöttu ennfremur íslensk stjórn- völd til að leggja áherslu á samþykkt og framkvæmd laga um fjármálafyrirtæki sem eru í undirbúningi og til að styrkja enn frekar starfsumboð Fjármálaeftir- litsins. Stjórnarmenn styðja verðbólgumarkmið sem stjórntæki peningmála og þá ákvörðun frá í mars 2001 að láta gengi krónunnar fljóta og telja það hæfa íslenskum aðstæðum. Stjórnarmenn lögðu áherslu á að stjórn peningamála ætti fyrst og fremst að snúast um að efla trú á markmiðið með því að koma verð- bólgunni undir þolmörk fyrir árslok og að ná 2,5% markmiðinu á árinu 2003. Í ljósi jákvæðrar þróunar í verðbólgu- og gengismálum töldu stjórnamenn nú- verandi peningastefnu viðeigandi. Með hliðsjón af því að enn er nokkur hætta á að verðbólga fari yfir áætluð mörk er mælt með varfærinni stefnu enn um sinn. Stjórnarmenn ítrekuðu að vaxtalækkanir yrðu að vera í samræmi við verðbólguspár og byggja á vísbendingum um að hjöðnun verðbólgunnar sé varanleg, en ekki tengd tímabundnum ráðstöfunum. Með öðrum orðum lögðu stjórnarmenn til að Seðla- bankinn yrði tilbúinn að beita sér í takt við aðstæður, þ.e. seinka eða jafnvel snúa við vaxtalækkunum ef þörf krefur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.